Fréttablaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 26
26 10. apríl 2008 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Menntamál Töluverð umræða hefur verið um heima-nám barna undanfarið og sitt sýnst hverjum. Efni lokaverkefnis okkar við KHÍ vorið 2005 sneri einmitt að heima- námi og hvort skólinn hefði yfir höfuð nægan tíma til að mennta börn í því sem honum er ætlað. Í þessari umræðu teljum við að kennur- um beri að líta til þess vinnutíma sem barninu er ætlað að vinna og sinna skyld- um sínum. Lenging skólaskyldu á síðustu áratugum hefur orðið til þess að skólinn tekur orðið meiri tíma í lífi hvers einstakl- ings en áður. Íslenskir kennarar hafa nú yfir stórum hluta vökutíma barnsins að ráða til að koma því kennsluefni til skila sem þeim er ætlað samkvæmt námskrá. Jafnvel er svo komið að þeir foreldrar sem myndu kjósa lengri tíma til samvista með börnum sínum eru settar skorður vegna þess ramma sem lögin setja þeim. Þeir fá því oft þreytt börn heim sem hafa eytt löngum tíma við nám og störf og hafa jafn- vel þurft að takast á við ýmiss konar áreiti eins og fylgir því að vera á stórum vinnu- stað. Efasemdir um ágæti heimanáms Af þessum sökum er vaxandi efasemda farið að gæta um ágæti heimanáms, ekki síst þar sem ekki virðist draga úr því að neinu marki þrátt fyrir stöðugt lengri skóla- dag. Er það heimanám þegar bætt er við kennslustund í skólanum og nemendur aðstoðaðir þar við námið? Okkur er ljóst að heimanám í formi lesturs er nauðsynlegt. Efla þarf lestrarhæfni barna og auka les- skilning og ættu flestir að komast yfir það án mikilla erfiðleika – hver með sínum hætti. En við hljótum líka að þurfa að rýna í kennsluhætti og umhverfi. Kennarar geta ekki bara tekið til sín þann tíma sem þeir telja sig þurfa til kennslu, ráðstafað honum til áframhaldandi náms heima og þannig gengið, stundum ótæpilega, á tíma barna og fjölskyldna þeirra eftir að skóladegi lýkur. Hver er réttur barna og fjölskyldna til að njóta samvista á þann hátt sem þau vilja og til að sinna annarri menntun en þeirri sem skólinn einn ákveður? Við teljum að nú þurfi að staldra við og ígrunda vel það sem skólanum er ætlað að kenna, því ljóst er að það er aldrei hægt að gera allt, né komast yfir allt, þótt við gjarnan vildum. Við verð- um því að átta okkur á hvenær nám hættir að vera nám og verður þess í stað ítroðsla fáum til gagns né gamans! Áhrif langs skóladags Ljóst er að kanna þarf enn frekar hvaða áhrif langur skóladagur hefur á líðan barna og hvort heimanám, í því formi sem það virðist algengast, sé í raun nauðsynlegt og hvort ekki sé eðlilegt að vinnudegi grunn- skólabarna sé að öllu jöfnu lokið þegar skóladegi/skyldu lýkur. Rétt eins og full- orðna fólkið geta börn fengið nóg af löng- um og ströngum vinnudegi á stórum vinnu- stað þar sem áreitið er mikið. Þetta finna kennarar stundum vel á eigin skinni að afloknum vinnudegi. Börn hafa hins vegar mun minna úthald hvað þetta varðar og því má gera ráð fyrir því að þau séu fyrir löngu búin að fá nóg þegar við fullorðna fólkið finnum fyrir slíku. Í ljósi þessa má segja að það sé ósanngjarnt þegar er komið að mesta álagstíma fjölskyldunnar við lok vinnudags foreldra að gerð sé krafa til barna um að þau eigi þá eftir að skila hluta af námi sínu þegar ætti að vera komið að þeirra