Fréttablaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 22
22 10. apríl 2008 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 799 5.451 +0,40% Velta: 8.523 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,50 +0,54% ... Bakkavör 45,15 +1,92% ... Eimskipafélagið 24,50 -0,81% ... Exista 12,64 +6,22% ... FL Group 6,95 +2,51% ... Glitnir 18,10 +1,40% ... Icelandair 24,45 -0,20% ... Kaupþing 861,00 +1,41% ... Landsbank- inn 30,55 +1,16% ... Marel 91,90 +0,55% ... SPRON 5,45 +9,0% ... Straumur-Burðarás 12,65 +1,61% ... Teymi 4,42 +2,32% ... Össur 92,00 +0,00% MESTA HÆKKUN SKIPTI +6,21% SPRON +5,45% EXISTA +1,63% MESTA LÆKKUN ATLANTIC PET. -0,28% Dalir og sent Frá því í byrjun árs hefur gengi deCODE Genet- ics í Nasdaq OMX kauphöllinni í Bandaríkjun- um fallið úr um það bil 3,5 Bandaríkjadölum í tæplega 1,5 dali. Hér skal ósagt látið hvort þetta sé eðlileg sveifla á verði hlutabréf- anna. Áhugamaður um hlutabréfaverð heyrðist nýverið segja að áhyggju- efni væri ef verð bréfanna færi niður fyrir einn dal. Bandaríkja- dalurinn stendur um þessar mundir nálægt 72 krónum og má því velta fyrir sér hvort ekki sé þá ástæða til að hafa stórfelldar áhyggjur af þorra félaga sem hér eru skráð í kauphöll, að maður tali nú ekki um þeim ódýrustu, þar sem hlutabréfaverð nemur ekki nema nokkrum sentum. Þá má nefna að gengi jafnstöndugs fyrirtækis og Landsbankans er rétt undir „rapp- aragenginu“ 50 sentum á hlut. Friðurinn úti Gárungarnir halda því nú fram að friðurinn sé úti á viðskiptafarrými flugfélaganna í kjölfar þess að Evrópusambandið hefur samþykkt að heimila almenningi að nota farsíma í farþegaflugi síðar á þessu ári. Í samþykkt ESB felst, að flugfar- þegar geta nú talað í símann sinn, sent sms-skeyti og tölvupóst í þrjátíu þúsund feta hæð innan evrópskrar lofthelgi. Er gert ráð fyrir að flugfélögin setji upp sérstaka þjónustu í vélum sínum í þessum tilgangi. Á sama tíma og margir hafa brugðið á það ráð í alþjóðlegri lánsfjárkreppu að losa sig við dýrar og íburðarmiklar einkaþotur og ferðast þess í stað í almennu farþegaflugi, er víst að þessar fregnir munu koma sér vel. En hvort friðvænlegt verður fyrir aðra farþega í háloftunum skal ósagt látið. Peningaskápurinn ... Seðlabankinn á hvorki í viðræðum við evr- ópska seðlabankann um gjaldmiðlaskipti né norræna seðlabanka um aðgerðir til að styðja við íslenska banka. Forsætisráð- herra fullyrðir að gjaldeyrisforðinn verði aukinn. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að í undirbún- ingi sé að auka gjaldeyrisforða Seðlabankans, svo að hann geti mætt auknum erlendum eignum bankanna. Þetta er haft eftir honum á vef fréttaveitunnar Bloomberg. Þar segist ráðherrann ekki geta gefið upp nákvæma tölu í þessu sambandi. Haft er eftir Geir í Financial Times að ríkisstjórnin geti auðveldlega gefið út skuldabréf til að styrkja gjaldeyrisvaraforðann. Erlendar eignir bankanna nema yfir þúsund milljörðum króna en gjaldeyrisforðinn er nú um 220 milljarðar króna. Því er ljóst, að til þess að þetta gangi eftir, þarf að tryggja Seðlabankanum mörg hundruð milljarða króna til viðbótar við núverandi forða. „Svo mér sé kunnugt um erum við ekki í neinum viðræðum við evrópska seðlabankann um gjaldmiðla- skipti,“ segir Sturla Pálsson, yfirmaður alþjóðasviðs Seðlabankans. Hann kannast heldur ekki við að nú standi yfir viðræður við seðlabanka annars staðar á Norðurlöndum um sameiginlegan stuðning við banka. Mattias Persson, einn yfirmanna sænska seðlabank- ans, neitaði því einnig á dögunum að slíkar viðræður stæðu yfir. Yfirmaður í danska seðlabankanum neitaði að tjá sig um málið. „Við eigum í látlausu samtali við norræna seðla- banka og fleiri seðlabanka, en það eru engar formleg- ar viðræður í gangi við norrænu bankana.“ Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur sagt að verðugt sé að kanna „hvort Seðlabankinn geti tekið upp samstarf við seðlabanka í þeim ríkjum þar sem íslensku bankarnir eru umsvifamiklir“. Bankarnir eru til að mynda með nokkur umsvif á evrusvæðinu og stunda viðskipti sín mjög í evrum. Ráðherrann bætti því við í ræðu sinni á ársfundi Seðlabankans að þetta væri til skoðunar í bankanum og hnykkti á því í viðtali við fréttastofu Sjónvarpsins á dögunum. Bankastjórn Seðlabankans ræddi við Jurgen Stark, einn bankastjóra evrópska seðlabankans, í febrúar. Ekkert hefur verið gefið upp um hvað rætt var á fundinum. Fram kemur í Financical Times í gær að víða sé búist við því að fljótlega verði tilkynnt um einhvers konar samstarf norrænu seðlabankanna í þessum efnum. Tilkynnt verður um vaxtaákvörðun Seðlabankans í dag. Ýmsir vænta þess að þá nýti bankastjórnin tækifærið til að lýsa aðgerðum sínum til að tryggja íslensku bönkunum aðgang að lausafé í erlendri mynt. Geir H. Haarde kom frá Svíþjóð með einkaflugvél í gærkvöldi. Hann heldur vestur um haf seinnipartinn, en verður við störf hér heima þangað til. ingimar@frettabladid.is Forsætisráðherra ætlar að auka gjaldeyrisforðann GEIR H HAARDE Forsætisráðherra tilkynnti á ársfundi Seðla- bankans að til skoðunar væri að bankinn tæki upp samstarf við seðlabanka í þeim ríkjum þar sem umsvif bankanna væru mikil. „Ásakanir þess efnis að við höfum reynt að tala niður hlutabréfaverð eru alvarlegar. Við vísum þeim á bug,“ segir Andrew Honner, upplýsingafulltrúi breska vogunarsjóðsins Lansdowne Partners. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, sagði í Markaðnum í gær að Lansdowne og þrír aðrir sjóðir, Trafalgar Fund, Ako Capital og Cheney Capital hafi tekið skortstöður í íslenskum hlutabréf- um og skuldatryggingum. Þá hafi þeir og fleiri kerfisbundið haft samband við breska fjölmiðla og greiningardeildir þarlendra banka til að keyra skuldatryggingaálagið upp og fella hlutabréf bankanna. Fulltrúar þriggja sjóða sem Sigurður nefnir sögðu reglur þeirra meina þeim að tjá sig um einstök viðskipti með hlutabréf og skuldatryggingar. Cheney Capital er hins vegar skráður fyrir litlum hlut í Kaupþingi, samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins. Allir vísuðu þeir ásökunum Sigurðar á bug. „Þetta þarf að skoða mjög rækilega. Markaðsmis- notkun af því tagi sem virðist hafa verið viðhöfð er bæði siðlaus og sakhæf samkvæmt lögum. Ef þetta reynist rétt er ástæða til að taka málið föstum tökum,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kaup- hallarinnar. Hann segir erfitt að sannreyna málið en Fjármálaeftirlitið hafi ýmis ráð til þess. - jab Ásökunum stjórnarformanns Kaupþings vísað á bug KAUPHALLARFORSTJÓRINN Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir markaðsmisnotkun siðlausa og sakhæfa samkvæmt lögum en Fjármálaeftirlitið hafi ráð að sannreyna málið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Vangaveltur um að íslenska ríkið geti lent í greiðsluþroti eru fárán- legar,“ segir Geir H. Haarde for- sætisráðherra í samtali við frétta- veituna Bloomberg. Hann segir að útflutningur héðan fari vax- andi, viðskiptahallinn minnkandi og staða bankanna sé sterk. Matsfyrirtækið Moody‘s birti í gær skýrslu um Ísland þar sem segir meðal annars að Ísland komi betur út en önnur ríki sem hafa lánshæfiseinkunnina Aaa, en slík ríki geti auðveldlega hrist af sér erfiðleika í öllum geirum efnahagslífsins. En efnahags- kerfið gæti stefnt í harða lend- ingu sem gæti leitt til neikvæðs hagvaxtar í nokkra ársfjórðunga. Þá segir skýrsluhöfundur