Fréttablaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 9. mars 2008 — 68. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG da gar til paska i 141 ALLA SUNNUDAGA SÍÐUR 16 Opið 10–18 DÓMSMÁL „Gamla hugmyndin er sú að þögn og fjarlægð skapi traust og virðingu. Ég held að þetta sé mis- skilningur,“ segir Jón Steinar Gunn- laugsson hæstaréttardómari í ítar- legu viðtali við Fréttablaðið í dag. Hann telur dómara mega tjá sig meira um dómarastörfin á opin- berum vettvangi til þess að fólk skilji betur störf þeirra. „Stundum áttar fólk sig ekki á því hvers vegna tiltekinn brotamaður fær ekki þyngri refsingu en raun ber vitni og fjölmiðlar eru oft fljótir til að taka undir slík sjónarmið. Það koma síðan engin andsvör eða skýringar. Þetta er til þess fallið að grafa undan traustinu,“ segir Jón Steinar. Traust almennings á dómskerfinu mældist 39 prósent í nýlegri könnun Capacent. Frá því árið 2002 hefur traustið á dómskerfinu mælst undir 50 prósentum og fór lægst í 29 pró- sent í febrúar í fyrra. „Ég lít svo á að það ætti að vera grundvallar- atriði í upplýstu þjóðfélagi að fólk þekki meginsjónarmið þeirra sem fara með dómsvald. Eins og þjóðfélag okkar er í dag þá getur traust og virðing ekki byggst á fjar- lægð og þekkingarleysi á störfum dómstóla.“ - mh /sjá síðu 16 Jón Steinar Gunnlaugsson segir fjarlægð ekki skapa virðingu fyrir dómstólum: Þögnin grefur undan trausti MARGRÉT GUÐRÚNARDÓTTIR SYNGUR BLÚS MEÐ PABBA Stuðmannabörnin stíga fram í sviðsljósið FYLGIR Í DAG FISKELDI Þorskafurðir hafa hækkað mikið í verði á helstu mörkuðum í Evrópu vegna minna framboðs í kjölfar minnkandi veiði í N- Atlantshafi. Þorskeldis- menn telja mikil tækifæri liggja í sveltum mörkuðum en ýmsar hættur geta einnig leynst í því að lítið framboð er af þorski. Tvær hvítfisktegundir eru taldar líklegar til að geta tekið yfir þorskmarkaði, aukist ekki framboð. Annars vegar vatnasteinbítur frá Víetnam, en 400 þúsund tonn af honum seljast í Evrópu á hverju ári, og hins vegar beitarfiskur, sem kallaður er „kjúklingur hafsins“ vegna vinsælda á meðal neytenda um allan heim. - shá / sjá síðu 14 Markaðir fyrir þorsk í hættu: Nýjar tegundir njóta vinsælda LANDSVIRKJUN Hagnaður af rekstri Lands- virkjunar árið 2007 var einum og hálfum millj- arði hærri en ríkið greiddi fyrir 45 prósenta hlut Reykjavíkurborgar í fyrirtækinu í nóvem- ber árið 2006. Ríkið greiddi Reykjavíkurborg rúmlega 27 milljarða króna en salan var harð- lega gagnrýnd af minnihluta borgarstjórnar. Heildarverðmæti Landsvirkjunar við söl- una í byrjun nóvember 2006 var metið á tæp- lega 61 milljarð. Akureyrarbær átti fimm prósenta hlut í Landsvirkjun, Reykjavíkur- borg 45 prósent og ríkið helmingshlut. