Fréttablaðið - 02.03.2008, Page 80

Fréttablaðið - 02.03.2008, Page 80
24 2. mars 2008 SUNNUDAGUR sport@fretta- F í t o n / S Í A Gjafabréf frá Expressferðum –slær í gegn hjá fermingarbarninu! Fótbolta- ferðir Golfferðir Formúluferðir Tónleikaferðir ...og margt, margt fleira! Kíktu á úrvalið á expressferdir.is og hafðu svo samband í síma 5 900 100 Auglýsingasími – Mest lesið HANDBOLTI Stjarnan sigraði Fylki 25-20 í bráðskemmtilegum úrslita- leik Eimskipsbikars kvenna í Laugardalshöll í gær en Íslands- meistarar Stjörnunnar skoruðu fjögur síðustu mörk leiksins. Það var góð stemning í Laugar- dalshöll og rafmagnað andrúms- loft og leikmenn liðanna þurftu aðeins að ná áttum fyrstu mínút- urnar. Stjarnan varð fyrir áfalli strax á 3. mínútu þegar Arna Gunnarsdóttir meiddist og þurfti að fara út af en leikmenn liðanna seldu sig dýrt og það var virkilega hart tekist á, enda mikið í húfi. Leikurinn var ekki mjög hraður framan af og hvorugt liðið að keyra hraðaupphlaup en Stjörnu- liðið virtist þó vera komið með ágætis tök á leiknum þegar líða tók á fyrri hálfleik. Þegar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 7-10 fyrir Stjörnuna og þar var Alina Petrache í miklu stuði og var þá komin með sjö mörk. Munurinn hélst á liðunum á síðustu tíu mínútunum, staðan var 9-12 í hálfleik og Stjörnunni gekk illa að hrista baráttuglatt lið Fylkis af sér. Fylkisstúlkur komu tvíefldar til síðari hálfleiks og náðu að snúa leiknum sér í vil með frábærri spilamennsku. Á rétt rúmum tíu mínútum náði Fylkir að skora sex mörk á móti einu marki Stjörn- unnar og staðan því skyndilega orðin 15-13 fyrir Fylki. Munaði þar mest um frábæra tilburði Sunnu Maríu Einarsdóttir í sókn- inni og hinnar gamalreyndu Jel- enu Jovanovic sem varði eins og berserkur í markinu. Þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum var staðan jöfn 19-19 og spennan í hámarki. Í stöðunni 20-21 þegar þjár mínútur voru eftir skoraði Stjarnan svo fjögur síðustu mörk leiksins og lokatölur því 20-25. Hetja dagsins hjá Stjörnunni var klárlega Alina Petrache og hún var himinlifandi í leikslok. „Ég er mjög ánægð með sigur- inn og við gáfumst aldrei upp. Ég gat varla sofið kvöldið fyrir leik- inn þar sem ég hlakkaði svo til að spila og þó svo að ég hafi verið alveg búin á því og mjög þreytt hélt ég áfram og það er frábær til- finning að vinna svona leik,“ sagði Alina kát í leikslok. Guðríður Guðjónsdóttir, þjálf- ari Fylkis, var afar stolt af sínu liði í leikslok þrátt fyrir tapið. „Ég er náttúrlega mjög hreykin af stelpunum mínum og þær sýndu svo sannarlega úr hverju þær eru gerðar,“ sagði Guðríður í leikslok og markvörðurinn Jelena Jovan- ovic tók í sama streng. „Það er sannarlega heiður fyrir mig og hina tvo eldri leikmenn liðsins að fá að spila með þessum efnilegu stelpum og framtíðin er björt hjá Fylki,“ sagði Jelena. omar@frettabladid.is Petrache hetja Stjörnunnar Stjarnan sigraði Fylki 25-20 í úrslitaleik Eimskipsbikars kvenna í gær þar sem stórskyttan Alina Petrache skoraði fjórtán mörk fyrir Stjörnuna. Leikurinn var mun jafnari en lokatölurnar gefa til kynna og Fylkisliðið kom virkilega á óvart. SIGURHRINGURINN Á efri myndinni eru það Stjörnustúlkurnar Rakel Dögg Braga- dóttir og Elísabet Gunnarsdóttir sem fara fremstar í flokki með sigurlaunin. Á neðri myndinni er það skyttan Alina Petrache sem skoraði grimmt í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL > Logi og Einar eldheitir í Þýskalandi Landsliðsmaðurinn litríki Logi Geirsson fór á kostum með Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Lemgo landaði þá 28-33 útisigri gegn Einari Erni Jónssyni og félögum í Minden, staðan var 13-17, en