Tíminn - 28.05.1981, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.05.1981, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 28. mai 1981 Æ. SHINGU #ISEKI SLÁTTUORF 16-33 cc. Hagstætt verð LAWN-BOY LAWN-B nt-f.tii,_i 'f CiAílJ * ji: GOLF GARÐSLÁTTUVÉLAR J ARÐT ÆTARAR SIIVII B15QO- !«» Til sölu sumarhús Tilboð óskast i sumarhús sem stendur á lóð Iðnskólans I Reykjavik við Bergþórugötu. Nánari lýsing og teikningar eru afhentar á skrifstofu vorri að Frikirkjuvegi 3. Húsið verður til sýnis laugardaginn 30. og sunnudaginn 31. mai n.k. kl. 14-18 báða dagana, og verða þá veittar upplýs- ingar og gögn afhent á staðnum. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Innkaupastofnunarinnar miðvikudaginn 10. júni n.k. kl. 14 e.h. Iunkaupastofnun Iteykjavikurborgar. INNjUUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvtgi 3 — Simi 25800 Bændur — Vinnuvélaeigendur Getum útvegað með stuttum fyrirvara góðar notaðar dráttarvélar á hagstæðu verði. Útvegum með stuttum fyrirvara alla varahluti i: Caterpillar, International, Ciark Michigan o.fi. vinnuvélar. Bendum beltavéiaeigendum á okkar hag- stæða verð á: Spyrnum, keðjum, rúllum og drifhjólum. TÆKJASALAN h.f. Skemmuvegi 22. simi 78210. Framtíðarvinna - Landbúnaður Óskum eftir að ráða reglusöm og laghent hjón til starfa við sérhæfðan búrekstur, vaktavinna, vélagæsla. Starfinu fylgir nýtt ibúðarhús ca. 100 m2. Stutt i skóla og læknisþjónustu. Starfið veitist frá og með 1. sept. 1981 i eitt ár eða lengur. Umsækjendur tilgr. aldur og fyrri störf. Umsækjendur skili umsóknum til blaðs- ins fyrir 5. júni merkt: Landbúnaðar 1756. — N Átján ára stúlka Isem er i fullri vinnu og hyggst stunda nám næsta vetur óskar eftir að búa hjá fjöl- skyldu i Reykjavik. Upplýsingar i sima 25500 milli kl. 11-12. (Petrina). N----------------------------------------' Rttl Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Vonarstræti 4 sími 25500 íþróttii Baradarfskt körfuknatt- leiksfélag — kemur til landsins á morgun fboði KR ■ Hingað til lands er væntanlegt á morgun bandariska körfuknatt- leiksliðið McDonalds old star team og mun það leika einn leik hér á landi á laugardaginn i Johnny Walker — golfkeppnin verður á Nesinu um helgina — þrjú mót f Grafarholtinu H Johnny Walker golfkeppnin verður haldin á golfvellinum á Seltjarnarnesi og stendur keppn- in yfir á laugardag og sunnudag, og er hún aðeins ætluð meistara- flokksmönnum og verða leiknar 72 holur. Johnny Walker keppnin gefur stig til landsliðs þannig að til mikils er að vinna fyrir meistara- flokksmennina. Þá verður haldið hjá Golf- klúbbnum i Grafarholti svokallað videómót 2 og verður það á laugardaginn og verður ræst út milli kl. 10 og 3. A sunnudeginum verður siðan haldið opið unglingamót fyrir 17 ára og yngri og hefst það kl. 10 og kl. 13 hefst opið kvennamót. A báðum mótunum verða leiknar 18 holur m/forgjöf og verða veitt vegleg verðlaun. Miniknatt- spymumót ■ Miniknattspyrnumót verður haldið um helgina, en það er ætl- aö 6. flokks drengjum i knatt- spyrnu. betta er i fyrsta sinn sem slikt mót er haldið og munu drengir leika á þveran knattspyrnuvöll- inn. Keppnin hefst á laugardaginn og verður þá keppt á Þróttar- og KR völlunum og á sunnudaginn verða Urslitin og veröa þau á knattspyrnuvelli Þróttar við Sæviðarsund. Keppnin á laugardag hefst kl. 10 og úrslitin á sunnudag hefjast einnig kl. 10. Hagaskóla. . Þetta bandariska lið sem hing- að kemur i boði körfuknattleiks- deildar KR er skipað atvinnu- mönnum sem s.l. ár léku viðsveg- ar um Evrópu. Það má með sanni segja að kappar þessir séu i atvinnu- mannaleit, því þeir hafa tjáð for- ráðamönnum KR aö þeir hafi áhuga á að leika hér körfuknatt- leik ef eitthvert islenskt félag