Tíminn - 28.05.1981, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.05.1981, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 28. mai 1981 7 ■ Joop den Uyl og Dries van Agt. erlent yfirlit Andstaðan gegn eldflaugum vex 29 flokkar kepptu um 150 þingsæti ■ ERLENDIR blaðamenn, sem fylgdust með kosningabaráttunni i Hollandi, höfðu orð á þvi, að hún hefði farið hávaðalitið fram. Þó kepptu ekki færri en 29 flokkar um 150 þingsæti. Kosningabarátt- an var þó aðallega milli fjögurra stærstu flokkanna. Tveir þessara flokka hafa farið með stjórn saman siðan 1977, þegar siðast var kosið. Þessir flokkar eru Kristilega bandalag- ið, sem myndað er af þremur flokkum og hafði 49 þingmenn, og Ihaldsflokkurinn, sem hafði 28 þingsæti. Samaníagt höfðu þessir flokkar þvi 77 þingsæti af 150 alls. Tveir aðalflokkarnir voru i stjórnarandstöðu. Annar þeirra var Verkamannaflokkurinn, sem hafði 53 þingsæti og hafði unnið mikið á i kosningunum 1977, bætti þá við sig 10 þingsætum. Hinn var lýðræðisflokkurinn frá 1966, sem venjulega gengur undir skamm- stöfuninni D-66. Hann hafði 8 þingsæti. Til viðbótar voru svo tveir flokkar, sem höfðu þrjú þingsæti hvor, kommúnistaflokkurinn, sem hafði tvö þingsæti, og loks fjórir flokkar, sem höfðu einn þingmann hver. Alls voru þing- flokkarnir ellefu. Yfirleitt hefur ekki verið leitað til hinna sjö smá- flokka i sambandi við stjórnar- myndanir. TIL frekari skýringar skal get- ið, að Kristilega bandalagið mynda þrir flokkar, sem skiptast eftir trúarbrögðum, og buðu áðu^ fram sér i lagi. 1 fyrstu var flokk- ur mótmælenda stærstur þessara flokka, en katólski flokkurinn náði siðan forustunni. Fyrir meira en áratug var hafizt handa um að fylkja flokkunum i eitt bandalag og tókst það fyrst á siöastl. ári. Flokkurinn gengur venjulega undir skammstöfun- inni CDA (Christen-Demo- cratisch Appel). Foringi þess var Dies van Agt forsætisráðherra. Verkamannaflokkurinn, sem gengur venjulega undir skamm- stöfuninni PvdA (Partij van de Arbeid), vann mikinn sigur i þingkosningunum 1977, en foringi hans, Joop den Uyl, hafði þá verið forsætisráðherra um skeið. Siðan hefur risið klofningur i flokknum um kjarnorkuvopnamálin. Meirihluti flokksins vildi af- neita þeim með öllu, en þá hótaði Uyl að segja af sér flokksforust- unni. Niðurstaðan varð mála- miðlun, sem fólst i þvi að stað- setningu nýrra eldflauga skuli hafnað. Þessi klofningur i flokkn- um mun hafa valdið þvi, að margir andstæðingar kjarnorku- vopna kusu heldur D66, sem af- neitaði kjarnorkuvopnum méö öllu. Lýðræðisflokkurinn 66 (Demokraten 66) dregur nafn sitt af þvi, að hann var stofnaður 1966. Flokkurinn hefur umbótasinnaða stefnuskrá, en þó þykir hún óljós að ýmsu leyti. Hann hefur einkum safnað um sig óánægðum kjósendum. Foringi hans er fræg- ur barnabókahöfundur og kjarn- orkufræðingur Jan Terlouw. íhaldsflokkurinn, sem gengur venjulega undir skammstöfun- inni VVD (Volkspartij voor Vrijhed en Democratie) er- ekki ósvipaður hægri armi Ihalds- flokksins brezka. Foringi hans er Hans Wiegel innanrikisráðherra. ÞAÐ voru kjarnorkuvopnamál- in, sem settu meginsvip á kosn- ingabaráttuna, og