Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.01.2008, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 31.01.2008, Qupperneq 6
6 31. janúar 2008 FIMMTUDAGUR MENNTAMÁL Menntamálaráðherra hefur veitt skólameisturum Iðn- skólans í Reykjavík (IR) og Fjöl- brautaskólans í Ármúla (FÁ) áminningu fyrir að ýkja tölur um fjölda nemenda sem luku prófi frá skólunum. Þetta er í fyrsta skipti sem veittar eru áminningar vegna þess konar brota í starfi. Skólameisturunum var tilkynnt formlega um áminningarnar í síð- ustu viku. Á sama tíma var skóla- meisturum þriggja annarra skóla veitt tiltal vegna sömu saka. Það eru skólameistarar Fjölbrauta- skólans í Breiðholti, Flensborgar- skólans og Menntaskólans í Kópa- vogi. Allir skólameistararnir munu halda áfram störfum, segir Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. „Menntamálaráðuneytið er með þessu að sinna sínu eftirlitshlut- verki, og það mun færast í auk- ana. Við erum sammála um það að fara eftir þeim leikreglum sem við búum við til að úthluta fjár- munum úr ríkissjóði,“ segir Þor- gerður. Gísli Ragnarsson, skólameist- ari FÁ, segist ekki líta svo á að málinu sé lokið. Hann og Baldur Gíslason, skólameistari IR, hafi sent ráðuneytinu bréf vegna máls- ins, og þar til svar berist vilji hann ekki tjá sig frekar um málið. Bald- ur tók í sama streng þegar leitað var eftir afstöðu hans. Skólarnir fá greitt fyrir hverja einingu sem nemendur ljúka með prófi samkvæmt reiknilíkani. Skólameistarar hafa gagnrýnt að ekki sé greitt fyrir þann mikla fjölda nemenda sem skrá sig í áfanga en taka ekki próf. Skólameistarar annarra skóla hafa fylgst vel með þróun þessa máls, enda úthlutað úr einum potti til allra skólanna. Það þýðir að ýki skólameistarar einhverra skóla tölur fá þeir skólar meira fé, og aðrir skólar að sama skapi minna. Þorgerður Katrín vildi í gær ekki gefa upp hversu háar upp- hæðir skólarnir hefðu fengið umfram það sem þeir áttu rétt á. Það hlypi þó á milljónum. Spurð hvort skólarnir þyrftu að endur- greiða oftekið fé sagði hún það í skoðun hjá ráðuneytinu. „Við erum búin að fara vel í gegnum þetta, og í dag er sameig- inlegur skilningur um það hvern- ig eigi að reikna þetta,“ segir Þor- gerður Katrín. Það séu reglurnar sem skólameistarar eigi að halda sig við, umræður um breytingar á reiknilíkani verði að eiga á öðrum grundvelli. brjann@frettabladid.is Áminntir fyrir að oftelja nemendur Skólameistarar í tveimur framhaldsskólum hafa verið áminntir og þremur til viðbótar veitt tiltal fyrir að ýkja fjölda nemenda sem lokið hafi prófi. Fengu milljónum króna meira til skólastarfsins á kostnað annarra framhaldsskóla. GÍSLI RAGNARSSON BALDUR GÍSLASON IÐNNEMAR Menntamálaráðherra hefur veitt skólameisturum Iðnskólans í Reykjavík og Fjölbrautaskólans í Ármúla áminningu fyrir að ýkja tölur um fjölda nemenda sem luku prófi frá skólunum. MYNDIN ER ÚR SAFNI. DÝRMÆTAR SEKÚNDUR VINNUMARKAÐUR Rafiðnaðarmenn ætla að bíða með gerð kjarasamnings fram á haustið þegar fleiri samningar rafiðnaðar- manna losna. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að þetta hafi verið tilkynnt Samtökum atvinnulífsins. „Við bíðum eftir þeim og sláum því öllu saman á frest,“ segir hann. „Það er ekki haldinn samningafundur, okkur er ekki sýnd sú kurteisi að talað sé við okkur. Og við erum ekki þeir einu. Það er bara talað við eitt samband og það er Starfsgreinasambandið,“ segir Guðmund- ur. Engin stórtíðindi áttu sér stað á samn- ingafundi atvinnurekenda, Starfsgreina- sambandsins, SGS, og Flóabandalagsins í gær. Enn er rætt um samning til eins árs sem framlengist um tvö ár að ákveðnum kaupmáttar- og verðbólguforsendum uppfylltum og er verið að þreifa sig áfram með það hver viðmiðin verða. Næsti fundur verður á föstudaginn. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segist reikna með að strax eftir helgi verði keyrt þétt á samninga og menn láti reyna á það hvort náist saman eða ekki. „Mín skoðun er sú að það eigi að láta reyna á þetta, hvort leiðir skilji eða hvort gengið verði frá samningum,“ segir hann. „Samningarnir runnu út 1. janúar. Það er mín persónulega skoðun að það sé algjör grunnforsenda að samn- ingarnir verði látnir gilda frá því þeir runnu út.“ - ghs EKKI SÝND KURTEISI „Okkur er ekki sýnd sú kurteisi að tala við okkur,“ segir Guðmundur Gunnars- son, formaður Rafiðnaðar- sambandsins. Formaður Rafiðnaðarsambandsins segir aðeins rætt við Starfsgreinasambandið: Bíða með samninga til hausts Vilt þú að þingfundum verði útvarpað? Já 38% Nei 62% SPURNING DAGSINS Í DAG Borðar þú súrmat? Segðu skoðun þína á vísir.is KÓPASKER Tíu mánaða gamalt barn slapp vel þegar ung móðir þess velti jeppabifreið við Kópasker um klukkan sjö á þriðjudagskvöldið. Valt bifreiðin eina veltu í aflíðandi beygju stuttu áður en komið er að Kópaskeri. Kvartaði konan undan eymsl- um í baki og var hún því flutt með sjúkrabíl á sjúkrahús á Akureyri til aðhlynningar og nánari skoðunar. Ungbarnið var í bílstól og er hann talinn hafa varnað því að barnið hlyti skaða af. Bifreiðin, sem er af Pajero- gerð, er talin ónýt. - ovd Móðirin flutt á sjúkrahús: Ungbarn slapp vel í bílveltu KJÖRKASSINN Lögreglan handtók Annþór Karlsson vegna rannsóknar á fíkniefnasmygli: Handtaka og húsleit vegna hraðsendingarsmyglsins LÖGREGLUMÁL Lögreglan handtók í gær karlmann á fertugsaldri í tengslum við yfirstandandi rannsókn á stóru fíkniefnamáli. Þetta fékkst staðfest hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er sá handtekni Annþór Karlsson, búsettur í Vogum á Vatnsleysuströnd. Lögregla hóf þegar húsleit á heimili hans að lokinni handtöku í gær. Handtakan tengist rannsókn lögreglu á fíkni- efnasmyglsmáli sem kom upp um miðjan nóvem- ber síðastliðinn. Þá lagði Tollgæslan á Suðurnesj- um hald á tæp fimm kíló af amfetamíni og 600 grömm af kókaíni sem komu með hraðsendingu til landsins frá Þýskalandi. Fimm karlmenn voru handteknir nýlega vegna málsins, en tveimur þeirra sleppt að loknum yfirheyrslum. Hinir þrír sitja nú í gæsluvarðhaldi. Það rennur út yfir tveimur þeirra á morgun. Hinn þriðji, starfsmaður hraðflutningafyrirtæk- isins sem sendingin kom með, kærði gæsluvarð- haldsúrskurðinn til Hæstaréttar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum kærði á móti og setti fram kröfu um tveggja vikna gæsluvarðhald, eða til 8 febrúar. Hæstiréttur féllst á það. VOGAR Húsleit var gerð á heimili Annþórs Karlssonar í gær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.