Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.04.2008, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 10.04.2008, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Sundkonan Erla Dögg Haraldsdóttir, sem náði ólympíulágmarkinu í tveimur greinum á Meist- aramóti Íslands í sundi, þarf á stórum fataskáp að halda. Hún er veik fyrir fötum og þá sérstak- lega gallabuxum. Þrátt fyrir að ég féll strax fyrir enda eru þær ólíkar þeim sem ég á fyrir,“ segir Erla Dögg.Buxurnar, sem eru með snúnum saumum og tvöföldum rassvösum, eru þröngar að neðan og notar hún þær annað hvort við stígvél eða opna skó Erla, sem sigraði sexf l ás di Öðruvísi gallabuxur Erla Dögg á gallabuxur í stöflum en þessar, sem eru drappplitaðar, með snúnum saumum og tvöföldum rassvösum, eru ólíkar þeim sem hún á fyrir. DRESSAÐIR UPPFeðgarnir Björn Ingi Hilmarsson og Arnmundur Ernst Backman fóru nýlega í búðir og völdu föt hvor á annan. TÍSKA 4 NÁTTÚRAN.ISListakonan Guðrún Tryggvadóttir heldur úti vefsíðu þar sem hún fjallar um náttúruvernd í sem víðustum skilningi. HEILSA 6 M YN D /E LL ER T G RÉ TA RS SO N suðurlandFIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2008 Hótel Laki Ný heilsulind í haustBLS. 4 Allt sem þú þarft... ...alla daga Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára skv. könnun Capacent 1. nóv. 2007–31. jan. 2008 Við stöndum upp úr 41,96% 35,99% 68,90% Fréttablaðið er með 64,20% meiri lestur en 24 stundir og 91,44% meiri lestur en Morgunblaðið. Fréttablaðið 24 stundir M orgunblaðið Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 10. apríl 2008 — 97. tölublað — 8. árgangur Byggja mest á útflutningi Sjötíu ár frá stofnun Lýsis hf. TÍMAMÓT 34 VelduektaMyllu Heimilisbrauð - brauðið sem allir á heimilinu velja HEILBRIGÐISMÁL „Við erum eina slysadeildin á Reykjavíkursvæð- inu þannig að við þurfum bara að fylla í skörðin, við getum ekki minnkað við okkur,“ segir Ófeigur Þorgeirsson, yfirlæknir á slysa- og bráðasviði Landspítalans. Yfirlæknar á slysadeild hafa undanfarið þurft að taka vaktir deildarlækna vegna manneklu. Dæmi eru einnig um að yfirlækn- ar hafi farið í útköll með neyðar- bíl, sem aðrir læknar sinntu áður. Landspítalinn lagði niður fasta læknavakt á neyðarbíl spítalans í upphafi árs og fara læknar nú ein- göngu með bílnum þegar það er talið nauðsynlegt. Nokkrir ung- læknar á slysadeild sögðu upp störfum vegna óánægju með ákvörðunina. Ófeigur segir að lækna vanti nú í þrjú stöðugildi á slysadeild. Ólík- legt sé að hægt verði að ráða í störfin fyrr en í haust. Þangað til þurfi aðrir læknar að bæta á sig vöktum, umfram fulla vinnu. „Læknar liggja vanalega ekki á lausu með litlum fyrirvara, menn eru oftast búnir að skipuleggja sig fram í tímann,“ segir Bjarni Þór Eyvindsson, læknir á slysadeild. „Það er ljóst að það verður mönn- unarvandamál þarna fram á haust, nema eitthvað nýtt komi til.“ Bjarni segir að suma daga hafi ekki fengist neinn tiltækur læknir í neyðarbílinn. „Þegar vantar svona marga lækna á slysadeild- ina verður álagið meira á þá sem eftir sitja. Síðan um áramótin hefur verið skortur á deildarlækn- um og það hefur orðið til þess að læknar þurfa að taka fleiri vaktir og færri eru til að sinna þeim verkefnum sem þarf að sinna,“ segir Bjarni. steindor@frettabladid.is Yfirlæknar í neyðar- bíl vegna manneklu Yfirlæknar á slysa- og bráðasviði Landspítalans taka sjálfir vaktir deildarlækna vegna manneklu í kjölfar uppsagna. Dæmi eru um að yfirlæknar hafi farið í útköll með neyðarbíl. Ólíklegt að nýir læknar fáist í stöðurnar fyrr en í haust. 