Tíminn - 02.08.1981, Síða 24

Tíminn - 02.08.1981, Síða 24
24 «Mf j* > % *>■ 3 .S iuj)BÍ)uuiiu6 Sunnudagur 2. ágúst 1981 af erlendum bókamarkadi 11*' UV » Ixrilvík t /nusic í 1 FOR nevvntiriybv TRLWAN OIX >11. Triiman Capote: M u s i c f o r Chameleons. Sphere 1981. Truman Capote kvað hafa veriðorðinn ansiblautur. Var að mestu hættur að skrifa, það var helst fjandmaður hans Norman Mailer sem sá um að halda uppi merki skáldsögu- legrar blaðamernsku — eða hvernigsem maðurá að nefna frásagnarmáta þeirra félaga. Loks gefur Capote svo út þessa bók nd i ár, kaflar úr henni hafa að visu birst áður i timaritum þar vestra. Þetta eru fjórtán smásmiðar — þar á meðal hreinskilið samtal við Marilyn Monroe (naumast að hún vefst fyrir þessum köll- um) og annað við svarta hreingerningakonu. Svo er glæpasaga, „1 köldu blóði” i smækkaðri mynd, um morð- mál i dæmigerðum amer- iskum smábæ, auðvitað sann- söguleg. Segir Capote. Breskir gagnrýnendur hafa þó dregið sannsögugildi bókarinnar i efa, séö i henni ýkjur og rang- færslur. Förlaðist Capote kannski minnið i allri drykkjunni. Satt að segja hef égaldrei haftgaman af svona rey fa ra kenndri blaða- mennsku i æöra veldi. En Tru- man Capote á sér sina aödá- endur. WSUlQ 'i tt'S?:iíSÍ of =d(ía 5S«n. arttí otoiiðn.íoí ömic: . í!» »f«w Vú«k Dff center banbara fjrizzuti harrison Barbara Grizzuti Harrison: off center. Plavboy 1981. Barbara Grizzuti leggur rækt við hið gamalgróna og nú æ fáséðara form essayunnar, og það með all góðum árangri. Greinar eftir hana hafa i ára- raðir birst i timaritum vestra sem sjaldnast berast hingað, þetta erafturá möti fyrsta rit- gerðasafnhennar.Hún skrifar um sjálfa sig af hreinskilni, fráskilda konu með tvö börn. Um kvennamál, fóstureyð- ingar.og jafnrétti. Um fjöl- miðla og fjölmiðlahetjur, Jane Fonda, Joan Didion, Dick Cavett, Billy Graham, etc. Og um ameriskan samtima með hæfilegum skammti af vand- lætingu og ki'mni. Ritgerðar- formiö útheimtir að menn séu stuttorðir, sjái málin i leiftrandi heildarsýn, rit- gerðin veröur að koma á ó- vart, þar mega ekki vera dauðir punktar. B.G. H. upp- fyllir flest þetta mæta vel— rrtgeröir hennar eru frisk- legar og skipta máli fyrir les- andann og breyttviðhorf hans. Ivan Morris: The Nobility of Failure. Penguin 1980. Það er erkitýpa i japanskri sögu — hetjan sem leggur allt f sölurnar, er frá upphafi fæddur með sáðkorn tor- timingari'brjóstisér, nærekki að framkvæma ætlunarverk sin og ferst að lokum ellegar fremur tilkomumikið sjálfs- morð. Ivan Morris, sem lést um aldur fram, 1976, var mikiil sérfræðingur um allt það sem japanskt er. Hann var prófessor i japönsku, skrifaði bækur um japanska sögu og bókmenntir, auk þess sem hann þýddi sígild japönsk bókmenntaverk. Undirt itill þessarar siðustu bókar Morris er „Tragic Heroes in the History of Japan”. Fyrsta tragiska hetjan af niu á að hafa verið uppi á 4. öld, sú siðasta á þeirri I9du . Þetta voru uppreisnarmenn, aöals- menn, hermenn, tilvist nokkurra þeirra er allsendis óljós. Bókin endar á kafla um slikan örlaga-hetjuskap á þessari öld, sjálfsmorðsflug- mennina — kamikaze. Erm- fremur er vikiö að rithöfund- inum Yukio Mishima sem liföi og dó f hetjuljóma fortiðar- innar. Japönsk saga og japanskur þjóðarandi er