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar- innar, segir að illa hafi verið haldið á hags- munum borgarbúa í viðræðum við ríkið um söluna á fyrirtækinu á sínum tíma. Á það hafi verið ítrekað bent að verðmatið á Landsvirkjun væri allt of lágt. Það hafi raunar borgarfulltrúar allra flokka verið sammála um stuttu áður en Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þáverandi borgar- stjóri, undirritaði sölusamninginn, án samþykkis borgarráðs. „Þetta er staðfesting á því að greitt var smánarverð fyrir hlutinn í Landsvirkjun á sínum tíma. Þessar tölur tala sínu máli. Þetta er vægast sagt alvarlegt mál.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálf- stæðisflokksins, segir verðið hafa verið ákveðið eftir ítarlega úttekt og fjölmargar forsendur hafi legið fyrir verðmatinu. Hann telur ekki að Reykjavíkurborg hafi fengið of lágt verð fyrir hlut sinn í fyrirtækinu. „Þetta var niðurstaða hlutlausra aðila sem valdir voru sameiginlega af ríki og borg. Við fengum reyndar hærra verð en þeir lögðu til.“ Vilhjálmur telur ómögulegt að meta hvort söluverðið hafi verið of lágt út frá afkomutölum eins árs. „Þetta getur sveiflast á milli ára og fróðlegt að vita hver hagnaðurinn verður á þessu ári miðað við þær breytingar sem eru að eiga sér stað í þjóðfélaginu. Það verður líka á horfa á skuldir fyrirtækisins sem eru töluverðar.“ Hagnaður af rekstri samstæðu Landsvirkjunar nam 28,5 milljörðum króna á síðasta ári saman- borið við ellefu milljarða árið 2006 og er að lang- mestu leyti vegna gengishagnaðar. - shá Landsvirkjun græddi meira en borgin fékk fyrir hlutinn Hagnaður Landsvirkjunar árið 2007 er hærri en kaupverð ríkisins á tæplega helmingshlut Reykjavíkur- borgar í fyrirtækinu. Dagur B. Eggertsson segir nú staðfest að um „smánarverð“ hafi verið að ræða. 14 9. mars 2008 SUNNUDAGUR Þorskeldi getur bjargað mörkuðum Íslendingar veiða aðeins 130 þúsund tonn af þorski á þessu fiskveiðiári. Dýrmætir markaðir geta tapast ef útflutningur á þorsk afurðum eykst ekki. Aðrar hvítfisktegundir fylla skarð þorsksins á mörkuðum. Norðmenn ætla að ná markaðsráðandi stöðu með þorskeldi upp á hundruð þúsunda tonna. Kína, Chile og Víetnam taka risaskref í fiskeldi og selja afurðir sínar að hluta á mörkuðum í Evrópu. Íslenskir eldismenn og sjávarútvegsráðherra telja að þorskeldi á Íslandi verði að auka strax ef Íslendingar ætla ekki að missa af lestinni. FJÓRÐA GREIN AF FIMM Á morgun: Þorskeldi með augum sjávarút- vegsráðherra Noregs og Íslands FRÉTTASKÝRING SVAVAR HÁVARÐSSON svavar@frettabladid.is Santiago CHILE Heimsviðskipti með sjávarafurðir og eldisfisk námu alls 71,5 milljörðum Bandaríkjadala árið 2006. Hefur veltan aldrei verið meiri og aukningin frá árinu 2000 er 23 prósent. Gríðarlegur vöxtur hefur verið í fiskeldi í heiminum hin síðari ár og er áætlað að 60 milljónir tonna af eldisfiski og sjávardýrum úr eldi séu nú framleidd árlega. Á árinu 1990 stóð fiskeldið fyrir níu prósentum af þeim afurðum sem fóru til manneldis en nú er hlutfallið komið upp í 43 prósent. Heildarmagn af sjávarafurðum og afurðum úr eldi í fyrra er talið hafa numið um 150 milljónum tonna. Þetta svarar til þess að um þriðjungur alls sjávarfangs og fiskmetis komi frá fiskeldi. Flestir helstu nytjastofnar heims eru fullnýttir eða ofveiddir og því ljóst að veiði mun ekki aukast meira