Fréttablaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 20
LJÚFAR STUNDIR Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar matur kemur út mánaðarlega með sunnudagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Sólveig Gísladóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Arnþór Birkisson Pennar: Gunnþóra Gunnarsdóttir, Mikael M. Rivera, Ragnheiður Tryggvadóttir, Roald Eyvindsson, Rut Hermannsdóttir, Vera Einarsdóttir, Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, Ljósmyndir: Frétta- blaðið Auglýsingar: Stefán P. Jones spj@frettabladid.is SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM: A Aðal-réttur E Eftir-réttur Til hátíða- brigða Hvunndags og til hátíðabrigða Annað kjöt en fuglakjöt MATREIÐSLUBÓKIN VERSLUN SÆLKERANS Jóhanna Vigdís er flestum kunn af skjánum og margir vita eflaust af brennandi mataráhuga henn- ar enda hefur hún gefið út tvær matreiðslubækur. „Mat- aráhuginn hefur fylgt mér allt frá því að ég man eftir mér,“ segir Jóhanna Vigdís sem hefur meira gaman af matargerð en bakstri en lumar þó á ljúffengum eftirrétta - uppskriftum. „Ég geri til dæmis heita súkkulaðiköku með heimatilbúnum ís og jarðarberjasósu. Þetta er ein af þessum ekta með smjöri og dökku súkkulaði. Kakan er dálítið blaut og ísinn og sósan eru ljúffengt mótvægi. Það má þó eins nota bláber, krækiber eða bara þau ber sem manni þykir góð. Ísuppskriftin er svo frá mömmu en hún hefur fylgt mér alla tíð,“ segir hún og ábyrgist að enginn verði svikinn af þessum eftirrétti. - ve Sósan ljúffengt MÓTVÆGI Fréttakonan Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir töfrar fram súkkulaðiköku með jarðarberjasósu og heimatilbúnum ís. Erlendur sonur Jóhönnu Vigdísar fær hér væna sneið af súkkulaðiköku með jarðaberjasósu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HEIT SÚKKULAÐIKAKA MEÐ HEIMATILBÚNUM ÍS OG JARÐARBERJASÓSU SÚKKULAÐIKAKA 3 egg 3 dl sykur 1 1/2 dl hveiti 1 1/2 tsk. vanilludropar (má nota vanillusykur) 4 msk. dökkt kakó 100 g dökkt súkkulaði 110 g smjör Þeytið vel saman sykri og eggjum í hrærivél svo úr verði þykk freyð- andi blanda. Blandið hveiti, vanilludropum og kakói saman við. Bræðið súkkulaðið og bætið því út í. Bræðið loks smjörið og blandið saman við. Bakið í hringlaga formi við 150 gráðu hita (án blásturs) í um það bil 25 til 30 mín. Berið kökuna fram heita með ís og berjasósu. Kakan er blaut og alveg ekta súkkulaðikaka HEIMATILBÚINN ÍS 1/2 l rjómi 6 egg 6 msk. sykur Þeytið rjómann og setjið hann í skál. Þeytið egg og sykur vel saman. Blandið þeyttum rjóma og eggjablöndunni varlega saman, setjið í álform og inn í frysti. JARÐARBERJASÓSA 3 bollar jarðarber (mega vera hvaða ber sem er) 2 1/2 bolli sykur Saxið jarðarberin smátt og setjið í pott. Hellið sykrinum yfir og hitið í pottinum. Hrærið vel allan tímann svo úr verði þykk og sæt sósa. Skerið sneið af heitri köku, setjið ísinn til hliðar og hellið síðan sósunni yfir. Hvað er það allra besta í heimi? Það sem lífið snýst um og miðar að hverja vökustund? Nautnafólkið segði hiklaust matartíminn. Hinir vansvefta háttatíminn. Frídagar, segðu margir. Og fjölskyldan, fyrst og fremst, segðu flestir. Vegna alls þessa eru páskar svo fallegir. Því þeir sameina þetta allt: Veislulega matartíma mörgum sinnum á dag. Súkkulaði, súkkulaði og súkkulaði. Háttatíma og útsofelsi, rólega letitíð og föstudaginn laaaanga. Fimm frjálsa frídaga sem lausir eru við annríki jólanna, og ég sakna sárt hátíðlegri páskadaga þegar umferðin þagnaði, búðardyr skullu í lás og afþreying reyndi á færni hvers og eins að heimaföndra með ástvinum í inni- eða útiveru. Það er nefnilega synd hve margir þurfa að þjóna til óþurftar þeim heppnu sem fá frí á heilögum