lokuð bók fyrir flestum, þessi bók lýkur þessu upp aö hluta. - » V * k* Jf 'Pt» »4 » v» i ■tí4tutmntd»fwgm Alistair Cooke: Lett- ers from America. Penguin 1981. Alistair Cooke er Englend- ingursem varstassióneraður i; Bandarikjunum allar götur frá 1937 sem sérstakur frétta- ritari enskra blaða og út- varpsins BBC. Fáir frétta- menn hafa likasti notið jafn mikillar alþýðuhylli og hann, enda maðurinn við alþýðu- skap. Við munum auðvitað öll eftir honum úr sjónvarpsþátt- unum skemmtilegu — „Alistair Cooke’s America”, um persónulega túlkun hans á bandariskri sögu og þjóðlifi. Eftir alvörumál seinna strið:- ins fann Alistair sig knúinn til að snúa sér að erjum hvers- dagsins — aö litla fólkinu, þá urðu til vikulegir útvarps- þættir hans „Letters From America”, sem gengu viö fá- dæma vinsældir i meira en þrjátiu ár. Hér er úrval af bréfunum i bókarformi frá ár- unum 1946-51, ameriskt mann lif og annað smálegt séð i vin- gjarnlegu og oft gamansömu ljósi útlendings sem bjó i hringiðu New York-borgar. ■ Bckurnar hér að ofan eru fengnar hjá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Streymt í byltingarátt Edward Crankshaw: The Shadow of the Winter Palace. Penguin 1978. í siðasta Helgar-Tima var sagt stuttlega frá annarri bók eftir þennan sama Crankshaw — „The Fall of the House of Habsburg”, um niðurlag Habsborgarveldisins i Austurriki-Ungó á 19du öld og algjört hrun þess á þeirri 20ustu. Dluga þótti bókin frábær lýsing á hnignandi heimsveldi. Hér er Crankshaw á ferðinni með annað hnignandi veldi, Rúss- land á tima siðustu fjögurra keisaranna. Þessi bók ku vera öllu nýlegri en Habsborgara- bókin, fyrst var hún útgefin 1976. Crankshaw hafði virk afskipti af Rússlandi i rúm þrjátiu ár, fyrst sem hernaðarfulltrúi við Breska sendiráðið i' Moskva og siðan sem blaðamaður og fræðingur. Enda hefur hann skrifað ókjör greina og bóka um sovésk samtimamál- efni — þar eru frægastar „Russia Without Stalin”, „Khrushchev’s Russia” og ævisaga Krúsjoffs. En þessi eróefað þeirra veiga- mest, uppfyllir þörf sem var á stuttri og læsilegri bók um mikla umbrotatima i sögu Rússlands og heimsins — aðdragandann að byltingunni og Ráðstjórnarrikj- unum. Undirtitill bókarinná’- er „The drift to revolution 1825— 1917”. Hún hefst viö valdatöku Nikulásar I. og i desemberupp- þotinu á fyrsta valdaári hans. Þar máttistrax kenna frækorn i rúss- neska bændasamfélaginu sem siðar urðu að mikilli andófshreyf- ingu. Allan valdaferil Nikulásar rikti spenna milli hans og þjóðar- innar, hvers helsti formælandi var útlaginnðAlexander Herzen. Eftirmaður Nikulásar var Alexander II., sem venja er að lita á sem vel meinandi umbóta sinna. A tima hans var bænda- ánauðinni m.%. aflétt og ýmsir vankantar sniðnir af rússnesku samfélagi. Ená valdatima hans fæddist lika Ulyanov — Lenin, terroristar urðu æ djarftækari, ivað eftir ajinað var setið fyrir ífi Alexanders.loks árið 1881 var hann ráðinn af dögum . Arfi hans. Alexander III, þótti siðan mjög afturhaldssam ur. ^vo er það Nikulás greyið annar, sem var svo óheppinn að þurfa að ri'kja á tima þegar var bara ti'maspursmál hvenær uppúr syði. Sem og gerðist 1905 og siðan svo um munaði 1917. En þrátt fyrir að Rússland hafi verið eins konar bakgarður heimsins á þessum tima var margt I deiglunni. Járnbrautir voru lagðar um allt rikið-þar á meðal Siberíujárnbrautin fræga, landið fór ekki varhluta af iðn- byltingunni sem var rekin á nokkurs konar lénsbasis. Og menningin—þarna blómstruðu rithöfundarnir sigildu Gogol, Dostojevski, Tolstoy. Og tón- skáldin — Mussorgsky, Borodin, Tsjækovski'. 