þau hafa vafa- litið haft megináhrif á úr. slit kosninganna, en þær fóru fram siðastl. þriðjudag (26. mai). Sigurvegari kosninganna varð D66, sem fékk 17 þingmenn kosna i stað 8 áður. Verkamannaflokkurinn tapaði hins vegar tiu þingsætum, eða jafnmörgum og hann vann siðast. Sennilega hefur ágreiningurinn um kjarnorkumálin spillt fyrir flokknum. Stjórnarflokkarnir fengu öllu skárri útkomu en horfur þóttu á um skeið. Þeir töpuðu þó þremur þingsætum eða nógu til þess að missa meirihlutann á þingi. Smáflokkarnir bættu nokkuð fylgi sitt i heild, en þó vart þann- ig, að það hafi áhrif. Næst kjarnorkumálunum settu efnahagsmálin, þó einkum at- vinnuleysismálin, svip sinn á kosningabaráttuna. Atvinnuleys- ingjar i Hollandi eru nú 350 þús. eða um 7% vinnufærs mannafla. Mest bitnar það á ungu fólki. Mikill halli hefur verið á rikis- rekstrinum og lofuðu allir flokkar að reyna að draga úr hefðbundn- um rikisútgjöldum. Dýrtið hefur nokkurn veginn verið haldið i skefjum, en atvinnuleysi hefur myndazt i staðinn. ÚRSLIT kosninganna munu leiða til þess, að van Agt mun biðjast lausnar, en vafalaust verður honum falin stjórnar- myndun sem formanni stærsta þingflokksins. Fyrir kosningarnar þótti ekki óliklegt, að mynduð yrði stjórn þriggja flokka, ef stjórnarflokk- arnir misstu meirihlutann. Þá var einkum talað um stjórn kristilega bandalagsins, Verka- mannaflokksins og D-66. Einnig þótti stjórn Kristilega bandalags- ins og Verkamannaflokksins geta komiö til greina. Öliklegt þykir nú, að Verka- mannaflokkurinn vilji taka þátt i stjórn vegna ósigursins. D-66 hef- ur lýst yfir þvi, að flokkurinn geti tekið þátt i stjórn með öllum flokkum, nema Ihaldsflokknum. Sennilegast þykir nú að fyrst um sinn fari minnihlutastjórn nú- verandi stjórnarflokka með völd. Þess má geta að innan þeirra er að finna marga eldflaugaand- stæðinga. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar erlendar fréttir Habib til Washington ■ Philip Habib, sérlegur sendimaður Reagans Banda- rikjaforseta i Mið-Austurlönd- um, sem undanfarið hefur gert itrekaðar tilraunir til þess að leita friðsamlegrar lausnar á deilu Israela og Sýr- lendinga vegna Libanon, fór i gær frá Jerúsalem, áleiðis til Washington, þar sem hann mun gefa forsetanum skýrslu um fundi sina með leiðtogum landanna þriggja og stöðu mála þar nú. Habib sagði við fréttamenn i gær að hann væri ákveðinn i þvi að snúa að nýju til Mið- Austurlanda, aö loknum fund- um sinuih með Reagan. Hann sagðist hafa vissu fyrir þvi, að allir aðilar að deilunni vildu halda friðinn. Reagan Bandarikjaforseti sagðistigærekkilita svo á, að sendiför Habibs hefði mis- heppnast og benti forsetinn á, að þegar hann sendi Habib til Mið-Austurlanda, heföu tsrael og Sýrland þegar verið á barmi styrjaldar. Philip Habib hefur nú dvalið um þriggja vikna skeið i Israel, Sýrlandi og Libanon til skiptis. Hefur hann ferðast i sifellu milli Jerúsalem, Beirút og Damaskus og reynt að fá deiluaðila til þess að slaka til i kröfum sinum, svo friðsamleg lausn mætti finnast. Ekki er aö sjá að Habib hafi orðið nokkuð ágengt. Israelar hafa, siðan hann kom til