Fréttablaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 58
34 31. janúar 2008 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Sony-fyrirtækið hefur gefið út nýja hugbúnaðaruppfærslu fyrir PSP-leikjatölvuna sem felur í sér að hún getur nú tekið á móti símtölum og hringt á netinu í gegnum Skype-þjónustuna. Skype gerir það mögulegt að hringja í aðra Skype-notendur frítt yfir netið auk þess sem hægt er að hringja í aðra síma gegn vægri greiðslu. Einnig er hægt að senda og taka á móti talskilaboð- um frá yfir 200 milljónum Skype- notenda víðs vegar um heiminn. Þeir sem vilja nota Skype í gegnum PSP þurfa að uppfæra hugbúnaðinn í útgáfu 3.90, skrá sig og spjalla síðan með því að nota heyrnartól og fjarstýringu. Skype í gegnum PSP PSP Nú er hægt að nota Skype í gegnum PSP-leikjatölvuna. Hið árlega Svitaball Röskvu verður haldið á skemmtistaðnum Organ á föstudagskvöld þar sem hljómsveitin Sprengjuhöllin leikur fyrir dansi. „Það mæta allir með svitabönd og í pínulítið hallærislegum klæðnaði,“ segir Dagný Ósk Aradóttir, formaður Stúdentaráðs. „Krumpugallar eru alltaf mjög vinsælir en annars er þetta allt með frjálsri aðferð og þetta er alltaf ógeðslega skemmti- legt.“ Veitt verða verðlaun fyrir bestu búningana og segist Dagný Ósk vitaskuld ætla að mæta í sínu fínasta pússi. „Ég er komin með nokkra hluti en þeir eru leyndar- mál. Þetta verður samt örugglega þröngt og litríkt.“ - fb Sprengjuhöll á Svitaballi SPRENGJUHÖLLIN Hljómsveitin Sprengjuhöllin spilar á árlegu Svitaballi Röskvu á Organ. Gleðiþrennan bollu-, sprengi- og öskudagur kemur snemma í ár. Herlegheitin hellast yfir okkur í næstu viku. Bakarar og kjötiðnaðar- menn hafa brett upp ermarnar og búningasölufólk stendur í ströngu. Hvaða búningar skyldu vera vinsælastir í ár? Einari Arnarssyni, verslunarstjóra Hókus Pókus á Laugavegi, sýnist hauskúputískan úr þungarokkinu hafa smitast inn í búningatísku barnanna. „Drungalegir draugabúningar eru vinsælastir í ár, bæði hjá strákum og stelpum,“ segir hann. „Þetta hefur kannski eitthvað með bandarísku hrekkjavöku- tískuna að gera líka. Krakkarnir eru mikið í svörtu, eru nornir, vampírur og böðlar.“ Karítas Rós Einarsdótt- ir, verslunarstjóri Just 4 Kids, tekur í sama streng: „Nornabúningurinn er langvinsælastur hjá stelpunum. Ég kann í sjálfu sér enga skýringu á því að ungar stelpur vilja vera nornir á öskudaginn nema þá kannski að þessir búningar eru mjög flottir. Þeir eru svartir og með flottum litum í bland, fjólublátt og silfrað. Hjá strákunum er svo vinsælast að vera kúreki og sjóræningi, en samúræja-búningurinn er líka vinsæll.“ Víðir Heiðdal hjá Toys „R“ Us kannast ekki við vinsældir nornatísk- unnar. „Jú, við seljum svo sem eitthvað af nornabúningum en hjá okkur eru tveir aðrir búningar miklu vinsælli hjá stelpunum; annars vegar klappstýrubúningurinn úr High School Musical-þáttunum og svo öskubuskubúningur. Sá er mjög sniðugur, hann getur bæði verið eins og öskubuska í eldhúsinu og svo er honum snúið við og þá er hann eins og öskubuska í veislunni. Hjá strákunum eru Star Wars og Turtles- búningarnir vinsælastir.“ - glh Nornasveimur á öskudaginn NORNIR OG DRAUGAR BIRTAST EFTIR VIKU Ösku- pokar heyra hins vegar sögunni til. Nemendur í Menntaskólanum í Reykja- vík taka í dag þátt í samstarfsverkefni málfundafélagsins Framtíðarinnar og Unicef. Það gengur undir nafninu Gleði til góðgerða. Nemendur bregða þá á leik og safna áheitum til styrktar Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Framtakið á rætur sínar að rekja til janúar 2005, þegar nemendur vildu leggja sitt af mörkum til að hjálpa fórnarlömbum flóðbylgnanna í Asíu og ári síðar rann fjárstyrkurinn til fórnar- lamba jarðskjálftans í Pakistan. „Í fyrra og í ár höfum við verið blessunarlega laus við stórslys, svo við leituðum til Unicef,“ útskýrir Magnús Þorlákur Lúðvíksson, forseti Framtíðarinnar. Meginþorri fjárframlaga