Fréttablaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 8
8 10. apríl 2008 FIMMTUDAGUR 1. Fyrir hvaða fræga leikskáld léku þau Unnur Ösp og Björn Thors í Bretlandi á dögunum? 2. Framkvæmdir við hvaða jarðgöng hefjast í sumar? 3. Hvaða tónlistarmaður fékk nýverið Pulitzer-verðlaunin? SVÖR Á SÍÐU 58 STJÓRNMÁL Efnahagsvandinn og fjármálakreppa bankakerfisins verða ekki leyst með aðildarum- sókn að Evrópusambandinu. Tal um slíkt er ábyrgðarlaust. Upptaka annars gjaldmiðils leysi heldur ekki vandann. Þetta segir í ályktun þing- flokks Frjálslynda flokksins um efnahagsvandann og Evrópu- sambandið. Jafnframt segir að flokkurinn hafi allan vara á um hugsanlega Evrópusambands- aðild enda ófrávíkjanleg afstaða flokksins að Íslendingar fari með forræði fiskistofnanna og fiskveiðilögsögunnar og annarra sameiginlegra auðlinda. - bþs Frjálslyndi flokkurinn: Engin lausn í evru eða ESB Fíkniefnafundur í austurbæ Meint fíkniefni fundust í heimahúsi í austurborg Reykjavíkur klukkan hálf fimm aðfaranótt miðvikudags. Lögregla var kölluð að húsinu til að aðstoða leigubílstjóra vegna farþega. Þegar inn var komið fannst nokkurt magn stera og ótilgreint hvítt efni. LÖGREGLUFRÉTTIR DÓMSMÁL Karlmaður á fertugs- aldri var í gær dæmdur í níu mán- aða fangelsi í Héraðsdómi Reykja- víkur fyrir að hafa ítrekað verið tekinn með fíkniefni í vörslu sinni. Hálfu ári af refsingunni er frestað, haldi hann skilorð í þrjú ár. Hann var einnig sviptur ökuleyfi í tvö ár. Maðurinn var fyrst gripinn 10. október síðastliðinn, þá með lítil- ræði af hassi og amfetamíni í fórum sínum. Daginn eftir var hann aftur tekinn, þá með tæp 250 grömm af hassi, 19 grömm af amf- etamíni, tæpt gramm af kókaíni, tæp 10 grömm af kannabislaufum og tíu kannabisplöntur. Þremur dögum síðar var maður- inn tekinn á bifreiðastæði í Reykjavík með hass, amfetamín og kannabisefni, grunaður um að hafa ekið bifreið þangað og var sviptur ökurétti. Þremur dögum síðar var hann aftur tekinn, grun- aður um akstur undir áhrifum eiturlyfja. Loks var hann tekinn 18. febrúar síðastliðinn með tæp fjögur grömm af hassi í fórum sínum. Maðurinn á langan sakaferil að baki síðustu tólf ár. - sgj 31 árs karlmaður hlaut í gær níu mánaða dóm fyrir vörslu ýmissa eiturlyfja: Ítrekað gripinn með fíkniefni EITURLYF Hinn dæmdi hafði hlotið fjór- tán refsingar frá 1995 til 2005, aðallega fyrir hegningarlaga- og fíkniefnalagabrot. STJÓRNMÁL „Við ræddum stöðu mála í Tíbet vegna hugmynda um hvort það væri tilefni til að utan- ríkismálanefnd ályktaði eða beindi frá sér tilmælum vegna ástandsins í Tíbet en það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um slíkt,“ segir Bjarni Benedikts- son, formaður utanríkismála- nefndar, en nefndin fundaði í gær. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra sat fund nefndar- innar. Utanríkismálanefnd fjallaði um stöðu mála í Tíbet en ekki var rædd sú afstaða Ingibjargar Sól- rúnar að til greina kæmi að end- urskoða að íslenskir ráðamenn mæti til Ólympíuleikanna í Pek- ing í sumar. „Þetta var vinnufund- ur þar sem farið var yfir þær upplýsingar sem ráðuneytið hefur aflað sér um ástandið í Tíbet.“ Nefndin fjallaði um þingsálykt- unartillögu um meint mannrétt- indabrot í fangabúðum Banda- ríkjanna í Guantánamo á Kúbu. Þar er lagt til að íslensk stjórn- völd fordæmi þau og að banda- rísk stjórnvöld verði hvött til að fangabúðunum verði lokað. „Í fyrstu umræðu á þinginu um málið komu fram jákvæðar und- irtektir frá þingmönnum úr öllum flokkum og í ljósi þess tókum við málið á dagskrá.“ Hatton Rockall-deilan var einn- ig á dagskrá fundarins þar sem Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræð- ingur í utanríkisráðuneytinu, kynnti nefndarmönnum áherslur stjórnvalda í áframhaldandi samningaviðræðum. - shá Utanríkismálanefnd fjallaði um málefni Tíbet og um fangabúðir í Guantanamo: Ræddu um mannréttindabrot UTANRÍKISMÁLANEFND Mannréttindabrot í Tíbet og Bandaríkjunum voru til umræðu í nefndinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR GÓÐGERÐAMÁL Landsbankinn styrkir landssöfnun Lionshreyf- ingarinnar á Íslandi, Rauðu fjöðrina, um eina milljón króna. Markmiðið með söfnuninni í ár var að safna fé til að kaupa og þjálfa leiðsöguhunda fyrir blinda og sjónskerta. Söfnunin stóð yfir dagana 3. til 6. apríl um land allt og var þetta í níunda sinn sem hún var haldin. Fyrsta söfnunin fór fram árið 1972, en þá rann söfnunar- féð til stofnunar augnlækninga- deildar Landakots. Síðasta söfnun var árið 2004 til styrktar langveikum börnum. - sgj Landsbankinn styrkir: Lionssöfnun fær milljón MÓTMÆLI Lögregla tók skýrslu af Sturlu Jónssyni, talsmanni atvinnubílstjóra, í gærmorgun. Kristján Óli Guðmundsson yfirlögregluþjónn staðfestir að það hafi verið vegna meintra brota á almennum hegningarlögum um almannahættu. Það hafi bæði snúist að aðgerðum undafarinna vikna og mögulegum aðgerðum í framtíðinni. Sturla segist hafa verið tekinn fyrir sem skipuleggjandi mót- mæla, en í raun sé ekkert skipulag á þeim. Hann segir menn vera að íhuga áframhaldandi mótmæli og hvetur fólk til að hengja eitthvað rautt á bílspeglana til að sýna bílstjórum samstöðu. - kóp Bílstjóri hjá lögreglu: Í skýrslutöku vegna mótmæla MÆTTUR TIL SKÝRSLUTÖKU Sturla mætti snemma á lögreglustöðina. UMM er spennandi nýjung í matarflóru Íslendinga sem hentar öllum sem hugsa um líkama sinn og vilja b orða vel. UMM er bragðsterk veisla frá öllum heimshornum; salöt, tortillur, veá xtir, kús kú s, orkustykki og ... umm, hvað þetta er gott. UMM ER GLÆNÝR HEILSUBITI ÚR SPENNANDI HRÁEFNI BORÐAÐU VEL – BORÐAUVEL-B O L - RÐ AÐ U VE VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.