Tíminn - 02.08.1981, Page 27

Tíminn - 02.08.1981, Page 27
- ■ Kamarorgbæli „Þjóðin er öll I pilluátínu” Kamarorghestar teknir tali Skikkja fjallkonunnar eða islenski fáninn. fjörð að spila. Af hverju Reyðar- fjörð?” ,,Bubbi Morthens segir að það sé Mekka rokksins á Austurlandi. Við treystum þvi.” ,.Hver semur atriðin ykkar Lisu og Stjána Péturs?” ,,Við gerum það i sameiningu.” ,,Nú heyri ög sagt að þú Lisa, sért lærð leikkona. ÞU hefur ekki notfært þér það?” „Það eina sem kom út Ur þvi var að ég gat troðiö sminkinu á hljómsveitina. En ekki fyrr en eftir mikla baráttu.” ,.En búningar?” ,,beir eru valdir i sameiningu. Það hefur alltaf verið stefnan að vera i búningum. Hver og einn ræður þvi sjálfur hvaða búning hann notar. Slatti af þeim fötum sem við notum fengum við i Kofood skólanum, en það er hjálparstofnun fyrir drykkju- sjúklinga.” ,.En lögin. Hver semur?” ,,Það ernú oftast þannig að ein- hverkemurmeö rammaog siðan er unnið i kringum hann.” ,,En textar?” „Stjáni Pétur gerir þa flesta. Siðan skiptist það nokkuðjafnt á milli okkar hinna. Magnea Matthiasdóttir á einn texta. Þaö er „Pusher-söngurinn ”, sem gengurundirnafninu „Mebbinn”, sem allir Islendingar þekkja. Mjög vinsælt afslöppunarefni hér á landi. Þessi þjóð er öll i pilluát- inu. Maður fer ekki svo á skemmtistað án þess aö einhver komi til þin og spyr hvort þú sért til í að skipta á glasinu og ein- hverri pillunni og þá er ég ekki að tala um p-pilluna. Ég hef aldrei séö annað eins pilluát á nokkurri þjóð. Við mælum með þvi að það verði flutt inn tiu tonn af hassi og dælt iliðið. Dreifa þviá hvertein- asta krummaskuð á landinu og losna þannig viö þennan pilluvið- bjóö.” Platan „Kamarorghestar” eru að gefa út sina fyrstu plötu um þessar mundir. Hún er væntanleg á markaðinn um miöjan ágúst. Þetta er þema plata. HUn fjallar í stuttu máli um það hvernig dagur i KamarorgbæU gengur fyrir sig og heitir „Bisar i banastuöi”. Með haustinu er hljómsveitin jafnvel að hugsa um að taka upp aðra plötu. Hún á að vera sex laga og með enskum textum. Enskum textum? Það var einmitt það sem ég sagði lika. Svarið var að hún væri ætluð fyrir Þýskalands- markað. „Það selst vi'st allt svo vel i Þýskalandi”. Þar höfum við það. Er einhver að gera eitt- hvað? „Þið eigið öll heima í Kaup- mannahöfn, er það ekki?” „Jú, við búum öll i miðbænum, en ekki öll saman.” „Hvernig stóðá því að þið fóruð til Danmerkur upphaflega?” Við þessa spurningu kom svip- ur á flesta hljómsveitarmeðlim- ina. Böggi var fyrstur til að svara. „Þannig var, að ég var á fyllerii. Ég ætlaði að fara til Fá- skrúðsfjarðar á skirdag, en fór til Kaupmannahafnar á föstudaginn langa. Siðan hefur ekki runnið af mér.” Stjáni Stjarna ætlaði bara að vera i viku. Tobbi var á leiðinni á oliuborpall. Lisa bara flutti. Oli var búinn að gleyma þvi af hverju hann fór. „Er einhver ykkar i námi eða að gera eitthvað?” „Ég er H>pgjafa skrifstofu- stúlka. Ég er fyrrverandi strætó- bilstjóri. Égerlagermaður.Tveir eru húsverðir. betta voru svörin sem ég fékk. Sá eini sem gat gefið aðra ástæðu fyrir dvöl sinni i Danmörku, en flippið „Kamar- orghersta” var Gulli, sem kvaðst vera i liffræði. „Var” gall þá i hljómsveitinni. Aumingja Gulli. Einangrun i Vestre fangelsi I framhaldi af þessum umræð- um um vinnu og nám var umræða um „sosialinn” i Danmörku eðli- leg. t ljós kom að öll höfðu þau á einum tima eða öörum notið að- stoðar danskra skattborgara við að draga fram lifið. Reyndar gerðu þau mikinn mun á þvi að vera á atvinnuleysisbótum og „Sosialnum”en sá greinarmunur fór fyrir ofan garð og neðan hjá mér, enda ekki vanur að fikra mig i' gegnum þann frumskóg sem danski „sosiallinn” er. Eina ályktun má þó draga af öllu þessu,en hún ersú, að það er bók- staflega bannað með lögum að vera blankur i Danmörku og að þú getur farið i fangelsi fyrir að vera á sosial. Þannig var það einn dag að út- lendingaeftirlitinu þótti Böggi hafa verið of lengi á sosialnum og komust að þeirri niðurstöðu að heppilegast væri að senda strák aftur heim til