Fréttablaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 53
FIMMTUDAGUR 31. janúar 2008 Stórskemmtileg er sú nýjung hjá Listasafni Reykjavíkur að hafa opið í safni sínu í Hafnarhúsinu til kl. 22 á fimmtudagskvöldum. Ekki er síðri sá siður að bjóða upp á skemmtilega dagskrá á þessum kvöldopnunum. Seinnipartinn í dag og í kvöld fara fram afskaplega áhugaverðir viðburðir í safninu. Viðburðirnir tveir eru að miklu leyti ólíkir, en eiga það þó sameiginlegt að huldu- fólk kemur við sögu í þeim báðum. Heimildarmynd eftir kvik- myndagerðarmanninn Nisha Inals- ingh verður á dagskrá kl. 17.30. Myndin ber titilinn Huldufólk 102 og fæst við huldufólkstrú okkar Íslendinga út frá margvíslegum sjónarhornum. Kristinn Schram þjóðfræðingur fylgir myndinni úr hlaði með nokkrum vel völdum orðum og eftir sýninguna mun Kristinn, ásamt þeim Terry Gunn- ell og Unni Þóru Jökulsdóttur, ræða um myndina og hlutverk huldu- fólks í menningarlífi og ímynd Íslands. Seinni viðburðurinn er ekki síður spennandi. Það hefur vart farið fram hjá myndlistaráhugafólki að framlag Íslands til Feneyjatvíær- ingsins í fyrra, sýningin Lóan er komin eftir Steingrím Eyfjörð, er nú til sýnis í Hafnarhúsinu, en í henni koma fyrir nokkrar vanga- veltur um huldufólk. Efnt verður til umræðna um Tvíæringinn og gildi þátttöku Íslands í honum í kvöld kl. 20 í fjölnotasal Hafnar- hússins. Hanna Styrmisdóttir sýn- ingarstjóri og Steingrímur Eyfjörð verða þátttakendur í umræðunum, en umsjón með þeim hefur Ólöf K. Sigurðardóttir. Gestir úr sal eru eindregið hvattir til að leggja sitt til málanna, enda auðgar þátttaka sem flestra allar góðar umræður. Það er því nóg um að vera í Hafn- arhúsinu í kvöld og er vert að benda á að aðgangur að viðburðun- um er ókeypis og öllum opinn. -vþ Huldufólk við höfnina TERRY GUNNELL Tekur þátt í umræðum um hlutverk huldufólks í íslenskri menningu í Hafnarhúsinu í dag. Ekki missa af Ívanov „Sviðsetning Baltasars Kormáks á Ívanov er eitt besta verk hans frá upphafi. Hún er þaulhugsuð og samvinna þeirra Gretars Reynissonar hefur sjaldan borið glæstari ávöxt, og er þá ekki lítið sagt.“ Jón Viðar Jónsson, DV, 9. jan. „Það er líka sjaldgæft að verða vitni að jafn kraftmikilli sýningu og þessari, jafn miklum galsa, jafn fumlausum tökum á forminu, jafn afdráttarlausri túlkun, jafn tilgerðarlausri en jafnframt útpældri sviðsmynd...“ Þröstur Helgason Lesbók MBL, 29. des. Takmarkaður sýningafjöldi! Síðasta sýning 14. febrúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.