Fréttablaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 21
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Georg Kári Hilmarsson hefur þróað með sér fremur herralegan smekk. „Ég á það mjög mikið til að vera í peysum með V- hálsmáli og kaupi notað og nýtt í bland,“ segir Georg Kári Hilmarsson, bassaleikari Sprengjuhallarinnar. „Ég hugsa að hin síðari ár hafi ég þróað með mér fremur herralegan smekk.“ Georg festi til dæmis kaup á Herning-peysu í Kronkron fyrir skemmstu. „Hún er dönskættuð, skemmtilega munstruð og með alveg sérstaklega fallegu hálsmáli. Til hátíðabrigða finnst mér gaman að nota gamaldags smókingskyrtu af langafa mínum, Jóni Þórarinssyni, tónskáldi og rithöfundi, en það glittir í hana upp úr hálsmálinu,“ segir Georg. Hann segist líka halda mikið upp á „Super-dans“ skó sem Jón Pétur í Dansskóla Jóns Péturs og Köru gaf honum. „Þetta eru svona svartir og hvítir Cha Cha Cha skór sem ég hafði lengi haft augastað á en Jón Pétur á eins,“ segir Georg sem á töluverðan dansferil að baki. Hann segist kaupa fötin sín hér og þar og á meðal annars rauða golfpeysu, alsetta golfkylfum, sem hann heldur mikið upp á. „Hana keypti ég í Kolaportinu. Ég kaupi síðan allar gallabuxurnar mínar í Kronkron en þar fást buxur sem heita „Cheap monday“. Þær eru líka danskættaðar en framleiðandinn gerir þá kröfu að þær séu seldar á viðráðanlegu verði,“ útskýrir Georg. Áður fyrr hefði Georg líklega flokkast sem skoppari og lýsti hann því margoft yfir að hann myndi aldrei ganga í þröngum gallabuxum. „Ég hélt því líka statt og stöðugt fram að ég myndi aldrei hysja upp um mig buxurnar ömmu minni og afa til sérstakrar gremju. Í seinni tíð hef ég þó þurft að éta það ofan í mig. Þetta heldur þó áfram og nú eru amma og afi alltaf að kvarta yfir gleraugunum mínum sem eru í stærri kantinum.“ vera@frettabladid.is Ætlaði aldrei í þröngt FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A U Ð U N N Georg er hrifinn af herralegum V-hálsmálspeysum og er hæst- ánægður með svarthvítu dansskóna sem hann fékk nýlega að gjöf. HÁTÍSKA Í KÍNA TÍskuvikan í Hong Kong fór fram nýlega og mátti þar meðal ann- ars sjá hönnun hins indónesíska Florence Liem. TÍSKA 2 HUGGULEGT GRAFFITÍ Borð bandaríska hönnuðarins Cole Scego hafa vakið athygli en hann beitir margvíslegum vinnsluaðferðum eins og leysi- eða vatnsskurði og notar ýmis tæki og áhöld. HEIMILI 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.