Fréttablaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 6
6 10. apríl 2008 FIMMTUDAGUR
HEILBRIGÐISMÁL „Ég er á móti flöt-
um sparnaði. Ég vil heldur að fólkið
á gólfinu sé virkjað til að sjá út
lausnir sem leiða til meiri nýtingu
og minni fjárútláta,“ segir Gunnar
Skúli Ármannsson, sérfræðingur á
svæfingar- og gjörgæsludeild
Landspítalans. Sjálfur hefur Gunn-
ar sparað Landspítalanum rúmar
sjö milljónir síðustu fimm ár með
einföldum breytingum sem
sjúkl ingar og starfsmenn kunna
vel að meta.
„Þegar ég kom frá Svíþjóð árið
1999 var einhverra hluta vegna
komin upp sú hefð á spítalanum að
tveir parkódin-stílar voru settir
upp í endaþarm allra fullorðinna
sjúklinga sem skornir voru þar
upp,“ segir Gunnar sem velti því
fyrir sér hvers vegna þetta væri
gert bæði vegna þeirra óþæginda
sem stílainngjöfin gat valdið
sjúkl ingum og starfsfólki auk þess
sem hann taldi mörg önnur lyf
heppilegri fyrir sjúklinga.
Fyrir fimm árum kom hann því
svo til leiðar að nú fá þeir sem fara
í aðgerð á spítalanum tvær töflur
af panódíl. Bendir hann á að ef
miðað sé við að 12.000 sjúklingar
fái tvo parkódín-stíla kosti það ríkið
yfir árið 1.413.600 krónur á ári en
fái þeir allir tvær panódíl sé kostn-
aðurinn vegna þess 41.280 krónur á
ári. Með breytingunni sparist því
1,3 milljónir króna árlega án nokk-
urra óþæginda, þvert á móti. - kdk
Læknir bendir á að auðveldar leiðir til sparnaðar leynist víða öllum til hagsbóta:
Sparaði sjúkum óþægindi og aura
GUNNAR SKÚLI ÁRMANNSSON Telur að
hentugustu leiðirnar til sparaðar leynist
í að virkja starfsfólkið sjálft til að finna
lausnir sem geti nýst öllum vel.
ALÞINGI Enn er óljóst hvort stjórnvöld sækist eftir
sérstöku íslensku ákvæði í samningaviðræðum um
næsta skuldbindingartímabil Kyoto-bókunarinnar.
Málið var rætt utan dagskrár á Alþingi í gær og
reyndu þingmenn að krefja Þórunni Sveinbjarnar-
dóttur umhverfisráðherra svara. Hún lét ekkert
uppi um hugsanlegar sérkröfur og sagði ekkert ríki
hafa enn lagt fram formlegar tillögur með töluleg-
um skuldbindingum. Þórunn sagði Ísland meðal
annars vilja skoða endurheimt votlendis sem
viðurkennda bindingarleið gróðurhúsalofttegunda
og að sértækum aðgerðum verði beitt til að minnka
losun frá flugi og siglingum.
Höskuldur Þór Þórhallsson, Framsóknarflokki,
var málshefjandi og sagði hann afskaplega mikil-
vægt að Ísland fái undanþágu frá endanlegum
samningi. Það varðaði bæði fjárhagslega og
umhverfislega hagsmuni.
Flokksbróðir hans, Samúel Örn Erlingsson, gekk
lengra og sagði mikilvægt að sótt yrði um eins mikla
losunarkvóta og hægt væri. „Ég hvet ráðherrann til
að berjast fyrir auknum losunarheimildum með
kjafti og klóm,“ sagði Samúel.
