Fréttablaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 26
Páskaegg GLAÐNINGUR FYRIR ÖLL SKILNINGARVIT Ellen Marie Fodstad hlakkar til að njóta páskanna í heimalandi sínu Noregi. Að þessu sinni fyllti hún sígilt litskrúðugt norskt egg með íslensku sælgæti. Norðmenn fara nánast allir til fjalla og á skíði um páska. Mjög marg- ir í Noregi eiga fjallakofa sem hafa verið í ættinni lengi og þar láta frændur okkar fara vel um sig yfir hátíðirnar. Síðan er farið á gönguskíði alla daga og er efnt til skíðakeppni í fjöl- skyldunni. Þá bregðum við okkur meira að segja í bún- inga eða tínum til eitthvað sniðugt úr bústaðnum. Ég man eftir páskum þar sem pabbi var í einhverju fiskineti og ég hef skíðað með gúmmíhanska á hausnum,“ segir Ellen Marie Fodstad, verkefnastjóri í Nor- ræna húsinu. Þessi hátíð er mikilvæg fyrir Norðmenn að sögn Ellenar, sem er búsett hérlendis. Páskar séu helsta hátíð fjölskyldunnar og og eru notaðir til útivist í hennar heimalandi. „Þótt flestir fari til fjalla eru líka sumir sem vilja vera í borg- inni eða bænum og njóta rólegheitanna. Fara á tónleika og sækja menningarviðburði,“ segir Ellen sem nefnir einnig glæpsamlegan sið sem sé órjúfanlegur hluti norskra páska. „Páskakrimminn er ómissandi. Bæði í sjón- varpi og síðan lesum við alltaf reyfara um páskana. Allar lestir og flugvélar eru troðfull- ar af fólki með glæpareyfara í hönd og eins bústaðirnir,“ segir Ellen. Hápunktur hátíð- arinnar er eins og á Íslandi eggið. „Eggið er úr pappa, troðfullt af sælgæti, helst súkkulaði og marsipan. Krakkarnir leita að því eins og á Íslandi, en í minni fjölskyldu er það á laugar- dag fyrir páska,“ segir Ellen sem heldur heim til Noregs um þessa páska. Sænsku páskarnir eru að mörgu leyti líkir þeim norsku en þar klæða krakkar sig eins og litlar nornir og hlaupa um með kústa og betla sælgæti. Í Finnlandi er hefð fyrir ákveðnu páska- brauði sem er einskonar sætt rúgbrauð og í Danmörku borgar sig að vera með athyglina í lagi þegar páska ber að garði. „Danir senda leynileg bréf með þrautum fyrir páska. Þeir sem geta ráðið gátuna fá páskaegg að launum. Þeir sem ekki geta ráðið gátuna þurfa hins vegar að gefa sendanda páskaegg,“ útskýrir Ellen sem segir hin Norðurlöndin öll vera með pappírsegg í stað hins íslenska súkkulaðieggs. Einnig er siður á Norðurlöndunum að mála á venjuleg hænuegg fyrir páska sem síðan eru hengd í trjágreinar ásamt litskrúðugum fjöðrum. Leitin að egginu samnorræn hefð Páskarnir í Skandinavíu hafa allir sín sérkenni. Sameiginlega eiga löndin þar þó eggjaleitina. Þá þeysast börnin um bæði úti og inni og finna loksins fjársjóðinn. 8 matur Síðastliðin þrjú ár hefur súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson, hjá Mosfellsbakaríi, boðið upp á dýrleg páskaegg. Þau eru fagurlega skreytt í ýmsum útfærslum og hráefnið er dýrindis súkkulaði-villibaunir frá Bólivíu. Súkkulaðimeist- arinn hefur ekki undan við að steypa eggin sem urðu fimm hundruð talsins í fyrra. Í ár býst hann við að þau verði enn fleiri. Hér býður Hafliði upp á góða og einfalda páskamola. Trufflur, sem er hægt er að setja í nammiskálina, inn í heimatilbúið páska- egg eða á koddann hjá elskunni að morgni. Hafliði galdraði fram fimm hundruð egg í fyrra. Hann hefur ekki undan og býst við að gera enn fleiri í ár. Dýrlegir molar fyrir páskana COINTREAU -TRUFFLA 200 g smjör (mjúkt) 500 g hvítt súkkulaði Súkkulaðispænir Cointreau líkjör u.þ.b. 50 g (eða eftir smekk) Mýkið smjörið í hrærivél og bræðið súkkulaðið í örbylgju eða yfir vatnsbaði. Látið það ekki hitna of mikið. Hellið súkkulaðinu varlega saman við smjörið og gætið þess að skafa niður í köntunum svo ekki myndist kekkir. Þegar blandan er orðin jöfn setjið þið líkjörinn út í og hrærið blönduna þar til hún er orðin hæfilega þykk. Setjið í sprautupoka með sléttri tjullu og sprautið á bökunarplötu með smjörpappír. Leyfið molunum að stífna í ca 1 -2 klst. Dýfið því næst í hvítt súkku- laði og veltið upp úr súkkulaðispæni. Þessa uppskrift er auðvelt að leika sér með og gera önnur tilbrigði. Til dæmis með að skipta um súkkulaði og líkjör eða sleppa honum. Til dæmis má nota 250 g dökkt súkkulaði og 300 g rjómasúkkulaði. Svo má velta molunum upp úr mismun- andi muldum hnetum. Tildæmis ristuðum heslihnetum. Muldum ristuðum möndl- um, pistasíum eða ristuðum kókos. Þegar heilar möndlur og heslihnetur eru ristaðar er best að rista þær á lágum hita, 10°c, þar til þær eru fallega gylltar og ekki hráar í miðju þegar þær eru muldar. SÚKKULAÐI-TRUFFLA 500 g dökkt súkkulaði 250 g rjómi 500 g dökkt súkkulaði til að hjúpa Hitið súkkulaðið varlega upp í örbylgju- ofni án þess að fara yfir 30°C. Hitið rjómann aðeins upp að 30°c og blandið svo saman við súkkulaðið. Notið töfrasprotann til að vinna innihaldið vel saman. Sprautið í litlar kúlur og kælið. Dýfið því næst í súkkulaði og veltið svo upp úr góðu kakói. PÁSKA-TRUFFLUR FYRIR ELSKUNA Súkkulaðið leikur í höndum Hafliða. Súkkulaði-Búdda sem gætir páskaeggjanna í Mosfellsbakarí við Háaleitisbraut. Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson hjá Mosfellsbakaríi gerir listilega falleg egg úr dýrindis súkkulaði-villibaunum. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /G VA FR ÉT TA BL A Ð IÐ /S TE FÁ N E
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.