Fréttablaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 16
16 10. apríl 2008 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Löggæslumál á Suðurnesjum Boðaðar breytingar dóms- málaráðherra á embætti lögreglustjórans á Suður- nesjum hafa fallið í grýttan jarðveg hjá starfsmönnum þess. Ekkert bendir til þess að yfirmenn embættis lögreglustjórans á Suður- nesjum ætli að sættast á breytingatillögur ráðherra. Frá 19. mars síðastliðnum, þegar dómsmálaráðuneytið tilkynnti um skipulagsbreytingar hjá lög- regluembættinu á Suðurnesjum, hefur mikil óánægja ríkt meðal starfsfólks embættisins. Lög- reglustjórinn Jóhann R. Bene- diktsson hefur lýst sig „algjör- lega andvígan“ breytingunum og er tilbúinn að fórna starfi sínu til þess að koma í veg fyrir að þær verði að veruleika. Breytingarnar felast í því að færa verkefni tollgæslunnar undir fjármálaráðuneyti, yfirstjórn öryggismála vegna flugverndar á Keflavíkurflugvelli undir sam- gönguráðuneyti en lög- og landa- mæragæsla verði áfram undir dómsmálaráðuneyti. „Starfsmenn eru æfir,“ sagði Kári Gunnlaugsson, deildarstjóri toll- gæslunnar á Suðurnesjum, eftir að Jóhann hafði tilkynnt undir- mönnum sínum að hann ætlaði að segja starfi sínu lausu næðu hug- myndirnar fram að ganga. Eyjólf- ur Kristjánsson, fulltrúi hjá emb- ætti lögreglustjórans á Suðurnesjum og náinn samstarfs- maður Jóhanns, sagði í samtali við RÚV sjónvarp að „misvitrir stjórnmálamenn“ stæðu að baki þessum breytingum, skömmu eftir að Jóhann hafði rætt við starfsmenn sína. Fjárhagsvandi sagður rótin „Breytingarnar eiga rót sína í fjárhagsvanda,“ sagði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra í tölvubréfi til Fréttablaðsins. „Hann [vandinn] hefur verið lang- vinnur og nú í ár stefnir að óbreyttu í meira en 200 milljóna króna halla. Þetta er með öllu óviðunandi,“ sagði jafnframt í bréfinu. Björn hefur jafnframt sagt að hann hafi talið breytingar betri kost en þá tillögu sem komið hefði frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum, sem hefðu falist í „uppsögnum og í raun uppbroti embættisins“ eins og orðrétt segir í fyrrnefndu tölvubréfi. Björn hefur margítrekað sagt að tillaga hans eigi að laga lög- gæslustarfið á Suðurnesjum að skipulagi stjórnarráðsins „þannig að hvert ráðuneyti beri ábyrgð á sínum efnisþætti starfseminnar og þar með þeim hluta fjármála- stjórnar, sem undir hann fellur“. Of lítið fé miðað við verkefni Embætti lögreglustjórans á Suð- urnesjum er sextán mánaða gam- alt í þeirri mynd sem það er starf- rækt. Undir það heyra toll- og landamæragæsla auk hefðbund- innar löggæslu. Mat Jóhanns og annarra í yfirstjórn embættisins er einfalt; embættið hefur fengið of lítið fé miðað við sívaxandi starfsemi og fjölgun verkefna. Þá er það einörð skoðun yfirstjórn- arinnar að áhrif breytinganna frá því um áramót 2006/2007, þegar lögreglulögunum var breytt, hafi verið góð og bætt árangur á öllum sviðum. Þá finnst yfirmönnum embættisins það skjóta skökku við að hagræðing hafi verið ein ástæða fyrir samþættingu verk- efna, og þeim rökum sé svo einn- ig beitt þegar á „að búta embætt- ið niður“ eins og einn