en komið er. Fólksfjöldi í heiminum hefur á síðustu árum aukist hraðar en framboð á fiski og hefur meðal- fiskneysla í heiminum því heldur minnkað á heimsvísu. FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, spáir því að eftirspurn eftir matfiski muni aukast um 20-30 milljónir tonna á næstu 10 árum og telur einnig að sú neysla muni að öllu óbreyttu koma úr fiskeldi svo og betri nýtingu á þeim sjávarafla sem nú er veiddur. Árið 2030 verði eldisfiskur meirihlutinn af fiskneyslu jarðarbúa. Fiskeldi í heiminum Villtir fiskstofnar Frakkland Danmörk Spánn Belgía Bretland Holland Önnur ríki Markaðir fyrir íslenskan ferskan þorsk: 85% 7% 5% 3% 31% 18%15% 11% 8% 6% 11% Markaðir fyrir norskan eldisþorsk: KANADA Nýfundnaland St. John´s Markmið Kanadamanna í þorskeldi er að ná 33 þúsund tonna framleiðslu á árinu 2013 og framleiðslu á 9,5 milljónum seiða árlega. Horft er til Bandaríkjamarkaðar þar sem meiri kaupgeta er en annars staðar í heim- inum. Neysla þorsks þar er um 150 þúsund tonn á ári og fer minnkandi. Beitarfiskur hefur tekið yfir hluta markaðarins þess vegna. Engin þjóð getur afgreitt eldisfisk hraðar inn á markaðinn og tryggt þannig gæði. Bandaríkin Sex milljónir tonna af sjávarfangi eru seldar í USA á ári. 27% fleiri borða fisk en fyrir fimm árum 59% borða fisk 1-2 í viku 74% líta á fisk sem heilsufæði Fréttaskýring: Þorskurinn er næsta eldisævintýri 4. hluti Kína Ef spár ganga eftir munu Kínverjar framleiða um 70 milljónir tonna af eldisfiski árið 2030. Fiskneysla í heiminum óx um 21 prósent á tímabilinu 1992-2002, eða úr 13,1 kg á ári á hvern íbúa árið 1992 í 16,2 kg á árið 2002. Þessi aukning kemur nánast öll frá Kína. Ef Kína er undanskilið þá stendur fiskneysla í heiminum í stað þessi ár og er að meðaltali 13,2 kg/ári árið 2002. 325 tegundir fiska eru aldar í heiminum. Yfir milljón tonna er framleidd af 14 tegundum. Innan við 1.000 tonn eru framleidd af helmingi þessara tegunda. Víetnam Vatnasteinbítur er eldisfiskur sem aðallega berst inn á evr- ópska markaðinn frá Víetnam. Víetnam er talinn stærsti innflytjandinn á hvítfiski á Evr- ópumarkaðinn með um 600 þúsund tonn á ári. Framboð af þorskflökum frá öllum þjóðum á sama markaði er um 400 þúsund tonn. 350 300 250 200 150 100 50 0 2003 2004 2005 2006 2007 Útflutningur frá Víetnam til Evrópu x 10 00 t on n Vatnasteinbítur Brasilía Mikil uppbygging á sér stað í fiskeldi í Brasilíu og þar í landi veðja stjórn- völd á að beitarfiskurinn geti orðið þeirra helsta útflutningsafurð á sviði sjávarútvegs. Bretland Í Bretlandi eru þrjár seiðaeldis- stöðvar sem framleiða seiði fyrir matfiskaeldi. Framleiðslan var um tvær millj- ónir seiða árið 2005. Stærsta fyrirtækið, Johnsons Seafarms á Hjaltlandseyjum, sem hefur verið leiðandi í matfiskaeldi á þorski, er nú í miklum erfiðleikum sem hefur áhrif á áætlanir Breta. Í Bretlandi öllu voru uppi áætlanir um að framleiðslan yrði innan 20 ára komin upp í 30 þúsund tonn. Noregur Ísland 1 9 8 6 1 9 8 7 1 9 8 8 1 9 8 9 1 9 9 0 1 9 9 1 1 9 9 2 1 9 