Fréttablaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 29
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Sundkonan Erla Dögg Haraldsdóttir, sem náði ólympíulágmarkinu í tveimur greinum á Meist- aramóti Íslands í sundi, þarf á stórum fataskáp að halda. Hún er veik fyrir fötum og þá sérstak- lega gallabuxum. Þrátt fyrir að sundkonan Erla Dögg Haraldsdóttir verji miklum tíma ofan í laug gefur hún sér tíma til að kíkja í búðir og hefur gaman af því að kaupa sér föt. „Ég er mest fyrir gallabuxur og boli og á Levi‘s- og Diesel-gallabuxur í stöflum. Um daginn var ég að rölta niðri í miðbæ Reykjavíkur og kíkti inn í verslunina Munthe plus Simonsen á Vatnsstíg. Þar fann ég rosalega flottar drapplitaðar gallabuxur sem ég féll strax fyrir enda eru þær ólíkar þeim sem ég á fyrir,“ segir Erla Dögg. Buxurnar, sem eru með snúnum saumum og tvöföldum rassvösum, eru þröngar að neðan og notar hún þær annað hvort við stígvél eða opna skó. Erla, sem sigraði sexfalt á Meistaramóti Íslands í sundi um helgina og setti fjögur Íslandsmet, náði lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana í Peking í 200 metra fjórsundi og 100 metra bringusundi. Fyrir fjórum árum var hún einungis 0,14 hundruðustu úr sekúndu frá því að ná lágmarkinu og var takmarkið að ná því næst. „Ég fór á Ólympíuleikana í Aþenu fyrir fjórum árum og þá varð ég enn ákveðnari í því að komast núna,“ segir Erla Dögg. Leikarnir í ár leggjast vel í hana og hún neitar því ekki að hún muni nota lausan tíma til að kíkja á markaði í Peking. vera@frettabladid.is Öðruvísi gallabuxur Erla Dögg á gallabuxur í stöflum en þessar, sem eru drappplitaðar, með snúnum saumum og tvöföldum rassvösum, eru ólíkar þeim sem hún á fyrir. DRESSAÐIR UPP Feðgarnir Björn Ingi Hilmarsson og Arnmundur Ernst Backman fóru nýlega í búðir og völdu föt hvor á annan. TÍSKA 4 NÁTTÚRAN.IS Listakonan Guðrún Tryggvadóttir heldur úti vefsíðu þar sem hún fjallar um náttúruvernd í sem víðustum skilningi. HEILSA 6 M YN D /E LL ER T G R ÉT A R SS O N Fæst í apótekum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.