Fréttablaðið - 10.04.2008, Síða 1

Fréttablaðið - 10.04.2008, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Sundkonan Erla Dögg Haraldsdóttir, sem náði ólympíulágmarkinu í tveimur greinum á Meist- aramóti Íslands í sundi, þarf á stórum fataskáp að halda. Hún er veik fyrir fötum og þá sérstak- lega gallabuxum. Þrátt fyrir að ég féll strax fyrir enda eru þær ólíkar þeim sem ég á fyrir,“ segir Erla Dögg.Buxurnar, sem eru með snúnum saumum og tvöföldum rassvösum, eru þröngar að neðan og notar hún þær annað hvort við stígvél eða opna skó Erla, sem sigraði sexf l ás di Öðruvísi gallabuxur Erla Dögg á gallabuxur í stöflum en þessar, sem eru drappplitaðar, með snúnum saumum og tvöföldum rassvösum, eru ólíkar þeim sem hún á fyrir. DRESSAÐIR UPPFeðgarnir Björn Ingi Hilmarsson og Arnmundur Ernst Backman fóru nýlega í búðir og völdu föt hvor á annan. TÍSKA 4 NÁTTÚRAN.ISListakonan Guðrún Tryggvadóttir heldur úti vefsíðu þar sem hún fjallar um náttúruvernd í sem víðustum skilningi. HEILSA 6 M YN D /E LL ER T G RÉ TA RS SO N suðurlandFIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2008 Hótel Laki Ný heilsulind í haustBLS. 4 Allt sem þú þarft... ...alla daga Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára skv. könnun Capacent 1. nóv. 2007–31. jan. 2008 Við stöndum upp úr 41,96% 35,99% 68,90% Fréttablaðið er með 64,20% meiri lestur en 24 stundir og 91,44% meiri lestur en Morgunblaðið. Fréttablaðið 24 stundir M orgunblaðið Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 10. apríl 2008 — 97. tölublað — 8. árgangur Byggja mest á útflutningi Sjötíu ár frá stofnun Lýsis hf. TÍMAMÓT 34 VelduektaMyllu Heimilisbrauð - brauðið sem allir á heimilinu velja HEILBRIGÐISMÁL „Við erum eina slysadeildin á Reykjavíkursvæð- inu þannig að við þurfum bara að fylla í skörðin, við getum ekki minnkað við okkur,“ segir Ófeigur Þorgeirsson, yfirlæknir á slysa- og bráðasviði Landspítalans. Yfirlæknar á slysadeild hafa undanfarið þurft að taka vaktir deildarlækna vegna manneklu. Dæmi eru einnig um að yfirlækn- ar hafi farið í útköll með neyðar- bíl, sem aðrir læknar sinntu áður. Landspítalinn lagði niður fasta læknavakt á neyðarbíl spítalans í upphafi árs og fara læknar nú ein- göngu með bílnum þegar það er talið nauðsynlegt. Nokkrir ung- læknar á slysadeild sögðu upp störfum vegna óánægju með ákvörðunina. Ófeigur segir að lækna vanti nú í þrjú stöðugildi á slysadeild. Ólík- legt sé að hægt verði að ráða í störfin fyrr en í haust. Þangað til þurfi aðrir læknar að bæta á sig vöktum, umfram fulla vinnu. „Læknar liggja vanalega ekki á lausu með litlum fyrirvara, menn eru oftast búnir að skipuleggja sig fram í tímann,“ segir Bjarni Þór Eyvindsson, læknir á slysadeild. „Það er ljóst að það verður mönn- unarvandamál þarna fram á haust, nema eitthvað nýtt komi til.“ Bjarni segir að suma daga hafi ekki fengist neinn tiltækur læknir í neyðarbílinn. „Þegar vantar svona marga lækna á slysadeild- ina verður álagið meira á þá sem eftir sitja. Síðan um áramótin hefur verið skortur á deildarlækn- um og það hefur orðið til þess að læknar þurfa að taka fleiri vaktir og færri eru til að sinna þeim verkefnum sem þarf að sinna,“ segir Bjarni. steindor@frettabladid.is Yfirlæknar í neyðar- bíl vegna manneklu Yfirlæknar á slysa- og bráðasviði Landspítalans taka sjálfir vaktir deildarlækna vegna manneklu í kjölfar uppsagna. Dæmi eru um að yfirlæknar hafi farið í útköll með neyðarbíl. Ólíklegt að nýir læknar fáist í stöðurnar fyrr en í haust. 