Fréttablaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 22
LEYNIVOPNIÐ 4 matur Flest borðum við yfir okkur af súkkulaðieggjum yfir páskana og höfum gert frá því við munum eftir okkur. Sú hefð að borða egg og skreyta með eggjum á páskum er þó ekki svo ýkja löng hér á landi en á sér lengri sögu í Evrópu. Í Evrópu á miðöldum þurftu leiguliðar að gjalda landeigendum skatt. Um páskaleytið voru hænurnar nýbyrjaðar að verpa eftir veturinn. Því var skatturinn í formi eggja fyrir páska en aðra tíma ársins í formi einhverra annarra afurða frá búunum. Landeigendurnir gáfu svo fimmtung af eggjaskattinum til bág- staddra og er sá siður að gefa börnum páskaegg dreginn af þeirri hefð. Seinna var svo farið að blása úr eggjunum og mála þau og skreyta til gjafa og á barokktímanum gaf yfirstéttarfólk hvert öðru skreytt egg, oft með litlu spakmæli eða ljóði á miða inni í egginu. Páskaegg náðu ekki til Íslands fyrr en í kringum 1920. Ástæðan er sennilega sú að hér voru fáar hænur og engin hefð fyrir eggjaskatti í landinu en ekki fór mikið fyrir hænsnarækt fyrr en um 1930. Fróðleiksmolar fengnir af vísindavef háskóla Íslands. - rat Maðurinn hefur frá örófi alda tínt egg villtra fugla sér til matar. Hænur voru fyrst tamdar á Indlandi fyrir þúsundum ára og hafa hænuegg upp frá því verið langalgengustu eggin sem menn leggja sér til munns. Þau eru yfirleitt ófrjóvguð en þó er hægt að borða frjóvguð egg sem hafa verið geymd í kæli því kælingin kemur í veg fyrir að úr verði ungi. Hænuegg eru mjög prót- ínrík og auk þess full af víta- mínum og steinefnum. Flest næringar- efnin er að finna í rauðunni. Þar er einnig talsverð fita og kólesteról. Í 100 grömmum af eggjum eru tíu grömm fita. Egg eru mikið notuð í bakstur og aðra matargerð en einnig borðuð ein og sér. Þau eru und- irstaða í fjölbreyttri matar- gerð heimshorna á milli. Egg geymast í allt upp undir mánuð í kæli en eru best tiltölulega fersk. Aldur eggja má ráða af því hvort rauðan helst í miðri hvítunni þegar þau eru brotin. Geri hún það er eggið ferskt. Eggjarauður geymast í um sólarhring í kæli og hvít- urnar í hálfan. Það hefur engin áhrif á bragð eða næringargildi eggja hvort þau séu brún eða hvít. Þá má kanna hvort egg sé harð- eða linsoðið, án þess að fjarlægja skurn- ina, með því að láta það snúast á sléttum fleti. Harðsoðið egg snýst í marga hringi en linsoðið stöðvast fljótt. Stífþeyttar eggjahvítur eru til dæmis notaðar í marens en það vefst fyrir mörgum að fá rétta áferð sem er vissu- lega ákveðin kúnst. Þess ber fyrst að gæta að ekki sé vottur af fitu eða eggja- rauðu í skálinni því þá þeytast þær ekki. Ef sykri er bætt út í er best að gera það þegar hvíturnar eru byrjaðar að freyða. Ekki má þeyta þær of lengi því þá er hætta á að þær hjaðni. Sé stífþeyttu hvítunum bætt út í annað deig er best að setja fyrst nokkrar matskeiðar út í deigið en þá er auðveldara að blanda afganginum út í án þess að hvíturnar hjaðni mikið. HRÁEFNIÐ: Egg Undirstaða í fjölbreyttri matargerð og bakstri 1 Egg 2 3 1. Hænur voru fyrst tamdar á Indlandi fyrir þús- undum ára og hafa hænuegg síðan verið algeng- ustsu eggin sem menn leggja sér til munns. 2. Andarungi nýsloppinn úr eggi. 3. Það hefur engin áhrif á bragð eggja hvort þau eru brún en hvít. En skemmtilegust eru þau auð- vitað marglit. FÁAR HÆNUR Á ÍSLANDI Birna Hjaltadóttir, uppeldis- og meðferðarfulltrúi hjá Reykjavíkurborg, á sér skemmtilegt leynivopn í eld- húsinu. Leynivopnið er kafli í uppskriftabók eftir syst- ur Birnu sem gefur henni góð ráð til að leiðrétta mistök sem verða í eldhúsinu. „Í kaflanum eru skrifuð niður ráð ef maður hefur til dæmis ofsaltað mat eða ef matur- inn er of sætur, eða eitthvað brennur við eða önnur mis- tök sem við koma matargerð. Þessi kafli er mjög hent- ugur fyrir mig því ég er mjög slæm í því að fara eftir uppskriftum. Ég fer alltaf mínar eigin leiðir í matar- gerð og því getur komið sér vel að eiga svona kafla þegar maturinn bragðast ekki eins og hann á að gera. Útkoman úr matargerð minni hefur oft verið ansi áhugaverð,“ lýsir Birna sem getur alltaf leiðrétt mis- tökin með hjálp bókarinnar góðu. Kaflinn í bókinni inniheldur einnig gömul húsráð fyrir eldhúsið til dæmis hvernig gott er að geyma ýmsa matvöru en það getur komið sér vel. „Eitt skipti þegar ég var að elda lasagna þá brann hakkið við og ég fletti upp í bókinni og bætti við chilli og þá hvarf allt brunabragðið,“ segir Birna. Aðspurð hvort hún ætli að fara huga betur að því að fara eftir uppskriftum svarar hún. „Nei ég hef ekki trú á því, enda er þessi bók allt sem ég þarf. Maður lærir vissulega af mistökunum en það er líka hægt að bæta mistökin án þess að henda réttinum sem er eldaður.“ Mistökin leiðrétt Bókin góða sem inniheldur allt til sem getur leiðrétt mistök í eld- húsinu. K o k te il li n n JAPÖNSK ÁSTRÍÐA 2 cl Smirnoff Orange ● 1 cl Sake ● 2 cl Yuzu safi (Yuzu, japanskur sítrusávöxtur) ● 6 cl ananassafi ● Fyllt upp með Moet & Mhandon kampavíni Kokteilglas kælt með klaka. Vodki, sake, yuzu-safinn og ananas safi sett í hristara og blandað. Drykkurinn settur í glasið ásamt muldum ís og fyllt upp með kampavíni. Skreytt með ananas, myntu & lime.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.