Fréttablaðið - 10.03.2008, Side 20

Fréttablaðið - 10.03.2008, Side 20
[ ] ■ Í mars má huga að klippingu runna og nú er góður tími til að snyrta runna og limgerði. Klippa á allar dauðar greinar burt, líka gamlar sverar grein- ar, og óhætt er að ganga hraustlega til verks. Klippa þarf runnana síðan reglulega yfir allt sumarið og víði má klippa allt árið. Rósarunna á þó að bíða með að klippa þangað til ekki er von á meira frosti. Í vorhreti geta rósa- runnar auðveldlega kalið svo best er að klippa þá í maí. Horfa má til breskra skrúð- garða þegar verið er að snyrta runna en Bretar eru snillingar í að móta runna og limgerði fallega til. ■ Í mars má líka sá fræjum og upplagt er að sá bæði sumar- blómum og fjölærum blómum, runnum og trjám. Fræ eru þegar farin að fást í blóma- búðunum og hægt að fara að sá í bakkana núna. Láta þá svo standa til dæmis úti í bílskúr eða úti í gróðurhúsi ef það er til staðar en beðin þurfa að vera orðin frostlaus fyrir nýjan og ungan gróður. ■ Nú má einnig setja niður vorlauka. Þá er best að forrækta inni í nokkurn tíma áður en þeir fara út í beðin og helst þarf að vera orðið frostlaust þegar þeir fara niður. Vorlaukana má for- rækta í potti á svölum stað, til dæmis bílskúr. Einhverjar harðgerar tegundir má þó setja beint út í beðin en þá þarf að bíða fram í apríl, maí með að setja þær niður. ■ Ef orðið er snjólaust er oft góður tími í mars til að hreinsa og tína burt rusl úr garðinum eins og plasptoka og pappír sem fokið hefur til í vetur. Gott er að raka yfir grasflötina og hreinsa laufin burt og raka upp mosa úr grasflötinni en bíða þó með að hreinsa ofan af beðum. ■ Nú er líka kjörinn tími til að færa til jurtir í garðinum áður en þær fara að laufgast, fjölæringa og runna og tré. Það er líka hægt að gera á haustin eftir að lauf eru fallin. ■ Á þessum tíma er tilvalið að umpotta stofublómum. Gott er að umpotta á nokkura ára millibili og nú er ágætis tími til þess. Þau blóm sem eiga eftir að stækka má setja í stærri pott og bæta bara við mold meðfram. Blómum sem á að halda í svipaðri stærð en eru í gamalli mold á að hafa í jafnstórum potti. Dusta burt alla mold og snyrta ræturnar ef með þarf og setja nýja mold í pottinn. ■ Frekari upplýsingar um garðverkin má finna á vefsíðunni www.gardurinn.is. heiða@frettabladid.is Nú viðrar til vorverka Þegar snjóa leysir er tilvalið að hreinsa allt rusl sem hefur fokið í garða og beð í vetur. Gott er að hreinsa stífluð niðurföll eftir veturinn svo ekki fari allt á flot í vorleys- ingunum. Klakabox fást í ýmsum formum og gaman getur verið að útbúa klaka sem eru til dæmis hjartalaga, stjörnur eða jafnvel eins og Ísland í laginu. Valborg Einarsdóttir, starfsmaður hjá Félagi áhugamanna um garðyrkju, segir tíma- bært að klippa limgerðin. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N Nú þegar hlýnar og snjóa leysir má fara að huga að garðyrkju- störfunum. Valborg Einarsdótt- ir, starfsmaður Garðyrkjufélags Íslands, ráðlagði Fréttablaðinu hvaða verkum ætti að sinna í mars. Nýr Bæklingur LAURA ASHLEY Faxafeni 14 108 Reykjavík sími 5516646 Opið virka daga 10-18 og Laugardaga 10-14

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.