Sjö samningafundir eru boðaðir í ár og á næsta ári
áður en endanlega verður gengið frá samkomulagi
um næsta skuldbindingartímabil Kyoto-bókunarinn-
ar í Kaupmannahöfn í lok næsa árs. - bþs
Framsóknarmenn vilja að stjórnvöld berjist fyrir auknum losunarheimildum:
Samningsmarkmið Íslands enn óljós
ÞÓRUNN SVEINBJARNARDÓTTIR Enn er óljóst hvort stjórnvöld
sækist eftir sérstöku íslensku ákvæði í samningaviðræðum um
næsta skuldbindingatímabil Kyoto-bókunarinar. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
KÍNA, AP Kínversk stjórnvöld
hyggjast banna reykingar í
skólum. Ráðstöfunin er liður í
viðleitni Kínastjórnar til að draga
úr reykingum í landinu fyrir
Ólympíuleikana í Peking í sumar,
að því er kínverskir ríkisfjölmiðl-
ar greindu frá. Bannið á að taka
gildi á alþjóðlega reyklausa
deginum 31. maí.
Nýlega tilkynnti kínverska
heilbrigðisráðuneytið bann við
reykingum á flestum opinberum
stöðum í Peking. Það bann á að
taka gildi 1. maí.
Um 350 milljónir Kínverja
reykja, sem er þriðjungur allra
reykingamanna heims. - aa
Þrengt að reykingum í Kína:
Reykingabann
sett í skólum
AFGANISTAN, AP Kjörstjórn í
Afganistan hefur ákveðið að
sameina ekki forseta- og þingkosn-
ingar, heldur halda þær í tvennu
lagi á næstu tveimur árum þrátt
fyrir að því fylgi mikill kostnaður.
Lagt hafði verið til að sameina
kosningarnar í sparnaðarskyni.
Síðast voru haldnar forsetakosn-
ingar í Afganistan árið 2004 og
þingkosningar árið 2005, og var
alþjóðlegt gjafafé að mestu notað
til að standa straum af því. - gb
Kosningar í Afganistan:
Verða haldnar í
tvennu lagi
TRYGGINGAMÁL Fjölskyldur sem
ætla að fá endurgreiðslur frá Trygg-
ingastofnun vegna talþjálfunar
barna sinna þurfa að framfylgja
svo ströngum formkröfum um
umsókn að nær ómögulegt virðist
fyrir þær og talmeinafræðinga að
uppfylla þær. Þetta segir Andrés
Ævar Grétarsson, faðir drengs á
fimmta ári sem fæddist með skarð í
vör og góm og hefur því þurft á tal-
þjálfun að halda.
Að sögn Friðriks Rúnars Guð-
mundssonar, formanns Félags tal-
kennara og talmeinafræðinga,
sögðu flestir talmeinafræðingar sig
frá gildandi samningi milli samn-
inganefndar heilbrigðisráðherra
fyrir áramót en aðalástæður þess
voru óánægja með samskipti við
Tryggingastofnun.
Heilbrigðisráðherra lét því útbúa
reglugerð um styrki Trygginga-
stofnunar vegna þjónustu sjálfstætt
starfandi talmeinafræðinga. Andr-
és segir að Tryggingastofnun geri
hins vegar svo strangar kröfur til
umsókna að fjölskyldan hafi engar
endurgreiðslur fengið eftir að tal-
meinafræðingur þeirra sagði sig
frá samningnum, þrátt fyrir ítrek-
aðar tilraunir. „Við verðum því að
greiða um það bil 25 til 30 þúsund
krónur á mánuði fyrir talþjálfun
sonar okkar. Hann þarf mikið á
þessari þjónustu að halda en svo er
komið að tilraunir okkar til að barn-
ið okkar eigi sömu möguleika og
önnur börn eru að sliga peningamál
fjölskyldunnar,“ segir Andrés.