Logi gerði sér lítið fyrir og skoraði ellefu mörk og þar af voru tvö mörk úr víti. Einar Örn átti einnig frábæran leik fyrir Minden og skoraði átta mörk. Lemgo er í sjöunda sæti deildarinnar með 28 stig, sæti á eftir Íslendingaliðinu Gummersbach sem er með 31 stig, en Minden er sem stendur í næst- neðsta sæti deildarinnar með 11 stig. Kiel er á toppnum með 40 stig. FÓTBOLTI Manchester United og Chelsea unnu góða útisigra og söxuðu á forskot Arsenal sem náði aðeins jafntefli. Það leit allt út fyrir að Aston Villa næði óvænt- um sigri á Emirates- leikvanginum í gær. Philippe Senderos, varnarmaður Arsen- al, varð fyrir því óláni að skora sjálfs- mark í fyrri hálfleik og jöfnunarmark Arsenal kom ekki fyrr en í uppbótartíma þegar varamaðurinn Nick- las Bendtner skoraði af stuttu færi og bjargaði einu stigi, sem þýðir að Arsenal er enn í topp- sæti deildarinnar. Englandsmeistarar Man. Utd gerðu góða ferð á Craven Cottage og sigr- uðu Fulham auðveldlega 0-3. Owen Hargreaves kom United yfir með marki úr aukaspyrnu á 15. mínútu og Ji- Sung Park bætti við öðru marki fyrir United í lok fyrri hálfleiks. Simon Davies innsigldi sigur United með sjálfsmarki þegar tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka og þar við sat og United er nú aðeins stigi á eftir Arsenal í deildinni. Chelsea hélt sér á floti í titil- kapphlaupinu með því að rass- skella nágranna sína í West Ham 0-4 á Upton Park-leikvanginum. Segja má að leikurinn hafi verið afgreiddur á fimm mínútna kafla í fyrri hálfleik þegar gestirnir skoruðu þrjú mörk. - óþ Manchester United minnkaði forskot Arsenal í eitt stig í toppbaráttunni í gær: Bendtner bjargaði Arsenal BJARGVÆTTUR Nicklas Bendtner jafnaði fyrir Arsenal í blálokin. NORDIC PHOTOS/GETTY Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með sigur stúlknanna sinna í gær. „Þetta var bara hörkuleikur sem hafði allt upp á að bjóða, góða umgjörð, stemningu áhorfenda, spennu og baráttu og sem betur fer enduðum við með gullið,“ sagði Aðalsteinn og kvað taktíska breytingu á lokakafla leiksins hafa skipt sköpum. „Við tókum leikhlé og fórum yfir málin og ákváðum að breyta vörninni úr 5-1 niður í 6-0 vörn. Við vorum búin að lenda í vandræðum með hve Fylkisstúlkurnar náðu að halda boltanum lengi og með þessari varnartilfærslu fengum við aðeins meiri hraða í leikinn á síðustu sjö til átta mínútunum og það vann okkur í vil,“ sagði Aðalsteinn og Rakel Dögg Bragadóttir, fyrirliði Stjörnunnar, tók undir með honum. „Þegar við breyttum vörninni náðum við að þvinga þær til þess að taka skot úr erfiðari stöðum. Við vissum að Florentina Stanciu myndi taka þau skot en við kláruðum leikinn ekkert fyrr en á lokamínútunum,“ sagði Rakel Dögg en notaði tækifærið til þess að hrósa hinu unga og efnilega liði Fylkis. „Fylkisstúlkur stóðu sig virkilega vel og þær eiga hrós skilið fyrir frammistöðu sína í leiknum. Leikur- inn var nákvæmlega eins og bikarúrslitaleikir eiga að vera með spennuna og baráttuna og ég er bara mjög ánægð með að við náðum að klára leikinn,“ sagði Rakel, sem kvað Stjörnuliðið nú geta farið að einbeita sér að toppbaráttunni í N1-deildinni. „Við tökum núna bara einn leik fyrir í einu og það er í raun allt saman eins og bikarúrslitaleikir sem eftir eru í deildinni. Við þurfum að klára hvern leik til að halda pressunni á Framstúlkur, sem hafa staðið sig frábærlega í vetur. Þær vita samt að við erum rétt á eftir þeim og þær mega ekki misstíga sig,“ sagði Rakel Dögg að lokum. AÐALSTEINN EYJÓLFSSON OG RAKEL DÖGG BRAGADÓTTIR: URÐU BIKARMEISTARAR MEÐ STJÖRNUNNI Í GÆR Nákvæmlega eins og úrslitaleikir eiga að vera

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.