Fréttablaðið - 30.01.2008, Side 23

Fréttablaðið - 30.01.2008, Side 23
[ ] Ekki er lengur algengt að börn feti í fótspor foreldra í vali á framtíðarstarfi. Sveinn Símon- arson hjá Rörmönnum Íslands hefur hins vegar unnið með þremur af fimm börnum sínum. Sveinn Símonarson á pípulagn- ingafyrirtækið Rörmenn Íslands og fæst við allt það sem snýr að pípulögnum, jafnt stórt sem smátt. Rörmenn stofnaði Sveinn fyrir um sex árum en þar áður starfaði hann undir eigin nafni. Sveinn er fimm barna faðir en af börnum hans eru þrjú sem ann- aðhvort hafa starfað við pípulagn- ir eða eru lærð í faginu. „Núna vinna tvö barna minna hjá mér einn til tvo daga í viku en þau eru bæði í skóla,“ segir Sveinn, en þetta eru þau Bergvin sem nú er að afla sér kennsluréttinda og Soffía sem stundar nám í pípu- lögnum í Iðnskólanum í Reykja- vík. „Bergvin hefur starfað hjá mér síðastliðin tíu sumur og er því mjög vanur,“ segir Sveinn sem á einn son til viðbótar í pípunum. „Hann Símon sonur minn á nú orðið sitt eigið fyrirtæki sem heit- ir Súperlagnir,“ útskýrir Sveinn og segir þá feðga ekki starfa saman nema þegar það henti en Símon lærði fagið hjá föður sínum líkt og Soffía dóttir hans en er núna í meistaranámi í pípulögn- um. En hvernig kemur það til að börn Sveins fá slíkan áhuga á greininni, er hann kannski haldinn smitandi áhuga sjálfur? „Nei,“ segir hann hlæjandi og bætir við: „Ég reyni nú að tala sem minnst um pípulagnir heima hjá mér.“ Hann viðurkennir þó að vitaskuld fái iðnin sinn skerf af umræðum í fjölskylduboðum. „En ég held nú að við höfum getað haldið þeim í sanngjörnu magni,“ segir hann og hlær. Mikið er að gera hjá pípulagn- ingamönnum þessa dagana að sögn Sveins. „Ég held bara að það hafi aldrei verið svona mikið að gera,“ segir Sveinn, sem hóf starfsemi á höfuðborgarsvæðinu um aldamótin. Áður bjó hann í fimmtán ár austur á Héraði en upphaflega lærði hann fagið í Hveragerði. Hann segir smá tíma hafa tekið að komast inn á markaðinn hér fyrir sunnan en hins vegar sé góður orðstír það sem geri mest fyrir uppbyggingu fyrirtækis. solveig@frettabladid.is Megnið af börnunum í pípunum Rörmenn Íslands. Sveinn Símonarson pípari ásamt dóttur sinni Soffíu og syninum Bergvin en þau hafa bæði starfað mikið með föður sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Íslensk hönnun og íslensk framleiðsla einkennir innrétt- ingar frá fyrirtækinu Brúnási. Brúnásinnréttingar eru fram- leiddar af trésmíðaverkstæðinu Miðási á Egilsstöðum sem er hátæknivætt. Þær fást í eldhús, baðherbergi og svefnherbergi og eru hannaðar af Guðrúnu Mar- gréti Ólafsdóttur og Oddgeiri Þórðarsyni innanhússhönnuðum sem reka saman Go Form design studio í Reykjavík. Brúnás er með sýningarsal í Ármúla 17a í Reykjavík og þar býðst fagleg þjónusta og ráðgjöf enda getur hver og einn látið hanna fyrir sig eftir eigin óskum. Sýningarsalur er einnig á Egils- stöðum að Miðási 11, í sömu bygg- ingu og framleiðslan er. Þar er líka aðalskrifstofa fyrirtækisins. Á heimasíðunni www.brunas.is er hægt að skoða innréttingar í þrí- vídd. - gun Fyrir hvern og einn Eldhúsinnréttingarnar eru af mörgum gerðum. Glasamottur eru sniðugar til að vernda falleg húsgögn fyrir skemmdum eins og vatnshringjum eftir glös og þess háttar. Hægt er að fá ýmiss konar glasamottur og margar mjög fallegar á að líta.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.