Fréttablaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 17
SUNNUDAGUR 9. mars 2008 fjarri að svo sé. Menn eru bara að reyna að sinna starfi sínu af sam- viskusemi og taka tillit til alls þess sem máli skiptir samkvæmt lögum.“ Lítið traust á dómskerfinu Traust á íslensku dómskerfi hefur mælst lítið í könnunum Capacent að undanförnu. Í nýjustu könnun- inni báru 39 prósent landsmanna traust til dómskerfisins sem er með allra lægsta móti í saman- burði við opinberar stofnanir og opinber embætti. Lögreglan mældist með 80 prósenta traust, heilbrigðiskerfið með 68 prósent og umboðsmaður Alþingis með 62 prósent svo dæmi séu tekin. Í könnunum Capacent hefur traust landsmanna á dómskerfinu mælst undir fimmtíu prósentum frá því árið 2002 og fór meðal annars niður í 29 prósent í febrúar í fyrra. Hvernig er hægt að fá fleiri Íslend- inga til þessa að treysta dóms- kerfinu? „Það á að vera sjálfsagður hlutur að fólk þekki til þeirra sem með dómsvaldið fara og viti eitthvað um grundvallarhugmyndir þeirra um starfið sem þeir eru að sinna. Til dæmis ef spurt er; hafa dómarar vald til þess að setja lagareglur? Vilja menn ekki vita hvort dómari við æðsta dómstól þjóðarinnar telur sig hafa vald til þess setja lagareglur, eða hvort valdið sé tak- markað við að finna reglur sem þegar eru til staðar, eins og ég tel? Ég lít svo á að það ætti að vera grundvallaratriði í upplýstu þjóð- félagi að fólk þekki meginsjónar- mið þeirra sem fara með dómsvald. Eins og þjóðfélag okkar er í dag þá getur traust og virðing ekki byggst á fjarlægð og þekkingarleysi á störfum dómstóla. Fyrst og fremst hlýtur traustið að þurfa að byggj- ast á þekkingu á því starfi sem unnið er og þá líka því að fólk fái að kynnast grunnviðhorfum dómara til starfs síns. Það má vera að ein- hvern tíma hafi fjarlægð og ókunnugleiki skapað virðingu en það er ekki þannig lengur. Við höfum séð að traust almenn- ings til dómstóla landsins mælist lágt. Það er kannski vegna þess að það er mikið skrifað í fjölmiðlum um dómaraverkin án þess að jafn- framt birtist hlutlausar skýringar á forsendum þeirra. Þá vilja umræðurnar verða svolítið ein- hliða. Stundum áttar fólk sig ekki á því hvers vegna tiltekinn brota- maður fær ekki þyngri refsingu en raun ber vitni og fjölmiðlar eru oft fljótir til að taka undir slík sjónar- mið. Það koma síðan engin andsvör eða skýringar. Þetta er til þess fall- ið að grafa undan traustinu. Ég held að það sé almennt talað gott fyrir samfélagið að fólk viti hver viðhorf dómara eru. Víða erlendis er ekki sama þögn frá dómurum eins og er hér hefur verið. Dómar- ar í Danmörku tjá sig til dæmis mun meira um dómarastörfin held- ur en hér. Þá er það vel þekkt í Bandaríkjunum að þar koma dóm- arar í Hæstarétti einatt fram á fundum og í málstofum, þar sem þeir eru jafnvel að takast á inn- byrðis í rökræðum um eitthvert tiltekið álitamál í lögfræði. Salur- inn er oft fullur af fólki, blaða- mönnum og öðrum. Þetta gerir gagn og ég held að það sé betra fyrir dómstólana að fólk fái að sjá dómarana og kynnast viðhorfum þeirra. Þetta séu ekki bara nafn- lausir menn inni í lokuðu dómhús- inu sem enginn þekkir.“ Dómarar eru æviskipaðir. Finnið þið fyrir því að ykkur sé veitt nægilegt aðhald í starfi? „Í lagadeildum háskólanna er fjallað um verk dómaranna. Það er vitaskuld gert með öðrum hætti en í fjölmiðlum. Það er eðlilegt og nauðsynlegt að verkin séu gagn- rýnd og þau skoðuð gaumgæfilega. Dómarar eru æviskipaðir, þeir verða ekki settir af. Eina aðhaldið sem fólkið í landinu getur veitt þeim sem með dómsvaldið fara er að fjalla um verk þeirra. Það er eðlilegt að það sé gert. Sumir hafa sagt það há akademískri umræðu um lögfræði hér á landi að pró- fessorar við háskóla eru varadóm- arar í Hæstarétti. Þeir eru þá oft kallaðir inn, þegar reglulegir dóm- arar verða vanhæfir til meðferðar máli. Það hefur verið sagt að þetta geti dregið úr hvatanum til að gagn- rýna störf dómara þar sem próf- essorar eiga þar þýðingarmiklu hlutverki að gegna. Ég held að það sé nokkuð til í þessu.