1 stuttu máli skeið þrungið at-« burðum sem Crankshaw skrifarV um af sögulegu næmi og á litrikan hátt. Rússnesku byltinguna verður að skoða i sem vfðustu samhengi áður en menn fella um hana dóma til eða frá — bók Ed- wards Crankshaw er til sliks skilningsauka. eh. THE SHADOW OFTHE WINTEH PALACE SEM ÞYKJA MERKILEGAR • •• Bókasiða eins og þessi hlýtur óhjákvæmilega að miðast all- mjög við enskar og ameriskar bókmenntir þar sem bækur annarra tungumála eru fátiðar i bókabúðum hér. Nú skulum við kanna hvaða bækur þykja merki- legastar á Englandi þetta sumar... MIDNIGHT’S CHILDREN (Cape, pund 6.95) er eftir Salman Rushdie, Indverja sem skrifar um heimaland sitt, þaö þjóðfélag sem þar þrifst. Bókin þykir vera bæði spennandi og skemmtileg lesning, flókin, nákvæm og löng en ljósið sem hún bregður upp ó- missandi. OTHER PEOPLE (Cape, pund 5.95) er eftir Martin Amis, en hann er sonur Kingsley Amis sem hefur um margra ára skeið þótt meðal bestu skáldsagnahöfunda á Bretlandi, ekki sist vegna skorts á öðrum betri. Martin hefur þegar skrifað tvær bækur og báðar vakiö mikla athyglien eng- in eins og þriðja bók hans, Other People.. Þetta er dularfull bók og menn eru sist á eitt sáttir um hana, hvað hún eigi eiginlega að fyrirstilla. Stúlkan Mary kemur mjög við sögu en hver er hún? Er hún dáin, er hún á ferð um helviti Dantes, eða er hún bara utam garðsmaður isamfélaginu? Amis þykir vefa sögu sina meistara- lega vel og stillinn er sagður magnaður. CREATION (Heinemann, 8.95) ereftirþann viðfræga bandariska rithöfund, Gore Vidal, sem jafnan hefur haft lag á að láta ekki logn- mollu rikja umhverfis sig. Þetta er viðfeðm bók og segir frá þvi skeiði I sögu mannsins þegar hugur hans setti á sig sjömilna- skóna, um þaö bil 500 f.Kr. Sögu- maður er látinn vera sonarsonur spámannsins Zóróaster, sem stofnaði Zaraþústra-átrúnað, og við fylgjum honum um veröldina. Heródótos skýtur upp kollinum, Búdda sömuleiðis og Konfúsius Demókritus einnig. Er það mál manna að sjaldan hafiGore Vidal tekist jafnvel upp... LOITERING WITH INTENT (Bodley Head, pund 6.50) eftir Muriel Spark er sögð vera meðal bestu bóka þessa mikilsmetna rithöfundar. Sagan gerist á Eng- landi kringum árið 1950, and- rúmsloftið er grátt, fremur kuldalegt og þrúgandi. Aðalsögu- hetjan á bersýnilega ýmislegt sameiginlegt með Muriel Spark sjálfri og bókin þykir vera ansi góð analýsa á enskt þjófélag, þau öfl sem þar ráöi ferðinni, jafn- framt þvi að vera læsileg og vel samansett skáldsaga. THE SIRIAN EXPERIMENTS (Cape, pund 6.95) er þriðja bókin eftir Doris Lessing i flokki sem hún hefur kallað „Canopus in Argus”. Þessi mjög svo virti rit- höfundur teygir sig þar inn á svið visindaskáldsögunnar aö mörgu leytien aðalviðfangsefnið er samt sem áöur maðurinn sjálfur, sam- félagiö hans, eðli og tæpt er á mórölskum gildum, að þvi er manni skilst. Bók fyrir ólaf Jóns- son — og alla hina lika... TH E WHITE HOTEL (Gollancz pund 