tslands. Og þar sem Böggi sefur si'nu værasta þá ryðjast inn á hann tveir frakkaklæddir menn og skipa honum að fara í fötin þvi nú eigi að senda hann heim. Hann er drifinn fram úr rúminu og skipað að undirrita útvisunarbeiðni. Þá rak Böggi augun i klausu i smáa- letrinu þess efnis að hann gæti kært þetta til ráðuneytisins. Hann segir þeim að hann ætli að kæra þetta og við það verða þeir mjög sponskir á svip og segja að þá verði hann settur inn á meðan veriö er aö athuga mál hans. Hann er fluttur i einangrun i Vestre fangelsi og enginn fær að tala við hann i tvo daga. A meðan höfðu hinir hljómsveitarmeölim- irnir útvegað lögfræðing i málið og Böggi komst út úr fangelsinu rétt nógu snemma til að spila á balli um kvöldið. Þetta ævintýri Bögga varð reyndar að dæmisögu >' htlu korni i einu dagblaðanna hér i bæ. Og talandi um korn þá vildi hljómsveitin endilega koma leiðréttingu á framfæri varöandi fréttaflutning á tslendingahátið- inni i Kaupmannahöfn sautjánda júni' s.l. Sagt var frá þvi að á tónleikunum hefði ís- lenski fáninn verið vanhelgaður með þvi að einn hljómsveitar- meðiimanna átti að hafa hent honum i gólfið og traðkað á hon- um. betta kváðu þau vera hel- bera lýgi og það næsta sem komst þviað vera vanhelgun var hegðun ákveðins iþróttafréttamanns á umræddri hátið sem stakk mjög i stúf við það góða andrúmsloft sem ri'kti þar. Eífift i Köpen „Hvernig gengur I Kristjaniu núna?” „Things are going down in the state of Kristjania. Aktivistarnir eru ekki eins aktivir og þeir voru og það ber meira á ruslliðinu og „pusherunum” sem selja stuð. Það er ógeðslegt lið. Annars er lögreglan að undirbúa að loka Kristjaniu, það er alveg öruggt. Þeir efla vörð og eftirlit með hverjum degi. Þeir eru meir að segja farnir að mæta dulbúnir á svæöið. Síðast núna um daginn sá ég þegar þrir pönkarar handtóku einn „pusher”. Imyndaðu þér, þrirskitugir pönkerar. Skiltið var það eina sem gaf til kynna að þetta væri lögreglan. Kristjania er núna ein aðal turistatraktsjón- in. Rúnturinn er Tivoli, Dýra- garðurinn og Kristjania.” „Hvernig gengur að fjármagna fyrirtækið?’ ’ „Ekki nógu vel. Allur ágóði fer i rekstur hljómsveitarinnar. Við höfum tvisvar fengið útborgað. Fyrir einu ári siðan fengum við 100kr.og igær fengum við200kr. 100% launahækkun á einu ári.” „Hvers saknið þið mest frá Danmörku?” „Bjórsins! Viö skiljum ekki af hverjuvið megumdrekka 45% en ekki 3-4%. Þetta eru fáránlegar reglur hér. Hugsaðu þér bara krakka sem eru að byrja að drekka, hvað sterku vinin fara illa með þau. Þegar maður drekkur bjór þá skapast allt annað andrúmsloft. Það verður ekki eins groddaralegt og hér heima. Eitt dæmi. Sautjánda júni' var metsala á bjór þar sem við spiluðum. Samt voru engin læti, ekkertbrotið og engin slags- mál. Um leið og þú kemur inn á skemmtistað hér heima áttu allt eins von á þvi' að næsti m aður taki upp á þvi' að brjóta glös, siðan rúður og það endar venjulega á þvi að einhver annað hvort sá fulli, eða dyravörðurinn, er brot- inn. Þessi þjóð er svo aggresiv vegna þess að þaö er verið að banna henni þetta oghitt og alltaf verið að loka á mann hurðum. Það verða öll dýr árásargjörn þegar þau finna aö það er þjarm- að að þeim. Þetta er einföld at- ferlisfræði. Það er lika svona með þennan skemmtanaskatt. Hann er bein- linis settur til höfuðs ungum hljómsveitum. Af hverju geta hljómsveitir ekki tekið hús á leigu og spilaö upp á innganginn? Af hverju er Tjarnarbúö lokuð? Af hveriu eru allir þessir staðir lok- aðir? Ef fólk vill fá að dansa verður það að borga 50% fyrir það, en ef það situr borgar það aðeins 10%, þó svo að það taki meira pláss þegar þaö situr heldur en þegar paö stendur”. Yfirlýsing „bað á að setja þaö i skdla- skylduna aö ungir krakkar fari utan og standi á sinum eigin fót- um. bað verður viðsýnna og þroskast. bá fyrst væri eitthvert vit i þessari þjóö, þvi henni hefur stöðugt farið aftur siöan menn hættu að lita á það sem hluta af uppeldinu aö fara utan.” —MG.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.