“ Hvað er það erfiðasta við dómara- starfið? „Það er að hlusta. Ég hef nú alla tíð verið svolítill prédikari í mér og því á ég auðvelt með að tala sjálfur. Það halda margir að það sé auð- veldara að hlusta en að tala í dóm- sal. Það er misskilningur. Það krefst mikils aga að hlusta af ein- beitingu á málflutning og mér finnst það mun erfiðara en að flytja mál sjálfur. Stundum er um að ræða þriggja klukkutíma sam- felldan málflutning um flókin álita- mál. Það er auðvitað krefjandi en getur verið bæði gefandi og skemmtilegt ef málflutningur er góður.“ Skipanir á dómurum hafa verið umdeildar undanfarin ár og finnst mörgum sem að breyta þurfi verk- lagi við skipanir. Hvað finnst þér? „Samkvæmt lögum á Hæsti- réttur að gefa umsögn um umsækj- endur um dómarastarf við réttinn. Ég hef í ræðu og riti gagnrýnt þetta. Mér finnst það ekki geta gengið að Hæstiréttur sjálfur velji nýja menn inn í dómarahópinn. Dómarar hafa oft skoðun á því hverja þeir vilja fá og er ekkert óeðlilegt við það. En þeir eiga þá ekki að vera umsagnaraðili um dómaraefni. Það getur til dæmis verið að tiltekinn umsækjandi eigi ekki upp á pallborð dómaranna af einhverjum allt öðrum ástæðum en þeim sem varða hæfni hans. Þá getur það gerst og hefur gerst að slíkur umsækjandi fái verri umsögn en aðrir fyrir vikið. Ég tel að það eigi ekki að leggja þetta á dóminn. Til dæmis tel ég mig ekki hafa notið sannmælis hjá dóm- stólnum í umsögn um mig þegar ég sótti um á árinu 2004. Það hefur samt ekki haft nein áhrif á sam- starf mitt við aðra dómara síðan ég hóf hér störf. Það hefur gengið vel.“ ■ Fæddur 27. september 1947 í Reykjavík. ■ Foreldar Gunnlaugur Ólafsson leigubílstjóri og Ingibjörg Margrét Jóns- dóttir bókavörður. ■ Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1967 með 1. einkunn, 7,83. Embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands 1973 með 1. einkunn, 13,32 af fimmtán mögulegum. ■ Starfaði sem þingfréttaritari á Morgunblaðinu 1973 til 1974. Fram- kvæmdastjóri listahátíðar í Reykjavík 1974. Fulltrúi á lögmannsstofu 1974 til 1977. Sjálfstætt starfandi málflutningsmaður frá 1977 til 2004, þegar hann var skipaður hæstaréttardómari. Prófessor við Háskólann í Reykjavík frá 2002 til 2004. ■ Sat í stjórn Heimdalls, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, 1968 til 1969. Í stjórn ungra sjálfstæðismanna 1969 til 1971. Full- trúi stúdenta í háskólaráði Háskóla Íslands 1970 til 1972. Formaður Orators 1971 til 1972. Í stjórn Lögfræðingafélags Íslands 1974 til 1979. Í stjórn Lögmannafélags Íslands 1981 til 1986, formaður 1983 til 1986 og í kjaranefnd félagsins 1979 til 1980. Formaður yfirkjörstjórnar við alþingiskosningar í Reykjavík 1995 til 2000. Í yfirkjörstjórn við borgar- stjórnarkosningarnar í Reykjavík 1994 (formaður) og 1998. ■ Formaður starfshóps sem fjallaði um hvernig bæri að bregðast við dómi Hæstaréttar 19. desember 2000 í öryrkjamálinu svokallaða. UM JÓN STEINAR GUNNLAUGSSON VIÐURKENNING FRÁ ÞEIM SEM ÞEKKJA LEIKINN Glitnir þótti skara fram úr í markaðsmálum árið 2007 í könnun sem Capacent gerði meðal markaðsstjóra 400 stærstu auglýsenda landsins*. Þetta er annað árið í röð sem markaðsstarfsemi Glitnis nýtur þessarar viðurkenningar meðal fagfólks. Glitnir þakkar þeim hrósið. Glitnir skarar fram úr í markaðsmálum að mati markaðsfólks *Síma- og netkönnun gerð 4.–26. febrúar 2008 af Capacent í samvinnu við ÍMARK og SÍA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.