hvíldar- tíma. Við þurfum að hafa að leiðarljósi velferð barnanna og hvernig börn við viljum sjá vaxa úr grasi. Börn fá á sig mikla gagnrýni um að þau kunni ekki orðið að leika sér! Hvað veldur? Höfundar eru grunnskólakennarar. Skólaskylda og annað nám UMRÆÐAN Dómsmál Í fyrri greinum hef ég rakið setningu skatt- mats á jarðir og dóm Hér- aðsdóms Suðurlands, E- 723/2006 um eignarrétt á Sólheimatorfu. Sá dómur er hliðstæður við eftirfar- andi dæmisögu: Tveir menn, Ari og Orri, eiga til helminga 100 hektara af óskiptu sameignarlandi. Þeir verða ásáttir um að skipta út einum hektara lands til hvors þeirra. Þannig að hvor fyrir sig á þá 49 hektara í óskiptu og 1 hektara af úrskiptu landi, samtals 50 hektara. Ari fékk sinn hektara á skjólsæl- um stað og ræktaði þetta úrskipta land sitt í aldingarð. Úrskipt spilda Orra er hins vegar á berangri og gerir hann engar landbætur á spildunni. Þegar hér er komið sögu er land þeirra félaga metið til fasteigna- skattmats og hækkar heildarfast- eignamat lands Ara mikið vegna landbótanna á úrskipta landinu. Þá eru sett lög í landinu sem kveða á um að eignarhlutföll á sam- eignarlandi skuli fara eftir hinu nýja fasteignamati. Á grundvelli þessara nýju laga krefst Ari þess að hlutur hans í landinu sé skráður 70 hektarar og telur að svo sé sam- kvæmt hinum nýju lögum. Orri er ósáttur við að eignarhlut- ur hans á óskipta landinu hafi minnkað, úr 50% í 30%, fyrir þá sök að nágranni hans, Ari, ræktaði úrskipt land sitt! Orri höfðar mál og krefst þess að honum verði dæmdur 50% eignar- hlutur á óskipta landinu á þeirri forsendu að engir löggerningar hafi farið fram sem minnkað geti eignarhlut hans á óskipta landinu. Dómstóllinn hafnar dómkröfu Orra og kveður Ara eiga skýlausan rétt, lögum samkvæmt, á að eignarhluti hans verði reiknaður samkvæmt hinum nýju lögum. Stefnendur í héraðsdómsmálinu E-723/2006 gerðu þá einu dómkröfu að þeim væri dæmdur 25% eignar- hlutur í óskiptri sameign Sólheima- torfu. Rót þessa deilumáls er að í meira en 60 ár hafa forráðamenn Sól- heimahjáleigu gert kröfu til að hjá- leigan sem er 7,33% af Sólheima- torfu að fornu mati fengi 15,4% eignarhlut í óskiptri sameign Sól- heimatorfu og á árunum kringum 1960 krafðist hjáleigufólk 23,4% eignarhlutar í samræmi við fast- eignaskattmatið frá 1861. Helstu sannanir um eignarhlut hjáleigunnar í Sólheimatorfu eru eftirfarandi: • Eignarhluti hjáleigunnar er skráður 7,42% í afsali árið 1784. • Eignarhluti hjáleigunnar í óskiptri sameign er skráður 7% í jarðabók árið 1804. • Eignarhluti hjáleig- unnar í óskiptri sameign er skráður 7,33% í yfir- mati árið 1850. • Eignarhluti hjáleig- unnar er skráður 7,58% við uppboð á Sólheima- torfu 20. okt. 1869. • Eignarhluti hjáleig- unnar er skráður 7,33% í erfðafjárskýrslu 2. jan. 1885. • Eignarhluti hjáleigunnar er skráður 7,5% í dómi 6. ágúst 1901. • Eignarhluti hjáleigunnar er skráður 7,33% í dómi 20. nóv. 1901. • Eignarhluti hjáleigunnar er skráður 7,33% í veðmálabækur árin 1896 og 1908. • Hjáleigan var skráð fyrir 7,8% af prestsmötu Sólheimajarða. • Hjáleigan nýtir 7,1% daga á Sólheimafjöru. Dómari hafnaði dómkröfu stefn- enda um 25% eignarhlut og vísaði til þess að eitthvert af fasteigna- skattmötum tuttugustu aldar verði notað til að ákvarða eignahlutföll. Í þeim fasteignaskattmötum sveifl- ast