sýni þeim áhuga. Þetta bandariska félag er kennt við McDonald sem talinn er vera einn umsvifamesti bandariski umboðsmaðurinn I körfuboltan- um þar vestra. ■ Þeir Heimir Gunnarsson og Davið Ingason tóku ívrir stuttu þátt I Norðurlandameistaramót- inu i fimleikum sem haldið var i Helsingfors. Til stóð að Jónas Tryggvason tæki einnig þátt í þessu móti, en hann stundar nú nám i iþrótta- fræðum i Moskvu en hann varð að hætta við vegna meiðsla i baki. Þeir félagar Heimir og Davið riðu ekki feitum hesti frá þessu Norðurlandamóti-lentu i neðsta sætinu, en bættu þó nokkuð sinn árangur frá Islandsmótinu. Eftir að keppninni lauk gafst ■ Fylkisdagurinn verður að þessu sinni haldinn á laugardaginn og mun iþróttafélagið Fylkir þá gangast fyrir árlegum iþrótta- degi með iþróttasýningum og skemmtunum af ýmsu tagi. Hátiðarhöldin hefjast kl. 13.30 með skrúðgöngu að iþróttasvæði félagsins i Arbæjarhverfi. McDonald hefur verið iðinn við að koma bandariskum leikmönn- um á framfæri viðsvegar um Evrópu. Eins og áður sagði verður leikurinn á laugardaginn kl. 14 i Hagaskóla og munu bandarisku leikmennirnir leika gegn úrvals- liði islenskra körfuknattleiks- manna, sem Jón Sigurðsson fyrirliði islenska landsliðsins mun velja. Þarna er þvi tilvalið tækifæri fyrir forráðamenn körfuknatt- leiksfélaga að lita á leikmenn og spara sér mikla fyrirhöfn við út- vegun á erlendum leikmanni fyrir næsta keppnistimabil. röp—. þeim félögum kostur á að æfa i nokkurn tima með finnsku fim- leikafólki og var það bæði lær- dómsrikt og ánægjulegt. Davið Ingason hélt frá Helsing- fors til Þýskalands og mun hann dvelja þar i um mánaðartima við æfingar. Norðmenn urðu Norðurlanda- meistarar hlutu 166,50 stig Finnar hrepptu annað sætið með 162.65 stig, Sviþjóð varð i þriðja sæti með 156,90 stig Danir i fjórða sæti með 153.55 stig og island rak lest- ina með 78,45 stig. Þar munu siðan fara fram knattspyrnu og handknattleikir og þá verður einnig boðið upp á fimleikasýningu i iþróttasal Ar- bæjarskóla. Þá verður einnig kaffisala i safnaðarheimilinu og um kvöldið verður diskótek fyrir unglingana og almennur dansleikur i félags- heimili Rafveitunnar. Island varð í „júmbósætinu” — á NM í fimleikum sem haldið var í Finnlandi röp-. Fylkisdagurinn — verður haldinn á laugardaginn Nú verður leik- ið á grasinu — keppnin í 1. deild hefst aftur á morgun ■ 1. deildarkeppnin i knatt- | spyrnu hefst aftur á morgun eftir nokkurt hlé vegna landsleiks is- lands og Tékka sem háður var i Bratislava i gærkvöldi. Fyrsti leikurinn verður á morgun og er það viðureign KA og FH og verður leikurinn á Akureyri og hefst kl. 20. A laugardaginn verða siðan þrir leikir á dagskrá, Fram og Þór leika á Laugardalsvellinum og i Vestmannaeyjum leika heimamenn við KR, báðir leikirn- ir hefjast kl. 14. i A grasvellinum i Kópavogi leikasiðan Breiðablik og Akranes og hefst sá leikur kl. 16. Allir leikirnir i 1. deild á laugardaginn verða leiknir á grasi. Vikingur og Valur leika siðan á sunnudagskvöldið kl. 20 á Laugardalsvellinum. Þá verður ekkert gefið eftir i slagnum i 2. deild og eru fjórir leikir á dagskrá um helgina. Skallagrimur og Haukar leika i Borgarnesi á laugardaginn og hefst leikurinn kl. 14, og þá leika | IBK og Völsungur i Keffavik á sama tima og einnig Þróttur Nes- kaupstað og 1B1 sem leika á Nes- kaupstaðarvellinum. Einn leikur er á sunnudeginum og er það viðureign Selfoss og Reynis Sandgerði og verður leikurinn á Selfossi og hefst kl. 14. A mánudaginn leika siðan á Laugardalsvellinum Þróttur og Fylkir og hefst leikurinn kl. 20. Þá verður keppninni i 3. deild haldið áfram og fjölmargir leikir eru á dagskrá um helgina viðs- vegar um landið. röp—.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.