6.95) , sem er eftir D.M. Thomas,er handa áhugamönnum um fræði gamla Freuds. Bókin er sett upp sem „casehistory” eða i rauninni sjúkdómslýsingu manns sem leitar til sálfræðings. Það er flettofan af öllu og sagan endar hvergi annars staðar en við Babi Yar. Þessi bók hefur vakið nokkra athygli og þykir mjög eftirtektarverð enda þótt menn séu ekki sammala um hvemig til hefur tekist. IIOUSEKEEPING (Faber, pund 5.25) kemur frá Banda- rikjunum og er eftir Marylinne Robinson. Bókin hefur hlotið mikið lof, hún er sögð vera ó- venjuleg, undarleg og heillandi saga sem vekur margar spurningar, og er auk þess lista- vel skrifuð og samansett. Bókin gerist meðal kvenna sem stýra húshaldi við óvanalegar að- stæöur. Einn gagnrýnandi hefur látið út úr sér að bókin fjalli um leifar þær sem fortiðin skilur eftir sig. THE MEETING AT TELGTE (Secker and Warburg, pund 5.95) er eftir einn frægasta og besta skáldsagnahöfund Vestur-Þýska- lands.Gunter Grass, og hefur hún hlotið mjög misjafnar undir- tektir. Grass imyndar sér i bók- inni að skömmu eftir þrjátíu ára strið hefðu mestu andans menn og skáld i' Þýskalandi sest á rök- stóla til að ræða framtiðina i ljósi fortiðar, tungumálið og annað sem andans mönnum er hugleikið. Sumum hefur þótt þetta dálítið fáránleg sviðsetning hjá Grass en fundurinn á sér hreina og klára fyrirmynd i fundi sem haldinn var rétt eftir að siöari heimsstyrjöldinni lauk, einmitt af helstu andans mönnum Þjóðverja. Þetta er þvi dæmisaga i og með. Þrátt fyrir fremur slæma dóma sumra gagnrýnenda hefur bókin styrkt Grass mjög i sessi i heimalandi sinuogþóhún sé kynnt hér á ensku er ástæða til að hvetja alla þá sem mögulega geta að lesa hana heldur á frum- málinu, þýsku. Grass mun ekki njóta sin sérlega vel á engil-sax- nesku. Og að lokum skulum við kynna okkur þrjá „þrillera” sem vakið hafa sérstaka eftirtekt innan þeirrar bókmenntagreinar: GORKY PARK (Collins, pund 6.95) er eftir litt kunnan höfund, Martin Cruz Smith. Það er langt siðan réttur og sléttur „þriller” hefur hlotið jafnmikið lof enda fjokka margir bókina með alvar- legri bókmenntum en gerist og gengur með skemmtisögur. Hún gerist i Moskvu, þar komast menn á snoðir um undarlegt sam- særi sem teygiranga sina viða, og andlitslaus lik finnast á viða- vangi. Ef til vill er hér kominn höfundur sem brúað getur bilið milli bókmennta og reyfara, og ekki vanþörf á: þeir eru fáir sem það geta. MURDER HAS A PRETTY FACE (Macmillan, pund 5.95) eftir Jennie Melville ber sterkari einkenni reyfarans en er engu að siður býsna óvenjuleg. Glað- beittur hópur af lesbium kemur mjög við sögu en Sappó er þeirra fyrirmynd og þeim tekst að lokka lögregluforingja, sem er kona, til fylgilags við sig. Tekið er til við glæpi. Þetta ku vera skemmtileg bók frá að mestu ókunnum höfundi. Og lokserþað sá höfundur sem margir aðdáendur reyfara telja vera meistarann i þessari grein. Eric Ambler hefur skrifað nýja bók sem nafnið THE CARE OF TIME (Weidenfeld, 6.5Ö). Aðdá- endum Amblers ber ekki saman um hvort þessi bók skuli teljast meðal hinna bestu sem hann hefur skrifað en það má telja vist að þrátt fyrir allt fái menn nokkuð fyrir peningana sina— sem sé skemmtun og spennu. —ij stal og stældi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.