Tíminn - 02.08.1981, Qupperneq 25

Tíminn - 02.08.1981, Qupperneq 25
Sunnudagur 2. ágúst 1981 25 PHILIP ROTH THEGHOSTWRITER (anns ir’itiH al and v> i-a-.lhi 1 wutW.d IKRTMrt 'S ('OMII.AIS’T wphirv. Philip Roth: The Ghost Writer 1981 Penguin Philip Roth hefur löngum verið umdeildur rithöfundur. Árið 1969 kom út þekktasta bók hans, „Portnoy’s Com- plaint”, sem vakti gifurlega athygli en varð alræmd i viss- um kreðsum. 1 bökinni rekur Roth kynferðisraunir Gyð- ingadrengssem áihinu mesta basli með að slita sig lausan undan geysisterku, hefð- bundnu og þrúgandi móður- veldinu. Siðan þá hefur sér- hver bók Roths vakið mikið umtal og þar á meðal þessi sem kom fyrst Ut árið 1979. Hún segir frá rithöfundinum E.I.Lonoff, rússneskum Gyð- ingi sem býr i Ameriku. Nath- anZuckermann kemur iheim- sókn og það er ýmislegt i fari Lonoffs sem kemur honum á óvartog vekur hjá honum óró- leika. Þetta er mjög svo læsi- leg bók, skemmtileg og fyndin á köflum, auk þess sem hún er einhvern veginn öllu dýpri en sumar fyrri bóka Roths. Hún svfkur ekki aðdáendur hans og er tilvalin fyrir ókunnuga. Arnold Wesker: .Journey into Joumal- ism Writers ánd Readers Publishing Cooperat- ive 1977 Arnold Wesker er einn kunnasti leikritahöfundur Bretlands enda þótthann hafi falliö nokkuö i skuggann að ' : /.:; ' ■;. undanfórnu fyrir ungu strák- . unum. Meðal frægustu leikrita hans eru þau þrjú sem mynda . ■ „Trilógiuna” — „Chicken ■ Soup With Barley”, „Roots” og ,,1’m Talking About Jerusalem”. Arið 1972 hugðist Wesker skrifa leikrit um blaðamennsku og fékk af þvi tilefni leyfitil að koma sér fyr- ir á skrifstofum Sunday Times og fylgjast með þvi sem þar fór fram. Honum ofbauð og hann skrifaði þessa bók sem ekki var gefin út fyrr en löngu seinna. 1 bókinni kemur fram geysihörð gagnrýni á þá blaðamennsku sem stunduðer á blöðum og öðrum fjölmiðl- um og eftir að hafa lesið hana þakkar maður sinum sæla fyr- ir að Wesker skyldi þó velja Sunday Times en ekki The Sun eða álika blöð. Og þó — gagn- rýnin verður enn markvissari þvi það er eitt virtasta blað á Vesturlöndum sem Wesker hakkar þarna i sig. HnghThomas The Spanish CHilWar Peter Underwood (og fleiri): The Vampire’s Bed- side Companion Coronet Books / Hodder and Stoughton Kjörin bók fyrir áhuga- menn um blóðsugur og gæsa- húð. Peter Underwood, sem kveðst vera forseti Drauga- klúbbsins og meðlimur „The Savage Club”, hefur hér safn- að saman nokkrum góðum sögum um blóðsugur og fórn- arlömb þeirra, hann rekur sögu vampirunnar og orsakir blóðþorstans, og stendur á þvi fastar en fótunum að allt sé sattsem hann segi frá. Það er lika erfitt að trúa ekki ýmsu þvi sem hann segir i bókinni. Jafnframttdcur hann svo með fjórar nýlegar sögur eftiraðra ogskulum við vonaað þærséu ekkert annað en skáldskapur! Dásamleg bók — en hrollvekj- andi. Hún sýnir, svo varla verður um villst, að þrátt fyrir allan nútima og tækni og allt það lifir enn i manninum það eðli sem fær hann til að span- góla að tunglinu og sjúga blóð úr fögrum konum. Liklega er það vitneskja sem flestir geta verið án en fyrst hún er hvort sem er til staðar, þá. Hugh Thomas: TheSpanish Civil War Penguin 1979 Borgarastrfðið á Spáni 1936—39 var eins konar for- máli að siðari heimsstyrjöld- inni, þar reyndu þýsku nasist- arnir vopn sin og verjur og flest stórveldanna komu á einn eða annan hátt við sögu. Það sem kannski mikilvægara er að þarna tókust á hugsjón- ir: fasisminn sem Francó I broddi fylkingar annars vegar og sósialistar, anarkistar og lýðræðissinnar hins vegar. Sjaldan eða aldrei hefur strið höfðað jafnmikiðtil hugsjóna- eldsins i fólki og fjöldi ungra manna um allan heim yfirgaf heimili sin til að berjast á Spáni. Þessi bók eftir Hugh Thomas hefur lengi þótt „standard” verk um þetta sögulega strið og þeim sessi heldur hún íendurskoðaðri út- gáfu. Maður les hana ekki á einni nóttu en þarna er samankominn gifurlegur fróð- leikur um Spán, spænsk stjómmál, styrjöldina og það sem þar lá að baki. Omiss- andi. ■ Bækurnar hér að ofan eru fengnar hjá Búka- verslun Máls og menningar. SUNDLAUG TJALDSTÆÐ/ við grunnskólann v/N orður/an ds veg Ferðafólk < Ferðafó/k Matvörudeild: Crval ferskra, frosinna og niðursoðinna matvæla, öl, hrein- lætisvörur, búsáhöld, o.fl.' Ath: opið á laugardögum frá 9 til 12.20 og 13.20 til 18. Byggingarvörudeild: Viðlegubúnaður, verkfæri ferðabúnaður, veiðarfæri, raf- magnsvörur, reiðtygi, garðáhöld, plötur, snældur, málning- arvörur frá Sjöfn o.fl. Vef naðarvörudeild: Fatnaður, skótau, filmur, snyrtivörur, bækur, blöð, leikföng, ritföng, efni, gjafavörur o.fl. o.fl. {*'i ^ 111 . <3> ■ ■ ' i-; ESSOskálinn við Norðurlandsveg: Hverskonar veitingar og skyndiréttir, mjólkurvörur, kjötvör- ur, álegg, hreinlætisvörur, bökunarvörur, ferskir ávextir, brauð, pakkavörur, niðursuðuvörur, sælgæti, blöð, Emmess is — KtJLUíS — leikföng, snældur, útvarpstæki, o.fl. o.fl. ESSO bensin, oliur og bilavörur BÍLALEIGA - ÞVOTTAPLAN Söluumboð og afgreiðsla fyrir Arnarflug Áætlanaf lug — leiguflug Simi 95-4298 Vélsmiðja Húnvetninga v/Norðurlandsveg '<f , ; : Viðgerðir, varahlutasala, nýsmiði, stiliingar, fullkomin . SDE SMURSTÖÐ og réttingarverkstæði. ■ ■: wmmm B/önc/uósi JT m\

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.