Tíminn - 02.08.1981, Síða 10

Tíminn - 02.08.1981, Síða 10
10 Sunnudagur 2. ágúst 1981 lokið. Jack Henry Abbolí gerði dag nokkurn árás á þjón á veitingahúsi og stakk hann til bana — að þvi er virtist að tilefnis- lausu. Hafði morðingjaeðl- ið komið upp á yfirborðið þoldi hann ekki sviðsljósið sem hann stóð allt í einu i eftir að hafa eytt mestum hluta ævi sinnar bak við lás og slá? Það veit enginn ennþá því Jack Henry Abb- ott er á f lótta og náist hann aftur verður engin misk- unn hjá Magnúsi. Upphaf þessa furöulega máls er þaö þegar Norman Mailer, sá umdeildi rithöfundur i í^andarikj- unum, fékk áhuga á máli Gary Gilmores, fanga i Utah 1 Banda- rikjunum. Menn muna Væntan- lega eftir honum fyrir þaö aö hann haföi verið dæmdur til dauða fyrir tvöfalt morð og ólikt öörum föngum heimtaði hann að dómnum yröi fullnægt. Vakti mál hans gifurlega athygli á sinum tima og stóð þref um þaö lengi áö- ur en Gary Gilmore fékk óák sina uppfyllta og var tekinn af lifi. Norman Mailer fékk sem sagt á- huga á máli þessu og hóf aö skrifa um það bók — ekki sist um þátt fjölmiöla eftir áð ákvörðun Gil- mores um aö láta taka sig af iifi varð kunn. tJr gögnum sinum skrifaði Mailer bókina ,,The Exe- cutioner’s Song” eöa „Söngur böðulsins” og varö hún viðfræg og þótti besta bók Mailers um langt árabil. Það var á meöan Mailer vann að bók sinni að Jack Henry Abb- ott kom til sögunnar. 14 ár fyrir morð Jack Henry Abbott er nú 37 ára gamall. Hann er horaöur maöur með alvarlega andlitsdrætti og djúpstæð hvöss augu. Hann byrj- aði snemma á afbrotaferlinum og þegar hann var tólf ára var hann dæmdur i fangelsi I fyrsta sinn. Næstu tuttugu og fimm árunum eyddi hann næstum eingöngu bak við rimla. Það voru aöeins fimm og hálfur mánuður sem hann var frir og frjáls. Eftir aö honum hafði veriö sleppt I eitt skiptið framdi hann bankarán en þaö tókst ekki betur en svo aö hann náðist fljótlega og var aftur stungiö i steininn. Svo geröist það árið 1966 að hann stakk annan ■ Fyrir stuttu — aðeins örfáum vikum — var gefin út í Bandaríkjunum bókin „ In the Belly of the Beast" eftir Jack Henry Abbott. Bókin er safn bréfa sem höfundurinn skrifaði hin- um fræga rithöfundi Nor- man Mailer meðan hann sat í fangelsi— fyrir morð. Mailer hreifst svo mjög af ritsnilld og gáfum fangans að hann beitti sér fyrir því að bréfin væru gefin út i bók og að Jack Henry Abb- ott væri látinn laus til reynslu. í nokkrar vikur baðaði Jack Henry Abbott sig í frægðarljómanum/ honum var boðið i virðuleg samkvæmi og fínt fólk hópaðist utan um hann. Svo var þessu allt í einu ■ Jack Henry Abbott var dænidur i fangelsi fyrir m o r ð e n framtiðin virtist blasa við honum eft- ir að hann hafði skrifað um reynslu sina i fangelsi. Norman ÍVIail- er (t.h.) tók liann upp á arma sina en svo f ramdi Abbott annað morð... fanga til bana þegar báöir sátu inni. Þá kom hann enn á ný fyrir dómstóla og var dæmdur i fjórtán ára fangelsi. Meöan á réttarhald- inu stóö fleygði Abbott vatns- flösku að dómaranum og hélt þvi fram að hann væri geðveikur. Sálfræöingar komust að þeirri niðurstööu að það væri hann ekki, þvert á móti væri hann góðum gáfum prýddur. Hegðun Abbotts i fangelsinu var ekki betri en svo að hann sat inni allan þann tima sem hann hafði verið dæmdur i og gott bet- ur. Láta átti hann lausan i lok ágústmánaðar á þessu ári en að- eins til reynslu. „Ég hafði aldrei heyrt slíka rödd" En það var sem sagt meðan Abbott sat i fangelsinu sem hann fór að skrifa Norman Mailer bréf, i þeim tilgangi, aö þvi er hann sagöi, að Mailer fengi rétta hug- mynd af lifinu i fangelsi. Og Nor- man Mailer varð undir eins heill- aður af bréfunum. „Bréf hans voru tilfinningarik, beinskeytt, hreinskilin og frábær- lega vel stiluö...” sagöi Mailer. ,,Ég vissi strax að þessi maður var óvenjulegur. Abbott hafði sina eigin rödd. Ég hafði aldrei heyrt slika rödd áöur”. Mailer svaraði bréfum Abbotts og bréfaskriftirnar stóðu i mörg ár. Abbott fékk sifellt meiri áhuga á skriftunum og frá þeim leiddist hann út i heimspeki. Hann fór að panta sér bækur sem venjulega eru sjaldséðar I fangelsum, Heg- el, Russell og Whitehead, Carnap