Fréttablaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 32
● heimili&hönnun Þórunn Sigurðardóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar Reykjavík- ur, er nýflutt í Kópavoginn. Hún festi kaup á íbúð í Lundi 1 þar sem hún hefur útsýni yfir Fossvoginn. og segist hafa valið hana með mál- verk sín sérstaklega í huga. „Mér finnst mikilvægast að þau fái að njóta sín og í raun finnst mér að fólk ætti að innrétta hjá sér út frá myndum en ekki húsgögnum. Í mínum huga eru það myndir, matur, blóm og bækur sem gera íbúð eða hús að heimili en ég reyni alltaf að vera með ný blóm í vösum,“ segir Þórunn. Málverkið sem hún stendur við er eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur en eiginmaður hennar, Stefán Bald- ursson, óperustjóri og fyrrverandi þjóðleikhússtjóri, fékk það í sex- tugsafmælisgjöf frá Þjóðleikhús- inu. Þórunn hefur gaman af því að elda og finnst dásamlegt að vera komin í stórt eldhús með góðri að- stöðu og útsýni. „Það veitir inn- blástur við eldamennskuna,“ segir Þórunn, sem hefur lengst af búið í Reykjavík en segir gott að kom- ast út fyrir hringiðuna þegar hald- ið sé heim. „Nú eru börnin flogin úr hreiðrinu en ég er sérstaklega ánægð með stóra eldhúsið og borð- stofuna sem rúmar fjölskylduna þegar hún sameinast.“ Listahátíð leggur um þessar mundir sérstaka áherslu á mynd- list og eru sýningar víða. „Mynd- list, í hvaða formi sem hún er, speglar samtímann og er mikilvæg skráning hans,“ segir Þórunn. - ve ● FÁÐU ÚTRÁS VIÐ ELDHÚSBORÐIÐ Danski hönnuðurinn Lou- ise Campbell hannaði þetta borð sem kallast „Leave your mark“ sem gæti þýtt: settu mark þitt. Það var hannað árið 2002 fyrir einkasýningu Camp- bell, Biðstofan. Hugmyndin er sú að létta á spennunni sem getur skap- ast á biðstofum en fólki er frjálst að setjast við borðið og beita hnífnum til að fá útrás á borðinu. Það má skrapa nafnið sitt, skoðanir eða sarga borð- fótinn af. Þó að borðið hafi upphaflega verið hannað inn á biðstofu má sjá það fyrir sér inni á heimilinu því oft er þörf á útrás við eldhúsborðið. Lifandi blóm, matur og myndlist í Lundi ● Þórunn Sigurðardóttir segir myndir, mat, blóm og bækur gera hús að heimili. G ömul vinkona mín trylltist einn góðan veðurdag. Hún breytt- ist úr sætri hippastelpu í settlega húsfrú. Flæktist milli stór- borga og fékk sérlegan áhuga á kampavíni í dýrari kantinum. Uppeldis aðferðum á börnum og hundum. Og til að kóróna allt innanhússhönnun og góðgerðastarfi. Ástæðan fyrir umbreytingunni var nýtilkomið hjónaband við (að mér fannst vafasaman) ítalskan auðjöfur. Blessunin hún vinkona mín lagði því niður störf og gerðist heimafrú og fyrsta góðverkið var ég. Eða rétt- ara sagt svefnherbergið mitt og hjúskaparstaða. Eftir eitthvert feng shui-námskeið í Mílanó kom hún sigri hrósandi í heimsókn og tilkynnti mér að seint yrði blásið til brúðkaups með svefnherbergið mitt svona út- lítandi. Ég sá svo sem ekkert athugavert við svefnherbergið mitt. Eða hjú- skaparstöðu í fljótu bragði. Þar var tvíbreitt rúm og dásamlegir skápar frá sjötta áratug síðustu aldar. Stóll og gluggi og ljósakróna með glingri sem mér finnst mjög sæt. Þrátt fyrir alkunna þrjósku mína náði heimsdaman að sannfæra mig um að rómantíkin ætti heima í svefnherberginu mínu og að hún væri rétta stelpan í djobbið. Ég rétti henni því húslyklana í sakleysi mínu og dembdi mér í sumarbústað. Á sunnudagskvöld skall á mér stund sannleikans. Hress en þreytt kom ég í svolítið stórri hettupeysu og ullarsokk- um með bakpokann upp stigann heima. Íbúðin var svo sem eins og hún átti að sér að vera. Þang- að til ég hætti mér inn í svefnherbergið mitt. Nágranninn hefur eflaust grunað mig um eitt- hvað misfagurt þegar ég garg aði: „ÉG GET SVO SVARIÐ ÞAÐ!“ Enda frekar sjokkerandi breyt- ingar sem höfðu átt sér stað. Rómantíkin lak niður veggina í líki gylltra klifurjurta. Eitthvað svona nýmóðins betrekk sem vinkonan hafði keypt í Tókýó. Náttborðin voru orðin tvö og á rúminu var pastellitað bleikt lak sem minnti á Disney- kennda martröð. Sömu sögu var að segja um rúmfötin, öll með tölu. Þau voru bleik. Bara bleik. Á borðinu voru fölfjólubleikar hortensíur og miði frá skæruliðanum. „Finnst þér þetta ekki æði! Njóttu þess að vera róm- antísk.“ Dóttir mín stóð agndofa fyrir aftan mig með úfnar fléttur og tárin í augunum. „Mamma, braust einhver inn hjá okkur?“ Vinkonan rétt náði mér í símann áður en hún steig um borð í þotuna á leið til Brussel. Ég hrósaði henni í hástert um leið og ég leitaði að hvítum lökum og velti fyrir mér hvernig ég ætti að útskýra mál mitt þegar hún kæmi næst í heimsókn. Korteri síðar var Disney-martröðin gengin yfir, herbergið ófengsjúað og hortensíurnar komnar út í tunnu. Falleg svefnherbergi og rómantík eru svo sannarlega af hinu góða. Þó er víst að gylltar klifurjurtir og pastel snerta strengi í mér sem ég vil síður að ómi. Hernámi heimilisgyðjunnar lauk að kvöldi dags með minni eigin nýrómantík og hún er blessunarlega laus við allt sem heitir bleikt. Hertekin af heimilisgyðjunni HEIMILISHALD RUT HERMANNSDÓTTIR ● Forsíðumynd: Valgarður Gíslason tók mynd á heimili Regínu Óskar Óskarsdóttur Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is, Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is Auglýsingar: Ámundi Ámunda- son s. 517 5724 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. Þórunn reynir alltaf að vera með lifandi blóm í vösum. Hér stendur hún við málverk eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur og í baksýn má sjá eldhúsið en úr því er fallegt útsýni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Rómantíkin lak niður veggina í líki gylltra klifurjurta. Eitthvað svona nýmóðins betrekk sem vinkonan hafði keypt í Tókýó. Danfoss X-tra línan TM Ný lína af ofnhitastillum sem eru hannaðir fyrir handklæða- og sérhannaða ofna Einstök hönnun samstæðar lausnir Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins 29. MARS 2008 LAUGARDAGUR2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.