Fréttablaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 71
GLAÐNINGUR FYRIR ÖLL SKILNINGARVIT Páskaegg Fyrir börn með fæðuó- þol geta heimatilbúin egg verið virkilega góð lausn. matur 9 Undirbúningur páskanna hefst með páskaeggja-gerð heima hjá Sólveigu Eiríksdóttur, hjá Himneskri holl- ustu. „Vinir mínir og krakkarnir þeirra koma oft heim til mín rétt fyrir páska. Síðan búa allir til páskaegg saman og skreyta. Þetta hef ég gert til fjölda ára,“ útskýrir Sólveg sem segir eggin líka góð fyrir þá sem ekki geta borðað venjuleg páskaegg. „Ég á fjórtán ára ungling og sem er með fæðu- ofnæmi og hún hefur aldrei smakkað öðruvísi páskaegg. Síðan eru þessi egg líka hollari og krökkunum finnst svo gaman að fá að búa til sín eigin egg og skreyta,“ segir Sólveig og bætir við að það sé sáraeinfalt að búa til eggin. „Þetta virðist kannski flókið í fyrstu. Sannleikurinn er hins vegar sá að þetta er ekkert mál,“ segir Sólveig sem notar alls kyns súkkulaði í eggin. „Súkkulaðimenningin hefur aukist almennt. Það er til svo mikið af æðis- lega góðu og öðruvísi súkkulaði. Úr þeim er hægt að búa til páskaegg. Bæði nota grunnuppskrift frá mér og blanda út í sitt uppáhaldssúkkulaði. Eða bræða eitt- hvað sem manni finnst gott. Krydda síðan með chili eða appelsínuberki og bara nota ímyndunaraflið,“ segir Sól- veig sem bætir við að páskaeggjamótin fáist í verslun- inni Pipar og salt á Klapparstíg. Heimatilbúið sælkeraegg SÚKKULAÐIÐ1 dl lífrænt kakóduft½ dl kaldpressuð kókosolía ½ dl kakósmjör ½ dl agavesýróp Setjið kakóduft , fljótandi kókosolíu, fljótandi kakósmjör og agavesýróp í skál Hrærið þessu saman þar til blandan er alveg kekklaus. Síðan er gott að krydda með smá vanilludufti og eða örlitlum cayenne pipar. Til að kókosolían verði fljótandi er þjóðráð að láta heitt vatn renna á kókosolíukrukkuna eða setja krukkuna í skál með um 50 gráðu heitu vatni í vaskinum. Til að kakósmjörið (fæst í heildsölum sem selja bökunarvörur) verði fljótandi er gott að setja það í skál og inn í örbylgjuofn eða bræða það yfir vatns- baði. Ef þið fáið ekki kakósmjör getið þið notað 85 prósent súkkulaði (til dæmis frá Gepa sem fæst í Maður lifandi), bræða yfir vatnsbaði og nota með kókosolíunni. Ef þið nennið ekki að búa til eigið súkkulaði þá veljið þið bara eitthvert flott súkkulaði sem þið bræðið yfir vatnsbaði og hellið í formin. PÁSKAEGG Takið páskaeggjaform og látið nokkrar skeiðar af súkkulaðinu í formið. Hallið forminu fram og til baka þannig að súkkulaðið renni um formið og þeki það vel. Setjið bökunarpappír á plötu og snúið formunum á hvolf á plötuna og látið súkkulaðið storkna. Þið farið alveg eins að með fótinn. Þetta tekur um 5 mín, en þið getið flýtt fyrir með því að setja formin inn í frysti eða kæli. Endurtakið að minnsta kosti einu sinni. Fer allt eftir því hve vel ykkur tekst til að þekja formin og hve þykk súkkulaðiskelin er orðin. Þegar skeljarnar eru tilbúnar þá er um að gera að setja skemmtilegan málshátt og fleira spennandi inn í eggið. Til dæmis heimatilbúið sælgæti eða annað fallegt sem kemur á óvart. Egginu er lokað með því að nota fljótandi súkkulaði sem lím. Því er smurt á kantinn á annarri skelinni og síðan er eggið „límt“ saman. Þar næst setjið þið smá „súkkul- aðilím“ á fótinn og límið eggið á hann. Til að laga kantana setjið þið súkkulaði í sprautupoka og sprautið því allan hring- inn. Svo má skreyta með sælgæti eða pallíettum og öllu þar á milli. Að lokum er unginn festur á og eggið er tilbúið. HEIMAGERÐ PÁSKAEGG ÚR HEIMAGERÐU SÚKKULAÐI Nægir fyrir eitt meðalstórt egg eða tvö minni Eggin búa til skemmtilega stemmingu fyrir hátíðirnar. Páskamolar af öllum stærð- um og gerðum úr heimatilbúnu súkkulaði. Heimatilbúin páskaegg eru árleg páskahefð hjá Sólveigu Eiríksdóttur. Ýmist notar hún heimatilbúið súkkulaði eða sælkerasúkku- laði með chili eða appelsínum. Heimatilbúnu eggin hennar Sollu slá alltaf í gegn hjá krökkunum. Litli aðstoðarmaðurinn heitir Gísli Jónsson og er átta ára. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A RN ÞÓ R Nammi namm! E
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.