Fréttablaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 57
FIMMTUDAGUR 31. janúar 2008 Þeir eru margir sem hafa notið síðdegistedrykkju á ferðalögum um Bretlandseyjar, enda er hefðin fyrir slíkum samsætum gríðarlega sterk þar í landi. Það er ekkert því til fyrirstöðu að bjóða skammdeg- isþungum Íslendingum á slíka samkomu þegar tækifæri gefst til, og þá er nánast ómissandi að láta hefðbundið meðlæti fylgja, nefnilega bollurnar sem Bretarnir kalla scones. Uppskriftir að skonsunum bresku er að finna í miklu magni á net- inu, enda eru þær til í ýmsum útgáfum. Þessi uppskrift, sem finna má á síðunni allrecipes.com, státar af því að vera nokkuð einföld útfærsla, en rúsínunum má skipta út fyrir annað. Erlendu skonsurnar eru oftar en ekki bornar fram með sultu og „clotted cream“, sem gæti verið erfitt að komast yfir hér á landi. Þeir sem ekki treysta sér í eigin framleiðslu á honum gætu notað stífþeyttan rjóma, eða haldið sig við smjör og sultu. Hitið ofninn í 200°C. Sigtið hveiti, lyfti- duft, sykur og salt saman í skál. Klípið smjörið ofan í, þar til það er í bitum á stærð við baunir. Hrærið rúsínum saman við. Blandið mjólk og sýrðum rjóma í bolla, hellið yfir þurrefnin og hrærið varlega þangað til deigið hefur blandast vel. Varist að eiga of mikið við deigið. Mótið bollur úr deiginu. Miðað er við að uppskriftin dugi í átta bollur. Setjið á bökun- arpappír, og fletjið bollurnar örlítið. Þeytið saman egg og 1 msk. mjólk, penslið skons- urnar og bíðið í um 10 mín. Bakið í 10-15 mín., eða þar til efri hlutinn er gullinbrúnn. Skerið eða brjótið hverja skonsu í tvennt. Hefðbundið teboð BRESKAR SKONSUR Boll- urnar sem á ensku heita scones eru ómissandi fylgifiskur teboða þar í landi. NORDICPHOTOS/GETTY SCONES 8 stykki 1¾ bolli hveiti 4 msk. lyftiduft ¼ bolli sykur 1/8 tsk. salt 5 msk. ósaltað smjör ½ bolli rúsínur ½ bolli mjólk ¼ bolli sýrður rjómi 1 egg 1 msk. mjólk Hannar heim ili ríka fólks ins Hanna Stín a innanhúss arkitekt: FÖSTUDA GUR 1. FEBRÚA R 2008 FYLGIRIT FRÉTTABL AÐSINS ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓ TTIR og topp 10 NANNA KR ISTÍN MAGNÚSD ÓTTIR opnar barna verslun ...alla daga Allt sem þú þarft... Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins og það eina sem kemur út alla daga vikunnar. Lesendur vita að hverju þeir ganga þegar þeir opna Fréttablaðið. ÍS L E N S K A /S IA .I S /R A U 4 09 12 0 1/ 08 Guðmundur Viðarsson, yfirkokkur Steikarveisla 5.900.- með víni 8.400.- Forréttur: Koníaksbætt rjómahumarsúpa Aðalréttur: Eldsteikt lambafille með bakaðri kartöflu og rauðvínssósu eða nautapiparsteik með piparsósu Desert: Ítölsk ostaterta í bolla með ferskum jarðarberjum Villibráðarveisla 6.900.- með víni 9.400.- Forréttur: Grafin gæsabringa með bláberjabalsamic ásamt andalifrarmús og rauðvínssoðnum lauk Aðalréttur: Hreindýramedalíur með gamaldags rjómasósu Desert: Heilög þrenning, eplapæ, eplamúffin og tartar tartín Humarveisla 6.900.- með víni 9.400.- Forréttur: Grillaður humar í skel með villisveppa rísottó Aðalréttur: Nautasteik New Orleans með crembrulle lauk Desert: Heit súkkulaðiterta með vanilluís og jarðarberjasósu Veislan heldur áfram Á bóndadaginn kynnti Rauðará girnilegan matseðil: steikarveislu, villibráðarveislu og humarveislu. Skemmst er frá því að segja að undirtektir voru frábærar og því heldur veislan áfram. R A U Ð A R Á R S T Í G 3 7 S Í M I 5 6 2 6 7 6 6 W W W . R A U D A R A . I S– ástríðufullur veitingastaður með fersku yfirbragði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.