áhyggjuefni að skuldbindingar íslenskra fyrirtækja í erlendum gjaldmiðlum geti reynt á getu stjórnvalda sem lánveitanda til þrautarvara, þannig að það sam- ræmist ekki svo góðri lánshæfis- einkunn. Því hafi horfum Íslands fyrir einkunnina verið breytt úr stöðugum í neikvæðar í síðasta mánuði. - ikh Fáránlegar vangaveltur Fjárfestar laðast að þeim aðstæð- um sem einkennt hafa íslenskt fjármálakerfi að undanförnu eins og mý á mykjuskán og taka skort- stöðu í gjaldmiðlinum, hlutafélög- um sem starfa í gjaldmiðlinum, skuldabréfum þessara félaga og öðrum þeim stærðum sem unnt er að taka stöðu í og hagnast á að illa fari. Þetta segir í afkomuspá Greiningar Glitnis, sem dreift var til stærstu fjárfesta og viðskipta- vina bankans í lok síðustu viku. Þar segir enn fremur að afar erfitt sé að geta sér til um í hvaða mæli slíkar stöður séu þar sem veðjað er á að illa fari fyrir íslensku bönkunum og íslenskum efnahag, en eflaust hafi slíkar stöður þó ýkt allar neikvæðar hreyfingar á íslenskum hagstærð- um. Eins og kunnugt er hefur skuldatryggingaálag á íslensku bankana hækkað upp í hæstu hæðir að undanförnu, enda þótt það hafi lækkað nokkuð allra síð- ustu daga. Vitnar Greining Glitn- is til þess að heyrst hafi að ýmsir erlendir bankar og vogunarsjóðir kaupi skuldatryggingar á banka á Íslandi, Írlandi og Spáni, sem og öðrum löndum þar sem líkur þykja á efnahagslegum skelli í náinni framtíð, beinlínis í þeim tilgangi að hagnast þannig á fjár- málaóstöðugleika í þessum lönd- um. „Eins og við höfum áður bent á eru hins vegar litlar líkur á því að sú verði raunin hér á landi og búast má við að ýmsa þeirra sem keypt hafa skuldatryggingar í þessum tilgangi þrjóti örendið, í kjölfarið ætti skuldatryggingaá- lag íslensku bankanna að færast nær því sem raunveruleg greiðslu- fallsáhætta þeirra gefur til kynna,“ segir enn fremur í afkomuspá Glitnis. - bih Álagið ætti að lækka Kaupþing er stærra fyrirtæki en Motorola, Yahoo, Adidas og Mazda samkvæmt nýjum lista viðskipta- tímaritsins Forbes yfir stærstu félög heims. Kaupþing hoppar upp um 202 sæti frá því í fyrra og endar í sæti númer 593. Alls eru tvö þúsund fyrirtæki á list- anum og er þetta í annað sinn sem bank- inn nær þar inn. Stærð fyrirtækj- anna er metin útfrá veltu, hagn- aði, eignum og markaðsvirði. Fjármálafyrirtæki og olíufélög eru áber- andi í efstu sætum Forbes-listans. HSBC-bankinn er stærsta fyrirtæki heims, General Elect- ric í öðru sæti, Bank of America í þriðja, JP Morgan-bankinn í fjórða og olíufélagið Exxon Mobil í því fimmta. Á topp tíu- listanum eru sex fyr- irtæki bandarísk, tvö frá Hol- landi, eitt japanskt og eitt breskt. - bg Kaupþing stærra en Motorola og Mazda STÆRSTU FYRIRTÆKI Samkvæmt lista Forbes 1. HSBC bankinn 2. General Electric 3. Bank of America 4. JP Morgan Chase 5. Exxon Mobil ---- 593. Kaupþing banki 618. Motorola 648. Yahoo 700. Mazda ÁKVEÐA STÝRIVEXTI Í DAG Ingimundur Friðriksson og Davíð Oddsson munu tilkynna í dag hvort Seðlabankinn telji ástæðu til að hækka stýrivexti. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk í rúma 112 dali á tunnu á bandarískum fjármálamarkaði í gær. Verðmiðinn á gullinu svarta hefur aldrei sýnt hærra verð. Ástæðan er samdráttur á olíu- birgðum í Bandaríkjunum í síð- ustu viku, samkvæmt tölum úr skýrslu bandaríska orkumála- ráðuneytisins sem birt var í gær. Niðurstaðan er þvert á spár. Bloomberg-fréttaveitan hefur eftir Tom Bentz, miðlara hjá franska bankanum BNP Paribas, að spákaupmenn hafi leitað skjóls í auknum mæli á hrávöru- markaði. Sé lítið sem hindri frek- ari verðhækkun á næstunni. - jab Gullið svarta upp í 112 dali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.