Hann útskýrir því næst að meðal
þeirra krafna sem gerðar eru til
styrkumsókna séu að bæði foreldr-
ar og talmeinafræðingur verði að
útfylla plagg sem sýnir fram á
komu barnsins í tíma og hvenær
það fer út. Ekki megi skeika mínútu
í útfyllingunum og því treysti tal-
meinafræðingur þeirra sér ekki til
að skrifa undir þessar tímalengdir
eða fara eftir bókunartímum þar
sem oft séu börn kölluð aðeins á
undan inn í bókaðan tíma eða aðeins
á eftir.
Þá segir Friðrik Rúnar að þessar
ströngu kröfur hafi gert það að
verkum að mörgum talmeinafræð-
ingum finnist sem þeim sé sýnt það
mikið vantraust að þeir hafi ekki
vilja til að ganga að þessum skilyrð-
um Tryggingastofnunar.
Eyrún Ísfold Gísladóttir tal-
meinafræðingur segir að hennar
reynsla sé sú að nægilegt sé að
skrifa undir bókunartíma barnsins
til að foreldrar fái endurgreiðslu að
hluta fyrir meðferð barnsins, séu
öll önnur atriði sem kveðið er á um
innan reglugerðarinnar í lagi. „Fólki
er samt gert ótrúlega erfitt fyrir og
ég dáist að þeim foreldrum sem ná
að halda sínu striki í þessu erfiða
kerfi,“ segir hún. karen@frettabladid.is
Fá ekki endurgreiðslu
vegna talþjálfunar
Faðir fjögurra ára drengs segir nær ómögulegt að uppfylla formkröfur vegna
endurgreiðslna fyrir talþjálfun sonar þeirra. Þjálfunin sé drengnum algjör
nauðsyn en greiðslur vegna hennar séu að sliga fjármál fjölskyldunnar.
TRYGGINGASTOFNUN „Fólki er samt gert ótrúlega erfitt fyrir og ég dáist að þeim
foreldrum sem ná að halda sínu striki í þessu erfiða kerfi,“ segir Eyrún Ísfold
Gísladóttir talmeinafræðingur um þá erfiðleika sem hún segir mæta foreldrum
hjá Tryggingastofnun. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
NÖKKVI PÁLL Nökkvi fæddist með skarð í vör og
góm. Hann hefur gengist undir fjölda aðgerða
vegna þessa en þarf á meðferð talmeinafræðings
að halda. Faðir Nökkva segir fjölskylduna ekki hafa
fengið endurgreiðslur frá Tryggingarstofnun og nú
sé svo komið að greiðslunar séu að sliga peninga-
mál fjölskyldunnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Skoða kræklinga í Kanada
Bergsveinn G. Reynisson hefur fengið
25 þúsund króna styrk frá Dalabyggð
vegna ferðar til Kanada á ráðstefnu
um kræklingarækt. Bergsveinn hyggur
á kræklingarækt við innanverðan
Breiðafjörð.
DALABYGGÐ
SVEITARSTJÓRNIR Miklar áhyggjur
eru hjá mönnum í Hrunamanna-
hreppi vegna lokunar útibús
Kaupþings á Flúðum og óvissu með
póstþjónustu.
„Það er gríðarleg
eftirsjá í
bankanum og
fólk almennt
mjög ósátt við
framvindu
málsins,“ segir á
heimasíðu
Hrunamanna-
hrepps þar sem
kemur fram að
sveitarstjórinn og oddvitinn hafi
rætt við alla útibússtjóra bankanna á
Selfossi. „Við sættum okkur illa við
að missa þessar þjónustustofnanir,“
segir á heimasíðunni og lesendum
bent á mótmælalista í versluninni
Strax og á skrifstofu hreppsins. - gar
Kaupþing lokar á Flúðum:
Íbúar mótmæla
lokun bankans
ÍSÓLFUR GYLFI
PÁLMASON
Munu pálmatré skjóta rótum á
Íslandi á okkar tímum?
JÁ 15,7%
NEI 84,3%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Eiga Íslendingar að sniðganga
Ólympíuleikana í Peking?
Segðu skoðun þína á vísir.is
KJÖRKASSINN