kemur frá nemendum sjálfum, enda eru það aðallega þeir sem njóta góðs af glensinu. Um 200 til 300 þúsund krónur hafa safnast á ári hverju, og vonast Magnús til að samanlögð framlög nái í ár einni milljón króna. Halldór Kristján Þorsteinsson er einn þeirra sem bregður á leik í dag, en hann einsetti sér að birtast í fimm fjölmiðlum á sama degi. Uppátæki Halldórs er bara eitt dæmi um hugmyndaauðgi nemenda. „Ég veit til þess að gjaldkeri skólafélagsins ætlar að vera í náttfötum í skólanum allan daginn. Annar ætlar að vera ber að ofan, og svo er einn nemandi með samvaxnar augabrúnir sem ætlar að láta skipta þeim í þrennt. Það verður fróðlegt,“ segir Halldór og hlær við. „Svo er alltaf klassískt að reyna við kennarana, tala í rímum eða syngja allan daginn,“ útskýrir hann. - sun Gleði til góðverka í MR í dag FIMMFALDUR HALLDÓR Birtist Halldór Kristján Þorsteinsson í fimm fjölmiðlum í dag munu 30 þúsund krónur renna til Barnahjálpar Samein- uðu þjóðanna. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA > EKKI KYNÞOKKAFULL Scarlett Johansson segir það víðs fjarri sannleikanum að hún sé kyn- tákn. „Mér finnst ég ekki vera kyn- tákn! Hárgreiðslu- og förðunarfólkið mitt þarf að eyða fleiri, fleiri klukku- tímum í að klína málningu framan í mig til þess að gera mig eitthvað kynþokkafyllri,“ segir leikkonan. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær var málað með svörtu yfir almenningslista- verk á vegum listakonunnar Sólveigar Dagmarar Þóris- dóttur í Þjóðarbókhlöðunni. Þau sem máluðu yfir verkin hafa nú gefið sig fram og segjast með þessu hafa verið að tjá sína túlkun á dvöl og brotthvarfi hersins hér á landi. Þau Snorri Páll Jónsson og Stein- unn Gunnlaugsdóttir, sem stóðu fyrir gjörningnum, segjast ekki hafa verið að fremja skemmdar- verk á myndunum heldur einfald- lega að tjá sínar hugsanir. Í bréfi sem þau sendu Sólveigu eftir gjörning sinn segir meðal annars: „Við hlustum ekki og beitum valdamisnotkun til að sýna afleið- ingar hennar. Við málum allt svart, svart fyrir lygar, valdníðslu, græðgi og þvinganir. Ástandið er viðbjóðslegt. Tungan er svört af lygum, þeirra sem þegja með stríði, hvetja og styðja. Við málum því allt svart,“ skrifa þau og bæta við spurningunni hver sé eigin- lega listamaðurinn í þessu verki en yfirlýsingin er birt í heild sinni á vefsíðu þeirra aftaka.org. Sýningin ber yfirskriftina För hersins, gjörninga- og ljósmynda- sýning og gafst gestum Þjóðar- bókhlöðunnar kostur á að tjá sig um dvöl og brotthvarf hersins á fjóra hvíta striga. Að sögn Þor- steins Hallgrímssonar, aðstoðar- bókavarðar í Þjóðarbókhlöðunni, hafði töluverður fjöldi tjáð hugs- anir sínar um herinn og voru allir fjórir strigarnir þaktir fjölbreytt- um myndum af öllum stærðum og gerðum. Snorri Páll sagði í samtali við Fréttablaðið að þau Steinunn hefðu aldrei verið í neinum felu- leik með þetta. Þau hefðu meira að segja tekið myndir af sínum gjörningi. Og hann undrar sig á því af hverju ekki hafi verið haft samband við þau. Þátttaka þeirra hafi falist í því að taka ekki við fyrirframgefnum valmöguleik- um, það er að nota þá málningu og pensla sem boðið er upp á. „Með því vildum við sýna hvernig stríð, yfirvald og valdamisnotkun virk- ar, það valtar yfir manneskjurnar, skoðanir þeirra og líf,“ segir Snorri. Aðspurður hvort ekki hefði nægt að þekja einn af fjór- um strigum með þessari svörtu málningu segir Snorri að þeim hafi einfaldlega þótt þetta miklu táknrænna. freyrgigja@frettabladid.is Svart fyrir lygar og valdníðslu MÁLAÐ YFIR Þau Snorri og Steinunn notuðu rúllur til að mála yfir þær myndir sem fyrir voru á Þjóðarbókhlöðunni Faxafeni 12, Reykjavík• Glerárgötu 32, Akureyri. Frostavetur framundan Þessi úlpa er með 90% dún og 10% fiður og er hún tilvalin flík fyrir frostavetra. Tindur dúnúlpa fæst í svörtu og olive/svörtu Verð áður 27.600 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.