og Quine. Hrifnastur varö hann samt af heimspeki Karls Marx. Bréfin til Mailers lengdust og skyndilega stóö Mailer uppi með rúmlega lOOOsiöur af þéttskrifuð- um örkum. Mailer sendi sýnis- horn af bréfunum til bókmennta- fræðings sem kom þeim áfram til útgáfufyrirtækisins Random House. A Random House hrifust menn mjög af bréfunum og á- kveðiö var að gefa út hluta þeirra ásamt meö löngum formála eftir Norman Mailer. „Þú hefur rekið hnífinn i brjóst hans" Bókin var gefin út fyrir stuttu sem áður segir og flestir voru sammála um aö upp væri risinn nýr megin snillingur á sviði bandariskra bókmennta. Myndin sem Jack Abbott dró upp af fang- elsum i Bandarikjunum var engin skemmtilestur, þvert á móti lýsir hann aðbúnaði og sálarástandi fanganna á sérlega grimmilegan hátt en jafnframt svo magnaöan aö fáir sem lesa þessi bréf eru samir menn eftir. Heimspekileg- ar vangaveltur eru inn á milli miskunnarlausra lýsinga eins og þessarar hér: „Þið eruð einir i klefa hans. Þú hefurdregiöfram hníf (átta til tiu tommu blað, tvieggjaö). Þú held- ur honum þétt upp við fótlegginn til að hann sjái hann ekki. Óvinur- inn brosir og blaðrar eitthvað út i loftiö. Hann heldur að þú sért bjáninn hans: hann treystir þér. Þú sérð staðinn. Markið er milli annars og þriðja hnapps á skyrt- unni hans. Um leið og þú segir eitthvað rólega og brosir færirðu vinstri fót þinn til hliðar til að stiga yfir að hægri hlið hans. Þú skýtur hægri öxlinni að honum og veröldin snýst við: þú hefur rekið hnifinn upp að hjöltum i miðjan brjóstkassa hans.” „Þetta er eins og aö skera heitt smjör" Og siðar segir: „Þú hefur rekið hnifinn i hann nokkrum sinnum án þess að taka einu sinni eftir þvi. Þú fylgir hon- um eftir niður á gólf til að gera út af við hann. Þetta er eins og aö skera heitt smjör, ekki nokkur andstaöa. Þeir hvisla alltaf þvi sama: „Ekki....” Eftir að bæöi Random House og Norman Mailer höfðu mælt með þvi var Jack Henry Abbott látinn laus fyrir timann úr fangelsinu. Hann fluttist til New York og fékk sér herbergi á Hjálpræðishernum en þar hugðist hann búa þar til 25. ágúst en þá var hann opinberlega laus úr steininum. Honum var gert aö gefa sig fram sjö sinnum á dag viö lögregluna en að ööru leyti var hann algerlega frjáls ferða sinna. Og þaö kom i ljóst að það var margt sem beið hans. Bókmenntamenn flykktust utan um hann, hann fór i flott sam- kvæmi og það var tekið viðtal viö hann i hinum geysivinsælasta sjónvarpsþætti „Good Morning America”. Framtiðin virtist svo sannarlega blasa við honum. En svo kom heldur betur babb i bátinn. Það var á laugardags- morgni, 18. júli siðastliðinn, að hann kom i veitingahús nokkurt i fylgd tveggja fallegra og vel menntaðra kvenna. Klukkan var ekki nema hálf sex að morgni og bak við diskinn i veitingahúsinu Bini-Bon stóð maður að nafni Ri- chard Adan. Tilgangslaust morð Richard Adan var aðeins 22ja ára gamall og gerði sér vonir um aö verða með timanum leikari og leikritaskáld. A meðan hann beið eftir þvi að slá i gegn vann hann fyrir sér á þessu veitingahúsi sem tengdafaðir hans, Howard Henry, átti. Adan sóttist eftir þvi að vinna á nóttunni vegna þess að hann hafði áhuga á fólki og eftir miðnætti litu oft ýmsir furðufugl- ar inn fyrir dyr. Jack Henry Abb- ott var sá furöulegasti þeirra. Abbott þurfti að komast á toj- lettið og spurði Adan hvar það væri. Adan útskýrði fyrir honum að það væri aðeins fyrir starfs- fólkið en Abbott spurði hvort hann mætti ekki skreppa á það samt. Adan neitaði.þvi, sagði aö ef gest- ir veitingahússins færu á tojlettið myndi það verða fljótt að skitast út. Hvort þá brast eitthvað i Abb- ott er ekki vitað en hann bað Adan rólega að koma með sér út, þar myndu þeir ræöa málið frekar. Ungi maðurinn féllst á það og sem þeir gengu fyrir hornið blik- aði hnifur á lofti. Adan var stung- inn i brjóstið, næstum nákvæm- lega eins og Abbott hafði lýst þvi i bók sinni. Adan skjögraði i átt aö veit- ingahúsinu en Abbott hafði þá þegar hlaupið inn og skipað vin- konum sinum að koma með sér. MORÐINGINN SEM KOM INN ÚR KULDANUM og þoldi ekki hitann

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.