9 3 1 9 9 4 1 9 9 5 1 9 9 6 1 9 9 7 1 9 9 8 1 9 9 9 2 0 0 0 2 0 0 1 2 0 0 2 2 0 0 3 2 0 0 4 2 0 0 5 2 0 0 6 * 2 0 0 7 * * Estimat * Estimate Noregur Rússland ESB Ísland N-Ameríka Aðrir x 1000 tonn Þorskafli i N-Atlantshafi 1986 - 2007 2000 1600 1200 800 400 0 Beitarfiskur Beitarfiskur gæti í framtíðinni reynst skeinuhættur keppi- nautur eldisfisks á Evrópumarkaðnum og víðar. Nú er farið að tala um beitarfiskinn sem ,,kjúkling hafsins”. Beitarfiskur er sú fisktegund sem mest er framleidd af í fiskeldi í heiminum í dag. Mest er framleitt í Kína og Egyptalandi. Beitarfiskur borðar gras en ekki aðra fiska. Á meðan það þarf fjögur kíló af uppsjávarfiskum til þess að framleiða hvert kíló af eldislaxi þá þarf átta kíló af grasi til þess að framleiða hvert kíló af beitarfiski. Fiskurinn er hlýsjávarfiskur og hann vex mjög hratt við rétt skilyrði. Hann þolir vel súrefnissnautt vatn. Það opnar möguleikana fyrir gríðarlegt eldi við skilyrði sem ekki væri hægt að bjóða nokkurri annarri fisktegund í eldi. Til marks um aðlögunarhæfni beitarfisksins má nefna að hann hefur verið sendur út í geiminn og þreifst þar vel þrátt fyrir þröngan kost. G R A FÍK / JÓ N A S U N N AR SSO N Chile Í Chile sé verið að athuga með möguleika eldis á Atlantshafs- þorski en þar eru taldar hinar ákjósanlegustu aðstæður fyrir þorskeldi í sjókvíum. Eftir mikinn vöxt í laxeldi í Chile stóðu framleiðendur þar í landi fyrir 38 prósentum af heimsframboðinu af eldislaxi og eldissilungi árið 2006. Aðeins Norðmenn stóðu þeim þá framar. Heildarframleiðsla af Atlantshafslaxi í Chile er rúmlega 400 þúsund tonn. Í Chile standa eldislax og -silungur fyrir 25 prósent- um af útflutningsverðmætum allra matvæla. (H EIM ILD : FISH STAT PLU S, FA O ) Heimsafli og heildar- framleiðsla úr fiskeldi í milljónum tonna á tímabilinu 1950-2005 160 140 120 100 80 60 40 20 0 Fiskeldi Veiðar 1950 1960 1970 1980 1990 2000 VÍÐA HÆGVIÐRI Í dag verða norðaustan 5-10 m/s á Vestfjörðum, annars hæg breytileg átt. Skýjað með köflum suðaustan til, annars fremur skýjað og víða él á stangli. Hiti nálægt frostmarki. VEÐUR 4 -1 -1 1 10 FRAMTÍÐARFLUGMAÐUR Jóhannes Sveinn og Kristján Hróar fylgdust spenntir með sýningu þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar í gær á skrúfudeginum sem er árlegur opinn dagur í Fjöltækniskólanum. Þá gefst almenningi kostur á að kynna sér nám og starf- semi skólans og skoða húsa- og tækjakost hans. Tvær þyrlur gæslunnar, TF-Líf og „Steinríkur“, tóku þátt í sýningunni en Kristjáni Hróari þótti þyrlurnar stórar og heyrast hátt í þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÓREIÐA Í VENESÚELA Baldur Þórhallsson vandar Hugo Chavez ekki kveðjurnar. VIÐTAL 20 Matur [ SÉRBLAÐ FRÉTTABL AÐSINS UM MAT ] Mars 2008 Páskar Jóhanna Vi gdís Hjaltad óttir Eftirréttur sem eng inn fær staðis t Nanna Rög nvaldardót tir skrifar Páskabra uð – þrun gin merkingu og táknu m Súkkulaði á fóðraðan m aga Nokkrir gó ðir réttir á dögurða rborðið 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.