Fréttablaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 84
 9. mars 2008 SUNNUDAGUR folk@frettabladid.is Söngkonan Rihanna hefur hjálpað til við að bjarga lífi hvítblæðissjúklings. Eftir að Rihanna heyrði af veikindum tveggja barna móður- innar Lisu Gershowitz Flynn ákvað söngkonan að hjálpa DKMS, sam- tökum sem aðstoða sjúklinga við að finna mögulega beinmergs- gjafa, við að finna hæfilegan gjafa fyrir Flynn. Flynn, sem er fjörutíu og eins árs gamall lögfræðingur og tveggja barna móðir, greindist með krabba- mein í blóði og beinmerg í nóv- ember. Læknar sögðu hana hafa á bilinu fjórar og sex vikur til að finna beinmergsgjafa. „Þegar ég heyrði af erfiðleikum Lisu brast hjartað í mér. Ég sagði, „ég verð að segja fólki frá Lisu undir eins“,“ sagði Rihanna nýlega í viðtali. Eftir að Rihanna fór að tala um þetta opinberlega höfðu fimm þúsund manns samband við DKMS, sem nú hefur fundið gjafa við hæfi. „Í dag hefur 32 ára gamall engill fallist á að vera beinmergsgjafinn minn, þó að hún hafi að öllum lík- indum aldrei hitt mig og viti ekkert hver ég er,“ skrifaði Flynn í tölvu- pósti til stuðningsmanna sinna. „Lífi mínu verður bjargað vegna þín, fjölskyldu minnar og vina. Börnin mín munu áfram eiga móður sína, eiginmaður minn konuna sína, og foreldrar mínir munu eiga dótt- ur sína,“ skrifar hún. „Enska tungu- málið býr ekki yfir orðum sem duga til þess að þakka þeim sem bjargar lífi þínu. Haldið áfram að dreifa boðskapnum um hversu mik- ilvægt það er að fylla skrárnar yfir mögulega beinmergsgjafa til að bjarga öðrum,“ segir Flynn. Rihanna bjargar lífi sjúklings HJARTAÐ BRAST Rihanna segir að hjarta hennar hafi brostið þegar hún heyrði af erfiðleikum Lisu Flynn krabbameins- sjúklings. Hún hjálpaði til við að bjarga lífi hennar. Destiny’s Child-stjarnan Kelly Rowland fór í brjóstastækkunaraðgerð á síðasta ári. „Ég var hundþreytt á því að passa ekki í bolina mína,“ segir Rowland. „Ég fór úr A- skálum í B-skálar. Ég vildi ekki vera með tvöfaldar D- skálar og vera pínulítil í stærð 2 – það hefði litið fáránlega út,“ segir Rowland, sem segist líða vel með breytinguna. „Ég er svo ánægð. Mér finnst ég heil. Þetta er ákvörðun sem ég tók fyrir sjálfa mig. Ég er ánægð, og það er það eina sem skiptir máli. Ég myndi segja ungu fólki að hugsa sig vel um áður en það gerir eitthvað sem það gæti séð eftir síðar,“ segir hún. Hæstánægð með nýju brjóstin sín ÞREYTT Á BOLUM Kelly Rowland lét stækka brjóst sín um eina stærð þar sem hún var hund- leið á því að passa ekki í bolina sína. Lag hljómsveitarinnar Steed Lord, Dirty Mutha-Dj Mehdi Remix, var nýlega gefið út á safnplötu sem kemur út ókeypis með breska tón- listartímaritinu MixMag. Telst það mikill heiður fyrir Steed Lord að komast á þessa safn- plötu, sem ber heitið Ed Banger- Ménage-á-trois. Er hún hljóðblönd- uð af þeim Dj Mehdi, Dj Feadz og Busy P, forstjóra plötufyrirtækis- ins Ed Banger. Það fyrirtæki er eitt það virtasta í dansbransanum enda með hljómsveitir á borð við Justice, Uffie og Sebastian á sínum snærum. EP-platan Dirty Mutha verður fáanleg innan skamms á netinu. Plata í fullri lengd fylgir svo í kjölfarið ásamt tónleikaferð um Evrópu og Bandaríkin. Steed Lord á safnplötu N O R D IC PH O TO S/G ETTY > ANDLIT PENNA David Beckham er nýtt andlit Sharpie- tússpenna. Fótboltakappinn hefur hing- að til verið andlit þekktari merkja, á borð við Emporio Armani og Motorola, en samstarfið er þó ekki svo fjarri lagi. „Mér hefur alltaf fundist gaman að gefa fólki eiginhandaráritanir,“ segir kappinn. „Það er frábært að nota Sharpie-penna, svo það er eðilegt að ég vilji vinna með þeim,“ segir hann. ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 4 10 78 2 /0 8 Tónleikarnir verða undir borðhaldi og síðan verður blásið til stórdansleiks til kl. 2:00 þar sem Björgvin og hljómsveit hans ásamt gestasöngvurum halda uppi stuðinu sem aldrei fyrr. Tilvalinn kostur fyrir hópa og klúbba. + Nánari upplýsingar á www.icelandair.is *Innifalið í verði: Flug, flugvallarskattar, gisting á Hotel Du Nord í 2 nætur og miði á tónleika og dansleik ásamt 3ja rétta kvöldverði (frá kl. 19:30 til 22:00) í Cirkusbygningen 24. apríl. Hægt er að velja um gistingu á fleiri hótelum í Kaupmannahöfn og í allt að 4 nætur. Í boði eru flugferðir til Kaupmannahafnar 23. eða 24. apríl og frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur 25., 26. eða 27. apríl. Eingöngu bókanlegt á netinu! Takmarkað sætaframboð! Safnaðu Vildarpunktum Punktarnir upp í Ferðaávísun gildir ICELANDAIR Í SAMSTARFI VIÐ KOBEN.IS KYNNA: BO & CO Í KÖBEN 24. APRÍL VERÐ FRÁ 85.300 KR.* Á MANN Í TVÍBÝLI STÓRTÓNLEIKAR Í CIRKUS Í KAUPMANNAHÖFN Á SUMARDAGINN FYRSTA Björgvin Halldórsson, ásamt stórhljómsveit sinni og 18 manna strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Konunglegu Óperunnar í Kaupmannahöfn, kemur fram með mörgum af fremstu dægurlagasöngvurum og hljóðfæraleikurum Íslands. GESTASÖNGVARAR: Stefán Hilmarsson, Svala Björgvins, Sigga Beinteins, Eyjólfur Kristjánsson, Regína Ósk o.fl. ásamt sérstökum leynigesti. HLJÓMSVEIT: Þórir Baldursson, Róbert Þórhallsson, Þórir Úlfarsson, Matthías Stefánsson, Vilhjálmur Guðjónsson, Benedikt Brynleifsson og Tatu Kanomaa. G ra fík a 20 08 NEYÐAR- OG ÖRYGGISFJARSKIPTI Ein samhæfingarstöð - samræmt fjarskiptakerfi RÁÐSTEFNA Verður haldin á Hótel Loftleiðum föstudaginn 14. mars kl. 9:00 – 16:00 Setning Hvað eru neyðar- og öryggisfjarskipti Staðan í dag: Land Staðan í dag: Loft Staðan í dag: Sjór Kaffihlé Lögreglan Björgunarsveitir Smærri slökkvilið Almannavarnir Vegagerðin Matarhlé Sjúkraflutningar Orkufyrirtækin Slökkviliðin Vinnubúðir (workshops) Eiginleikar og uppbygging Tetrakerfisins Pallborðsumræður. Lögregla, Landsbjörg, Sjúkra- og slökkviliðsmenn,Tetra. Björn Bjarnason Magnús Hauksson Þröstur Brynjólfsson Bergþór N. Bergþórsson Gylfi Geirsson Hjálmar Björgvinsson Daníel Gunnlaugsson Davíð Rúnar Gunnarsson Rögnvaldur Ólafsson Nicolai Jónasson Boðið upp á léttan hádegisverð Ármann Höskuldsson Guðlaugur Sigurgeirsson Kjartan Blöndahl 4 hópar 09:15 09:30 09:45 10:00 10:15 10:30 11:00 11:15 11:30 11:45 12:00 12:15 13:15 13:30 13:45 14:00 15:00 15:30 16:00 Ráðstefnu lýkur Dagskrá: Í lok ráðstefnu verður boðið upp á léttar veitingar. Ráðstefnustjóri: Róbert Marshall Vinnubúðir (workshops) Fjarskiptastjórar - Fjölhópar Eiginleikar kerfisins Gáttir – Endurvarpar - DMO Notendabúnaður G ra fik a 20 08 Þröstur Brynjólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.