23 ára ritstjóri Atli Fannar Bjarkason tekur við ritstjórn Mónitors. FÓLK 46 Syngur með Bubba Björn Jörundur og Bubbi Morthens syngja saman í fyrsta sinn. FÓLK 58 BJARTAST VIÐ FAXAFLÓA Í dag verða NA 5-10 m/s víðast hvar. Él á Vestfjörðum, stöku él norðan til og austan og hætt við lítilsháttar vætu allra syðst. Bjart með köflum suðvestan og vestan til. Frostlaust. VEÐUR 4 3 1 4 1 1 ERLA DÖGG HARALDSDÓTTIR Öðruvísi gallabuxur tíska heimili heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS SUÐURLAND Hekla, heilsa og guðdómleg kyrrð Sérblað um Suðurland FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG LÖGREGLUMÁL Margir starfsmenn lögreglustjórans á Suðurnesjum telja Harald Johannessen ríkislögreglustjóra standa að baki breytingunum á löggæslu- störfum á Suðurnesjum sem dómsmálaráðherra hefur boðað, samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins. Margir heimildarmenn Fréttablaðsins telja að samskipti embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum og ríkislögreglu- stjóra hafi lengi verið stirð og það geri deiluna um breytingarn- ar enn erfiðari að leysa. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að embætti ríkislög- reglustjóra hafi oftar en einu sinni gagnrýnt embætti lögreglu- stjóra á Suðurnesjum og hafi meðal annars einu sinni látið gera óformlega rannsókn vegna gruns um upplýsingaleka. - mh / sjá síðu 16 Löggæsla á Suðurnesjum: Segja embætti hafa deilt hart Á VETTVANGI Menn úr slökkviliði höfuðborgarsvæðisins rýmdu Turninn og börðust við að slökkva eldinn þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. Rýma þurfti Turninn en fólk var á 12. og 19. hæð hans þegar eldurinn kviknaði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BANDARÍKIN Til ryskinga kom milli stuðningsmanna Kína og stuðningsmanna Tíbets þegar ólympíueldur- inn kom til San Francisco í gær. Þúsundir manna höfðu safnast saman meðfram leiðinni þar sem hlaupa átti með kyndilinn. Hlaupararnir þurftu að kljást við fleiri hópa en þá sem styðja málstað Tíbeta, því á staðinn voru mættir hópar sem notuðu tækifærið til ýmiss konar mótmæla. Þar á meðal voru nektarsinnar sem vilja að ólympíuleikarnir verði haldnir án fata eins og tíðkaðist í Grikklandi til forna. Ólympíueldurinn var fluttur frá París til San Franscico með óvenju mikilli leynd. Flugvélin, sem flutti logann, lenti í skjóli nætur og öryggisgæslan minnti helst á það sem þekkist þegar þjóðarleiðtogar koma í heimsókn. Hvarvetna þar sem eldurinn hefur komið hafa mótmælendur mætt á svæðið og látið á sér bera, allt frá því kveikt var á kyndlinum í Grikklandi 25. mars síðastliðinn. Í París þurfti að slökkva nokkrum sinnum á kyndlinum á mánudaginn og hluta af leiðinni var hann fluttur í bifreið. Daginn áður átti lögreglan í London fullt í fangi með að halda mótmælendum í skefjum. - gb Ólympíueldurinn fluttur í skjóli nætur til San Francisco: Ryskingar fylgdu ólympíukyndlinum Man. Utd og Barcelona mætast Man. Utd og Barcelona komust í undan- úrslit Meistara- deildarinnar í gær. ÍÞRÓTTIR 52 VEÐRIÐ Í DAG HÖRÐ MÓTMÆLI Lögreglan fylgdist með mótmælendum í San Francisco í gær þegar hlaupið var með ólympíueldinn um borgina. Kyndilsins var vandlega gætt enda hafa verið gerðar þó nokkrar tilraunir til að slökkva á honum síðustu daga. NORDICPHOTOS/AFP ELDSVOÐI Mikill viðbúnaður var í gærkvöldi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins þegar reyk lagði frá hliðarbyggingu Turnsins á Smáratorgi í Kópavogi. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu var Turninn rýmdur en fólk var bæði á veitingastaðn- um á 19. hæð turnins sem og í líkamsræktarstöðinni World Class sem er á 12. hæð. Reykkafarar fundu upptök eldsins á annarri hæð, fyrir ofan leikfangaverslunina Toys´R´Us, þegar klukkan var níu mínútur gengin í ellefu og hófust handa við að ráða niðurlögum hans. Svo virtist sem kviknað hefði í brettum og spýtnadrasli. Þannig var staðan þegar Frétta- blaðið fór í prentun. Ekki var unnt að segja til um upptök eldsins á því stigi. - gar Viðbúnaður á Smáratorgi: Rýmdu Turninn vegna eldsvoða í viðbyggingu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.