Tíminn - 28.05.1981, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 28. mai 1981
Myndverk um lyftuhjól
Myndiist
GALLERIDJÚPIÐ
SIGURÐUR ÖRLYGSSON
20 myndverk
Sigurður örlygsson
• Siguröur örlygsson hefur um
dálitinn tima starfað i sérhópi
ungra myndlistarmanna, harð-
linumanna, er einkum og sér i
lagi unnu collage myndir, eða
klippimyndir, eða með blandaðri
tækni.
Það versta var, fannst manni
stundum, að þá máluðu þessir
strákar bara vel, meðan þeir
héldu sig við léreft og liti i mál-
verkinu. En æskan vill breytingu
og sannleikurinn verður að vera
nýr, minna dugar ekki, — og tim-
inn hefur liðið, siðan menn töldu
að um allt þyrfti að gjöra myndir.
Ég veit ekki hvort það er rétt
hjá mér, að það hafi einkum verið
þeir Sigurður örlygsson, Magniis
Kjartansson og Ómar Skúlason,
er þarna voru fremstir i flokki.
Allavega tilheyrðu þeir honum,
og nú sýnir Sigurður örlygsson
okkur það i Djúpinu, að viss leið
hefur verið fundin, eða farvegur
til þess að halda áfram ferðinni.
Skapalon eru komin i staðinn fyr-
ir skærin, iika silkiprent, spraut-
un og akrylmálning, að
ógleymdri ljósmyndinni.
Klippivinnan hefur verið yfir-
færð i varanlegri efni, ef svo má
orða það, og verkin hafa fengið
nýjan svip.
Miklar framfarir i
myndgerð
Hjá Sigurði örlygssyni hefur
orðið mikil tæknileg framför.
Sumt það, er hann kynnti á Kjar-
valsstöðum seinast, t.d. silki-
prent, hefur þróast og sýning
hans i Djúpinu ber augljósan vott
um mikla kunnáttu i meðferð
Sigurður örlygsson, myndlistar-
maður
efnis og i myndgerö yfirleitt.
Sýning Sigurðar er gjörð um
eitt þema, eða stef, sem eru lyftu-
hjól á húslyftu i gömlu hverfi i
Kaupmannahöfn, þar sem
Sigurður hafði vinnustofu, ásamt
Tryggva Ólafssyni myndlistar-
manni i Kaupmannahöfn, en
Sigurður hefur dvalist i Dan-
mörku og Sviþjóð undanfarin ár.
Sýning hans er myndaflokkur
um þessi hjól og ýmsan annan
búnað, og á þessum fornlega
hjólabúnaði lyftunnar miklu i
Kaupmannahöfn ferðast áhorf-
endur um fjölbreyttan myndheim
listamannsins.
Myndaflokkargeta verið góðir i
smærri sýningar, og svo sannar-
lega er þessi litla sýning Sigurðar
góðum kostum búin, og fjöl-
breytnin er ótrúleg, þótt
myndirnar séu einnar ættar, ef
svo má orða það.
Sigurður nefnir myndir sinar
ekki „málverk” heldur „mynd-
verk” það kann að vera rétt, en
þó færist hann nú greinilega nær
málverkinu en áður og maður
hlýtur að fagna þvi að honum hef-
ur tekist að koma farangri sinum
til skila i það sem við nefnum
varanleg efni, rétt eins og eilifðin
hafi endanlega verið sigruð með
efnum.
Þetta er besta sýning Sigurðar
til þessa að minu mati, og vel þess
virði að ganga i tjörukjallara
Ellingsens, eða Djúpið til þess að
sjá þessar myndir, en inngangur
er á horni Pósthússtrætis og
Hafnarstrætis, um búðardyrnar
gömlu.
1S
YFIRVERKSTJORI
Pientsmiðjan Edda hf. óskareftir að ráða
prentiðnlærðan yfirverkstjóra.
Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun
og fyrri störf óskast sendar fyrir 3. júní.
PRENTSMIÐJAN
élddc
Cl HF.
Smiðjuvegi 3 - 200 Kópavogi
Fjármálaráðuneytið,
Arnarhvoli
óskar eftir skrifstofumanni til afleysinga-
starfa i sumar. Góð vélritunar- og
islenskukunnátta áskilin. Umsóknir
sendist ráðuneytinu fyrir 6. júni n.k.
Fjármálaráðuneytið.
Stjórn Verkamannabústaða
í Reykjavík
óskar eftir að ráða starfsmenn til
eftirtalinna starfa:
1. Bókhalds og gjaldkerastarfs.
2. Fulltrúa til starfa m.a. við endurkaup
og endursölu ibúða.
Umsóknum skal skila til skifstofu V.B.
Suðurlandsbraut 30, fyrir 15. júni n.k. en
þar verða veittar nánari upplýsingar um
störf þessi.
Stjórn verkamannabústaða i Reykjavik.
Verkamannafélagið
Dagsbrún
Aðalfundur
Dagsbrúnar verður i Iðnó sunnudaginn
31. mai 1981. kl. 2. e.h.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. önnur mál
Félagsmenn mætið vel og sýnið dyraverði
skirteini.
Stjórnin.
Verkamannafélagið Hlíf,
Hafnarfirði
Allsherjaratkvæða-
greiðsla
um kosningu i stjórn og önnur trúnaðar-
störf Verkamannafélagsins Hlifar fyrir
árið 1981 fer fram sunnudaginn 31. maí
n.k. i Félagsheimili Hlifar Reykjavik-
urvegi 64.
Kosningin hefst kl. 10 og stendur yfir til
kl. 24. Tveir listar eru i kjöri einkenndir
með bókstöfunum A og H, og liggja þeir
frammi á kjörstað.
Kjörstjórn Verkamannafélagsins Hlifar.
Iðnskólinn í
Reykjavík
Skólaslit fara fram laugardaginn 30. mai
kl. 14.00
Iðnskólinn í Reykjavík
STUDENTAGJOFIN I AR
ER CROSS PENNI
AÞAÐ FER EKKI
MILLI MÁLA
PENNAVIDGERÐIN
Ingólfsstræti 2. Simi 13271
Pdstsendum