viðmælenda Fréttablaðsins komst að orði. Stál í stál – persónulegt? Viðræður milli dómsmálaráð- herra og lögreglustjórans á Suð- urnesjum hafa ekki leitt til þess að menn hafi sæst á breytingarn- ar. Málin eru í hnút. Enn er „stál í stál“ og ekki útlit fyrir að málið leysist með þeim hætti að starfs- fólk embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum samþykki breyting- arnar. Lögreglumenn víðs vegar að af landinu hafa staðið með lög- reglustjóranum á Suðurnesjum, þar á meðal Stefán Eiríksson, lög- reglustjóri á höfuðborgarsvæð- inu. Þá hefur einnig verið uppi orðr- ómur um, meðal annars meðal starfsmanna lögreglustjórans á Suðurnesjum sem Fréttablaðið hefur rætt við, að ríkislögreglu- stjóri standi að baki breytingun- um. Haraldur Johannessen ríkis- lögreglustjóri vísaði því algjörlega á bug í viðtali við Fréttablaðið og sagði samskipti sín við Jóhann hafa verið góð, líkt og við alla aðra lögreglustjóra landsins. Þessum orðrómi er því algjörlega hafnað hjá ríkislög- reglustjóra. Segja sambandið stirt Á annan tug lögreglumanna og löggæslustarfsmanna á Suður- nesjum, sem Fréttablaðið ræddi við í gær, sjá hlutina í öðru ljósi en Haraldur. Vísa nokkrir þeirra til þess að embætti ríkislögreglu- stjóra hafi oftar en einu sinni gagnrýnt embætti lögreglustjór- ans á Suðurnesjum, meðal annars fyrir leka á upplýsingum til fjöl- miðla. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að embætti ríkislög- reglustjóra hafi látið kanna hvort upplýsingum hefði verið lekið til fjölmiðla með óformlegri rann- sókn. Það var gert eftir að greint var frá því í Fréttablaðinu að lögregl- an hefði haft uppi á dæmdum glæpamanni, Davíð Garðarssyni, sem hafði verið eftirlýstur um langt skeið og haldið til í útlönd- um. Hann kom til landsins í fylgd lögreglu að kvöldi 30. mars í fyrra og var greint frá því í Fréttablað- inu daginn eftir. Urðu snarpar deilur milli starfsmanna embættanna vegna þessa máls. Hin óformlega rann- sókn leiddi ekki í ljós að upplýs- ingum hefði verið lekið til fjöl- miðla frá embættinu á Suðurnesjum. Pólitískt þrætuepli Hugmyndir dómsmálaráðherra hafa verið afgreiddar út úr ríkis- stjórn Íslands með þeim fyrir- vara að þingflokkar Sjálfstæðis- flokksins og Samfylkingarinnar samþykki þær. Í þeim felst meðal annars breyting á tollalögum en samkvæmt núverandi lögum er lögreglustjórinn á Suðurnesjum einnig tollstjóri. Þingmenn Samfylkingarinnar telja undirbúning breytinganna hafa verið óskynsamlegan og vilja ekki að áherslur í löggæslu- málum séu leiddar fram með „sértækum breytingum gagnvart einu embætti“ svo vitnað sé beint í Lúðvík Bergvinsson, þingflokks- formann Samfylkingarinnar. Hann segir samstöðu vera um málið innan Samfylkingarinnar. Eins og greint var frá í Frétta- blaðinu í gær ætlar þingflokkur Samfylkingarinnar ekki að sam- þykkja breytingarnar eins og þær hafa verið boðaðar. Björn Bjarna- son væntir þess að þingmenn Samfylkingarinnar átti sig á því að breytingarnar byggi á skýrum málefnalegum rökum. „Samfylk- ingarmenn í ríkisstjórn sam- þykktu framlagningu frumvarps fjármálaráðherra um breytingar á tollalögum, svo ekki eru þeir allir samstiga innan þingflokks- ins [...] tillögurnar eru til þess fallnar að losa embættið út úr hinum stöðugu fjárhagslegu erf- iðleikum, sem valda reglulegu uppnámi innan þess,“ sagði Björn í fyrrnefndu tölvubréfi. Löggæslumálin í hnút FRÉTTASKÝRING MAGNÚS HALLDÓRSSON magnush@frettabladid.is JÓHANN R. BENEDIKTSSON Er ósáttur við boðaðar breytingar á löggæslumálum á Suðurnesjum og er tilbúinn til þess hætta störfum verði þær að veruleika. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BJÖRN BJARNASON Dómsmálaráð- herra telur breytingarnar vera skyn- samlegar og studdar málefnalegum rökum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON JÓHANN FUNDAR MEÐ STARFSMÖNN- UM Jóhann R. Benediktsson sést hér funda með samstarfsmönnum sínum 28. mars síðastliðinn. Þann dag óskaði hann eftir fundi með settum dómsmálaráðherra, Einari K. Guðfinnssyni, til að ræða starfslok sín. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR Ein af algengustu mýtum banda- rískra stjórnmála er sú að allt ríkt fólk styðji repúblikana og þeir sem minna mega sín styðji demó- krata. Þessi sýn hermir evrópskt módel um stuðning við vinstri og hægri flokka upp á Bandaríkin. Málið er hins vegar ekki svo ein- falt. Fylgi flokkanna er marg- slungið og mótast af ótal ástæð- um. Þannig eru spænskumælandi Bandaríkjamenn t.d. flestir hallir undir demókrata nema þeir sem eru ættaðir frá Kúbu. Þeir hafa ekki enn fyrirgefið John F. Kennedy fyrir að láta ekki kné fylgja kviði í Svínaflóa fyrir tæpum 50 árum. Það er því ekki alltaf auðvelt að átta sig á hvað skilur milli demó- krata og repúblikana. Síðastliðið haust var kosið til fylkisþings hér í Virginíu. Sá slagur sem mesta athygli vakti, var í kjördæmi bréf- ritara. Þar var kosið milli annars vegar konu sem var á móti óheftri byssueign og með réttindum sam- kynhneigðra og hins vegar karls sem var studdur af samtökum byssueiganda (NRA) og tilheyrir söfnuði sem leggur hatur á homma og lesbíur. Demókratinn vann og konum fækkaði á þingi. Það er þó hægt að skoða hver hefur stærstu sjóðina og hver gefur. Framlag til stjórnmála- flokks eða frambjóðanda er mjög góð vísbending um stuðning. Þegar skoðaðir eru þeir sem gefa meira en 10 þúsund dollara á hverjum tveimur árum, þetta er ríka fólkið sem hefur efni á að gefa svona mikið. Þá kemur í ljós að demó- kratar hafa haft vinninginn í tólf af síðustu fjórtán árum. Á yfir- standandi tímabili hafa demó- kratar fengið 58% fjármagnsins frá þessum hóp en repúblikanar 36%, rest fer til minni flokka. Á vefnum opensecrets.org sem er prýðisvefur til að skoða fram- lög til stjórnmálaflokka og fram- bjóðanda má finna mynd svipaða og hér að neðan. Hér er verið að sýna þau póstnúmer þar sem íbú- arnir gefa mest og hvernig skipt- ingin er milli flokka. Efstu póst- númerin eru öll í og við Central Park í New York. Íbúar þessara póstnúmera þar sem margt allra ríkasta fólk Bandaríkjanna býr gefur yfirgnæfandi meira til demókrata en til repúblikana. Blár litur merkir framlög til demó- krata, rauður repúblikana. Í efstu sætunum eru vogunar- sjóðsmilljónamæringarnir sem vinna á Wall Street