páskum nútímans. Og svo er það fjölskyldan; þessi fallegi klettur sem nærir og gleður hjartað, róar það og sefar, og gefur daglegu annríki merkingu og tilgang. Fjölskyldan getur verið samofin blóðböndum, mynduð af stjúptengslum, nánum vinum eða bara ókunnugum, en það er samveran sem er svo dýrmæt og fær sitt stóra tækifæri á páskum; hvort sem það er í páskaeggjaleit, matarboðum heima, í guðshúsi eða í þröngum fjallakofum íslenskrar náttúru. Því þegar lífsreikningurinn uppgreiðist skiptir varinn tími með ástvinum þungan sess. Þetta vissi maður páskanna; Frelsarinn sjálfur. Hans fjölskylda vorum við öll; tengd blóðböndum eða ekki; kunnugir jafnt sem ókunnugir. Jesús gaf okkur tíma sinn og líf, og er enn í stysta kallfæri; hann minnti okkur á kærleikann, það sem skiptir máli á lífstöltinu og tók á sig syndir okkar um páska. Reyndar eru páskar enn afar freistandi með tilliti til synda; með græðgi, ofáti, ágirnd, öfund, hroka, reiði og hverskyns munúðarlífi. Og auðvitað er engin dauðasynd að borða dálítið yfir sig af páskaeggjum og liggja verðskuldað mikið í leti, en vitaskuld miklu flottara lífsmottó og meira viðeigandi að hafa höfuðdyggðirnar sjö að leiðarljósi: hófstillingu, hugrekki, visku, réttlæti, trú, von og kærleika. Gleðilega páska! Njótum þess að borða á okkur súkkulaðigat, kyssast og gefa hvert öðru gaum. S Smá-réttir Sætindi 2 matur Nammi namm! Í Vínberinu við Laugaveg er eitt mesta úrval af gæðasúkkulaði og sætindum á landinu. Þar svigna hillurnar undan konfektkössum, súkkulaðiöskjum, brjóstsykrum og öðrum sætindum. Eigandinn, Logi Helgason, hefur rekið verslunina síðastliðna þrjá áratugi. Fyrstu tvo áratugina var þar matvöruverslun en síðastliðin tíu hefur ár hefur hann nær alfarið boðið upp á konfekt, súkkulaði og sætindi. „Súkkulaðiúrvalið hefur aukist gífurlega á undanförnum árum og áhuginn samhliða,“ segir Logi. „Ég er með allt upp í 99 prósent súkkulaði og þó að mér finnist það persónulega óætt þá eru margir sem kaupa það,“ bætir hann við. Hann segir boðið upp á alls kyns nýjungar eins og súkkulaði með engifer, sólberjum, kirsuberjum, sítrónum, kaffi, apríkósum, appelsínuberki og kanil. „Svo er líka hægt að fá súkkulaði með chilipipar, lavender og timjan svo eitthvað sé nefnt. Það hljómar eflaust undarlega en fólki finnst það áhugavert.“ Frekari nýjunga er að vænta og nefnir Logi að bráðlega verði hægt að fá súkkulaði þar sem jurtir, ávextir, krydd og berkir stingast út úr því líkt og fólk á að venjast með hnetur, rúsínur, lakkrís og hrískúlur svo dæmi sé tekið. Í búðinni er einnig boðið upp á konfekt í borði auk þess sem þar er veglegur sælgætisbar. Logi segir Íslendinga þó trega til að kaupa konfekt í borði og að það taki frekar með sér plötur og kassa. „Hér ríkir önnur hefð en til dæmis í Belgíu þar sem fólk stendur í biðröðum til að ná sér í mola. Hér kaupir fólk þá aðallega einn og einn til eigin brúks en kassana í gjafir.“ Vínberið Eins og nafnið bendir til birtir bókin Tertur upp- skriftir að tertum og leiðbeiningar um bakstur þeirra og samsetningu. Sumar terturnar eru þunnar og nettar en aðrar efnismeiri – sannkallaðar hnall- þórur. Allar eiga það sameiginlegt að hæfa vel á hátíða- borði. Glæsilegar og gómsætar slá tertur oftast í gegn, hvort sem það er í ferm- ingarveislum, páska- kaffi, afmælum eða af öðru tilefni. Í bókinni eru upp- skriftir að 50 tertum, bæði hefðbundnum og nýstárlegum og allar eiga þær uppruna sinn hjá þýskum meisturum. Þó ætti gerð þeirra að vera á færi flestra ef þeir á annað borð fylgja forskriftinni. Litríkar myndir segja líka sögu. Bókin kom út hjá PP forlagi árið 2004. Tertur sem hæfa vel á hátíðaborði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.