skjal- anna, hert kröfur sinar um að Sýrlendingar fjarlægi loft- varnareldflaugar þær sem þeir hafa staðsett i Libanon, og auk þess bætt viö nýjum kröfum. Sýrlendingar hafa sakað Habib um að reyna ekki sættir, heldur aðeins bera kröfur tsraela áfram. Undanfarnar tvær vikur hefur þess aðeins verið beðið hvenær styrjöld milli Israel og Sýrlands brytist út, en ekki hvort svo yrði. ■ Habib með Begin, forsætisráðherra tsraei Vopnafundir í Belfast ■ Lögreglan á Norður irlandi fann i gær vopnabúr i aðal- stöðvum öfgamanna úr röðum mótmælenda i Belfast, Ulster- varnarsamtakanna, og segir lögreglan að meðal vopnanna hafi verið nokkrar vélbyssur. A þriðjudagskvöld fann lög- reglan sovéska eldflauga- byssu og önnur vopn, þegar hún stöðvaði bifreið i þeim hluta Belfast sem lýðveldis- sinnar ráða. ökumaður bif- reiðarinnar var handtekinn og farþegi, sem reyndi að komast undan, var særður skotsári og er nú á sjúkrahúsi. Einn þeirra fjögurra IRA- manna, sem undanfarið hafa verið i hungurverkfalli i Maze- fangelsinu á N-lrlandi, hefur skýrt yfirvöldum frá þvi að hannhyggisthætta föstu sinni. Hann var i siðustu viku fluttur á sjúkrahús vegna magasárs. Fórust á flugvéla- móðurskipi ■ Fjórtán bandariskir sjólið- ar létu lifið og fjörutiu og fimm slösuðust, þegar orustu- flugvél hrapaöi og eyðilagðist i lendingu á flugvélamóður- skipinu Nimitz i gær. Fimm aðrar flugvélar eyðilögðust og eldur braust út á skipinu, sem er kjarnorkuknúið. Margir þeirra sem slösuðust hlutu brunasár og i gær var talið að nokkrir þeirra væru i lifshættu. Flugvélin sem fórst var af tegund sem á siðasta ári var um timasetti flugbann, vegna hárrar slysatiðni véla af þvi tagi. Banninu var aflétt að af- lokinni rannsókn, sem sagt var að hefði ekki leitt i ljós neina galla á flugvélunum, sem orsakað gæti slysatiðn- ina. ■ UGANDA: Ugandaforseti hvatti i gær stjórnarandstööuna i landinu að rjúfa samband sitt við hermdarverkamenn og for- dæmdi aðgeröir þess hluta demókrataflokks Uganda, sem ný- lega greip til vopna og hóf skæruliðaaögerðir gegn stjórnvöldum. Við sama tækifæri tilkynnti forsetinn að þrjú þúsund fangar yrðu nú látnir lausir. SAUDI-ARABIA: Oliumálaráðherra Saudi-Arabiu sagði i gær, að land hans hefði engar áætlanir um að hækka verö á oliu frá sér, en orörómur um tveggja dollara hækkun á hverja oliutunnu kom upp á þriðjudag. önnur aðildarriki OPEC, samtaka oliu- framleiðslurikja, hafa ákveðið að hækka ekki oliuverö næstu sex mánuði. iTALIA: Italski kommúnistaflokkurinn krafðist þess i gær, aö honum yrði ætluð þátttaka i rikisstjórn þeirri, sem nú er reynt að mynda i landinu. Sagðist flokkurinn jafnframt ekki geta sætt sig við að Kristilegir Demókratar leiddu stjórnarmyndun nú, en frá lokum siðari heimsstyrjaldar hafa þeir átt alla forsætisráöherra landsins. SPANN: Lögreglan á Spáni uppgötvaði i gær göng, sem grafin höföu veriö undir stig, þar sem Juan Carlos, Spánarkonungur, mun fara um á sunnudaginn kemur. 1 fréttum frá Spáni segir að mögulega hafi veriö ætlunin að sýna konungi banatilræði, meö þvi að koma fyrir sprengju i göngunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.