23 ára ritstjóri Atli Fannar Bjarkason tekur við ritstjórn Mónitors. FÓLK 46 Syngur með Bubba Björn Jörundur og Bubbi Morthens syngja saman í fyrsta sinn. FÓLK 58 BJARTAST VIÐ FAXAFLÓA Í dag verða NA 5-10 m/s víðast hvar. Él á Vestfjörðum, stöku él norðan til og austan og hætt við lítilsháttar vætu allra syðst. Bjart með köflum suðvestan og vestan til. Frostlaust. VEÐUR 4 3 1 4 1 1 ERLA DÖGG HARALDSDÓTTIR Öðruvísi gallabuxur tíska heimili heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS SUÐURLAND Hekla, heilsa og guðdómleg kyrrð Sérblað um Suðurland FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG LÖGREGLUMÁL Margir starfsmenn lögreglustjórans á Suðurnesjum telja Harald Johannessen ríkislögreglustjóra standa að baki breytingunum á löggæslu- störfum á Suðurnesjum sem dómsmálaráðherra hefur boðað, samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins. Margir heimildarmenn Fréttablaðsins telja að samskipti embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum og ríkislögreglu- stjóra hafi lengi verið stirð og það geri deiluna um breytingarn- ar enn erfiðari að leysa. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að embætti ríkislög- reglustjóra hafi oftar en einu sinni gagnrýnt embætti lögreglu- stjóra á Suðurnesjum og hafi meðal annars einu sinni látið gera óformlega rannsókn vegna gruns um upplýsingaleka. - mh / sjá síðu 16 Löggæsla á Suðurnesjum: Segja embætti hafa deilt hart Á VETTVANGI Menn úr slökkviliði höfuðborgarsvæðisins rýmdu Turninn og börðust við að slökkva eldinn þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. Rýma þurfti Turninn en fólk var á 12. og 19. hæð hans þegar eldurinn kviknaði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BANDARÍKIN Til ryskinga kom milli stuðningsmanna Kína og stuðningsmanna Tíbets þegar ólympíueldur- inn kom til San Francisco í gær. Þúsundir manna höfðu safnast saman meðfram leiðinni þar sem hlaupa átti með kyndilinn. Hlaupararnir þurftu að kljást við fleiri hópa en þá sem styðja málstað Tíbeta, því á staðinn voru mættir hópar sem notuðu tækifærið til ýmiss konar mótmæla. Þar á meðal voru nektarsinnar sem vilja að ólympíuleikarnir verði haldnir án fata eins og tíðkaðist í Grikklandi til forna. Ólympíueldurinn var fluttur frá París til San Franscico með óvenju mikilli leynd. Flugvélin, sem flutti logann, lenti í skjóli nætur og öryggisgæslan minnti helst á það sem þekkist þegar þjóðarleiðtogar koma í heimsókn. Hvarvetna þar sem eldurinn hefur komið hafa mótmælendur mætt á svæðið og látið á sér bera, allt frá því kveikt var á kyndlinum í Grikklandi 25. mars síðastliðinn. Í París þurfti að slökkva nokkrum sinnum á kyndlinum á mánudaginn og hluta af leiðinni var hann fluttur í bifreið. Daginn áður átti lögreglan í London fullt í fangi með að halda mótmælendum í skefjum. - gb Ólympíueldurinn fluttur í skjóli nætur til San Francisco: Ryskingar fylgdu ólympíukyndlinum Man. Utd og Barcelona mætast Man. Utd og Barcelona komust í undan- úrslit Meistara- deildarinnar í gær. ÍÞRÓTTIR 52 VEÐRIÐ Í DAG HÖRÐ MÓTMÆLI Lögreglan fylgdist með mótmælendum í San Francisco í gær þegar hlaupið var með ólympíueldinn um borgina. Kyndilsins var vandlega gætt enda hafa verið gerðar þó nokkrar tilraunir til að slökkva á honum síðustu daga. NORDICPHOTOS/AFP ELDSVOÐI Mikill viðbúnaður var í gærkvöldi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins þegar reyk lagði frá hliðarbyggingu Turnsins á Smáratorgi í Kópavogi. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu var Turninn rýmdur en fólk var bæði á veitingastaðn- um á 19. hæð turnins sem og í líkamsræktarstöðinni World Class sem er á 12. hæð. Reykkafarar fundu upptök eldsins á annarri hæð, fyrir ofan leikfangaverslunina Toys´R´Us, þegar klukkan var níu mínútur gengin í ellefu og hófust handa við að ráða niðurlögum hans. Svo virtist sem kviknað hefði í brettum og spýtnadrasli. Þannig var staðan þegar Frétta- blaðið fór í prentun. Ekki var unnt að segja til um upptök eldsins á því stigi. - gar Viðbúnaður á Smáratorgi: Rýmdu Turninn vegna eldsvoða í viðbyggingu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.