Fréttablaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 20
[ ] ■ Í mars má huga að klippingu runna og nú er góður tími til að snyrta runna og limgerði. Klippa á allar dauðar greinar burt, líka gamlar sverar grein- ar, og óhætt er að ganga hraustlega til verks. Klippa þarf runnana síðan reglulega yfir allt sumarið og víði má klippa allt árið. Rósarunna á þó að bíða með að klippa þangað til ekki er von á meira frosti. Í vorhreti geta rósa- runnar auðveldlega kalið svo best er að klippa þá í maí. Horfa má til breskra skrúð- garða þegar verið er að snyrta runna en Bretar eru snillingar í að móta runna og limgerði fallega til. ■ Í mars má líka sá fræjum og upplagt er að sá bæði sumar- blómum og fjölærum blómum, runnum og trjám. Fræ eru þegar farin að fást í blóma- búðunum og hægt að fara að sá í bakkana núna. Láta þá svo standa til dæmis úti í bílskúr eða úti í gróðurhúsi ef það er til staðar en beðin þurfa að vera orðin frostlaus fyrir nýjan og ungan gróður. ■ Nú má einnig setja niður vorlauka. Þá er best að forrækta inni í nokkurn tíma áður en þeir fara út í beðin og helst þarf að vera orðið frostlaust þegar þeir fara niður. Vorlaukana má for- rækta í potti á svölum stað, til dæmis bílskúr. Einhverjar harðgerar tegundir má þó setja beint út í beðin en þá þarf að bíða fram í apríl, maí með að setja þær niður. ■ Ef orðið er snjólaust er oft góður tími í mars til að hreinsa og tína burt rusl úr garðinum eins og plasptoka og pappír sem fokið hefur til í vetur. Gott er að raka yfir grasflötina og hreinsa laufin burt og raka upp mosa úr grasflötinni en bíða þó með að hreinsa ofan af beðum. ■ Nú er líka kjörinn tími til að færa til jurtir í garðinum áður en þær fara að laufgast, fjölæringa og runna og tré. Það er líka hægt að gera á haustin eftir að lauf eru fallin. ■ Á þessum tíma er tilvalið að umpotta stofublómum. Gott er að umpotta á nokkura ára millibili og nú er ágætis tími til þess. Þau blóm sem eiga eftir að stækka má setja í stærri pott og bæta bara við mold meðfram. Blómum sem á að halda í svipaðri stærð en eru í gamalli mold á að hafa í jafnstórum potti. Dusta burt alla mold og snyrta ræturnar ef með þarf og setja nýja mold í pottinn. ■ Frekari upplýsingar um garðverkin má finna á vefsíðunni www.gardurinn.is. heiða@frettabladid.is Nú viðrar til vorverka Þegar snjóa leysir er tilvalið að hreinsa allt rusl sem hefur fokið í garða og beð í vetur. Gott er að hreinsa stífluð niðurföll eftir veturinn svo ekki fari allt á flot í vorleys- ingunum. Klakabox fást í ýmsum formum og gaman getur verið að útbúa klaka sem eru til dæmis hjartalaga, stjörnur eða jafnvel eins og Ísland í laginu. Valborg Einarsdóttir, starfsmaður hjá Félagi áhugamanna um garðyrkju, segir tíma- bært að klippa limgerðin. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N Nú þegar hlýnar og snjóa leysir má fara að huga að garðyrkju- störfunum. Valborg Einarsdótt- ir, starfsmaður Garðyrkjufélags Íslands, ráðlagði Fréttablaðinu hvaða verkum ætti að sinna í mars. Nýr Bæklingur LAURA ASHLEY Faxafeni 14 108 Reykjavík sími 5516646 Opið virka daga 10-18 og Laugardaga 10-14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.