og þar í kring. Hillary Clinton og fleiri þingmenn demókrata hafa um langt skeið verið sérstaklega áhugasöm um þennan hóp og lagt sig fram um að fá hann til fylgis við sig. Nú er svo komið að demókratar vita ekki alveg hvað þeir eiga að gera við þessa vini sína. Umræðan snýst um hvort hækka eigi fjármagns- tekjuskatt þannig að þessir millj- óna- og milljarðamæringar greiði sama hlutfall og þeir sem greiða tekjuskatt. Fjármagnstekjuskatt- urinn er 15 prósent, tekjuskattur 35 prósent. Hljómar þetta kunnug- lega? Hluti flokksins vill umfram allt hækka skatta á þessa milljóna- mæringa en hinn hlutinn vill ekki styggja hann fyrir sitt litla líf. Í sannleika sagt eru litlar líkur á að fjármagnstekjuskatturinn verði hækkaður. Auðmenn styðja demókrata Hinn 84 ára gamli Robert Mugabe, sem haldið hefur um valdataumana í Simbabve allt frá því að landið hlaut sjálfstæði frá Bretaveldi árið 1980, lætur enn eins og ekkert hafi í skorist þótt allt bendi til að hann hafi tapað forsetakosningum sem fram fóru 29. mars. Opinber úrslit kosninganna hafa enn ekki verið birt. Hvernig er daglegt líf í Simbabve? Lífskjör í Simbabve eru slæm fyrir flesta. Yfir fimm milljónir landsmanna, þar á meðal flestir hvítra Simbabve- manna, hafa flúið land. Atvinnuleysi er áætlað um 80 pró- sent. Óðaverðbólga geisar; hún er nú á að giska 150.000 pró- sent. Flestir íbúar landsins reyna að rækta sína eigin fæðu en uppskera hefur brugðist vegna þurrka og hundruð þúsunda svelta. Hvað hefur valdið þessu ástandi? Stjórnarandstaðan sakar Mugabe um að hafa eyðilagt það sem var eitt sinn þróaðasta ríki Afríku með gerræði, ekki síst með því að taka býli af hvítum bændum. Mugabe segir endurúthlutun býlanna hafa verið nauðsynlega til að gera eignarhald sanngjarnara í kjölfar nýlendutímans. Sakar hann vestræn öfl um að reyna að skaða efnahag Simbabves í því augnamiði að koma sér frá völdum. Hvað er fram undan? Sumir telja að versnandi lífskjör geti valdið því að herinn, sem hefur verið undirstaða valda Mugabe, hætti að framfylgja skipunum hans, en það myndi opna leiðina að valdaskiptum. Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnar- andstöðuflokksins Lýðræðishreyf- ingarinnar, yrði þá forseti en flokkur hans fullyrðir að hann sé nú þegar réttkjörinn forseti þar sem hann hafi hlotið yfir helming greiddra atkvæða í kosningunum 29. mars. FBL-GREINING: FORSETAKOSNINGAR Í SIMBABVE Mugabe lætur eins og ekkert hafi í skorist FRIÐJÓN R. FRIÐJÓNSSON skrifar frá Bandaríkjunum $12,8 $7,0 $5,3 $5,1 $5,1 $4,9 $4,5 $4,4 $4,3 $4,0 $3,8 $3,7 $3,6 $3,5 $3,4 $3,4 $3,3 $3,2 $3,1 10021 (New York, NY) 10022 (New York, NY) 10028 (New York, NY) 10023 (New York, NY) 10128 (New York, NY) 10024 (New York, NY) 10019 (New York, NY) 90210 (Beverly Hills, CA) 20007 (Washington, DC) 20016 (Washington, DC) 20854 (Potomac, MD) 20815 (Chevy Chase, MD) 60611 (Chicago, IL) 22101 (Mc Lean, VA) 60614 (Chicago, IL) 20008 (Washington, DC) 06830 (Greenwich, CT) 06831 (Greenwich, CT) 33480 (Palm Beach, FL) 60093 (Winnetka, IL) FRAMLÖG TIL FRAMBJÓÐENDA EFTIR PÓSTNÚMERUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.