Fréttablaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 10. apríl 2008 Hollenski fatahönnuðurinn Frans Molenaar sýndi á dög- unum sumarlínuna fyrir árið 2008. Sýningin fór fram á Amstel-hótel- inu í Amsterdam og þótti einkenn- andi fyrir hönnuðinn. Fáguð, falleg og dömuleg. Barðastórir hattar og aðskornir jakkar í anda sjötta og sjöunda ára- tugarins voru áberandi. Molenaar er þekktur fyrir ein- faldan stíl og glæsileika og gæði í efnisvali. Eftir að hafa unnið hjá stórum tískuhúsum í París eins og Guy Laroche og Nina Ricci stofnaði hann sitt eigið tískufyrirtæki í Hol- landi árið 1967. Hann segir fata- hönnun einungis áhugamál en kynn- ir þó tvær línur á hverju ári og stefnir á hundrað línur á 75 ára afmælisdaginn sinn en hann er 68 ára. - rat Sumarlína Molenaar Kvenleg höfuðföt og aðskornir jakkar sáust í sumarlínu Frans Molenaar. Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Bleikt skraut úr plasti og viði Í töskum og skóm er ekki um að ræða neinar byltingar sumarið 2008. Fylgihlutir fylgja þeirri þróun sem hefur verið í gangi síð- ustu árstíðir. Töskur eru enn í ofurstærð og sandalar fyrir þetta sumar eru með þykkum botni hvort sem um er að ræða fyllta hæla, svokallaða platform-hæla eða venjulega hæla. Oft eru sandalarnir úr strigaefni. Sólarnir eru áfram þykkir að framan, jafnvel tveggja til þriggja sentimetra þykkir en það er mun þægi- legra þegar hælar eru háir. Það er sömuleiðis staðreynd, hælar eru ekkert að lækka. Reyndar má aðeins sjá skó og sandala sem eru fínlegri og með mjórri hælum en síðustu misseri en skórnir endurspegla þá tískulínur sem eru stílhreinni. Oft eru hælarnir þykku úr viði og passa þá vel við klæðnaðinn í anda áttunda ára- tugarins eins og hjá Soniu Rykiel. Í sumar verða sömuleiðis áber- andi mjög nýstárlegir hælar með mismunandi lagi, til dæmis þrí- hyrndir (Sergio Rossi, Fendi) eða ferkantaðir eins og finna má hjá Marc Jacobs. Í einni útgáfu hans er hællinn aðeins á fram- hlutanum, líkt og enginn hæll sé á afturhluta skónna. Minna er af lökkuðu leðri en áður bæði í skóm og töskum þótt það sé ekki alveg horfið. Töskurnar eru eins og síðustu misseri stórar og ekki er verra ef þær eru úr dýrum skinnum til dæmis krókódíl eins og í hvítu og svörtu töskunum hjá Dior. Guess veðjar á strút en Gucci og Tod‘s á snák. Yves Saint Laurent heldur sig enn við metsölutösku sína Muse en hún hefur verið á toppnum í nokkur misseri. Eins og skórnir endurspegla handtöskurnar sterka liti sumarsins. Til dæmis sólgult eins og sést í striga Louis Vuitton þetta sumarið. Skærgrænt er ríkjandi sem og blátt og rautt. Fúshíableikt er einn aðalliturinn í sumar en einnig má sjá margar útgáfur af bleiku, allt frá fölbleiku yfir í sterkan bleikan lit. Allir fylgihlutirnir eru til í bleiku, skór, töskur, belti, hálsfestar og svo mætti áfram telja. Málmlitir eru á útleið þótt enn megi finna gyllt hjá YSL og fleirum. Skartgripir eru áberandi og í yfirstærð. Ekki fer milli mála að andi sjöunda og áttunda áratugarins svífur yfir vötnum. Skart- gripir eru ekki lengur úr eðalmálmum eða dýrum steinum heldur plexi-harðplasti sem er aðalefnið. YSL býður upp á margar mis- munandi hálsfestar úr plexi og gylltum málmi eða risastórar stjörnur, sömuleiðis úr plexi. Það þýðir þó ekki að þessir skart- gripir séu á spottprís. Til dæmis er ein stjörnuhálsfesti YSL á 2.560 evrur. Plexíið er einnig í aðalhlutverki hjá Christian Lac- roix sem hannar stór armbönd með semelíusteinum í mismun- andi litum. Fylgihlutir sem og fatnaður lofa því litríku og lifandi sumri. bergb75@free.fr Skeifunni 11 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 • Fax: 517-6465 www.belladonna.is Léttar yfi rhafnir stærðir 42-58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.