hlutur hjáleigunnar frá 15,4% til 20,2%. Dómari leggur því til að hlutdeild hjáleigunnar í óskiptri sameign Sólheimatorfu meira en tvöfaldist á kostnað sameigenda án þess að gjald komi fyrir. Slík eigna- upptaka er brot á Stjórnarskrá Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu. Sem betur fer þarf aðeins lítill hluti þegna þessa lands að reka sín mál fyrir dómstólum. Engu að síður finnst flestum miklu varða að dómar séu bæði skynsamlegir og réttlátir. Að sjálfsögðu ræði ég þetta dómsmál við samferðamenn. Margir minna viðmælenda virðast ekki bera virðingu fyrir dómstól- um landsins. Ef það er almennt er illa komið fyrir þessari þjóð. Nokkrir hafa sagt eitthvað á þá leið að „það er létt starf að vera dóm- ari, fyrst ákveður hann dómsniður- stöðu, síðan tínir hann til þau máls- skjöl sem henta dómsniðurstöðunni og passar sig á að nefna aldrei þau málskjöl sem mundu leiða til ann- arrar dómsniðurstöðu“. Forðum var sagt: „Ef vér slítum í sundur lögin slítum vér í sundur friðinn.“ Hvar er réttarríkið statt ef þegn- arnir missa traust á dómstólum? Er þessi dómur einsdæmi eða er fjöldi slíkra þar sem framlögð sönnunargögn eru ekki virt viðlits í dómsniðurstöðu svo halda mætti að dómari hefði misst bæði sjón og heyrn og þannig hvorki séð fram- lögð sönnunargögn eða heyrt þeirra getið í málflutningi? Eru slíkir dómar lögbrot eða verður löggjafinn að setja ný lög sem þvinga dómara til að taka öll sönn- unargögn til efnislegrar umfjöll- unar? Höfundur er líffræðingur. Landslög og stjórnarskrá III BJARKEY GUNNARSDÓTTIR ÞURÍÐUR LILJA RÓSENBERGSDÓTTIR TÓMAS ÍSLEIFSSON UMRÆÐAN Dómaraskipan Í sl. mánuði birti Morgun-blaðið svarbréf Árna Mathiesen, við 11 spurn- ingum umboðsmanns Alþingis, vegna skipunar Þorsteins Davíðssonar í stöðu dómara við Héraðs- dóm Norðurlands eystra. Af 5 umsækjendum kvörtuðu 2 til umboðsmanns Alþingis, sem ósk- aði eftir að ráðherra svaraði fyrir dómaraskipunina. Umræða um svarbréf ráðherra hófst aldrei. Hún féll í skuggann af gömlu pól- itísku bragði, að ráðast á þann sem síst skyldi, í þessu tilviki umboðs- mann, segja hann hafa brotið stjórnsýslulög, valda hneykslun almennings og dreifa þannig athyglinni frá því er mestu skiptir, vönduðum spurningum umboðs- manns og svörum ráðherra við þeim. Yfirburðir Guðmundar Umboðsmaður spurði m.a. á hverju niðurstaða ráðherra byggð- ist að Þorsteinn hefði verið hæf- astur, að teknu tilliti til starfs- reynslu, menntunar og fræðiskrifa allra umsækjenda. Af umsækj- endunum 5 hafði Þorsteinn m.a. þriðju stystu starfsreynsluna, enga framhaldsmenntun á sviði lögfræði og lagði ekki fram nein fræðiskrif, sem þó skyldu fylgja umsókn um stöðuna. Ráðherra rökstyður ekki á neinn hátt né minnist einu orði á hvernig 34 ára starfsreynsla Guðmundar Kristj- ánssonar, sem kvartaði til umboðs- manns, og 12 ára starfsreynsla greinarhöfundar geti verið talin minni en 8 ára starfsreynsla Þor- steins. Hvernig getur Þorsteinn með 3½ árs reynslu, sem aðstoðar- maður dómara, verið metinn hæf- ari en Guðmundur, sem fengist hefir við dómstörf, sem dómari í 12 ár, m.a. verið skipaður setu- dómari og setið í Dómarafélagi Íslands? Og hvernig er með nokkru móti hægt að jafna 20 ára reynslu Guðmundar af málflutn- ingsstörfum, við 4 ára reynslu Þorsteins, sem aðstoðarmanns ráðherra, pólitískt starf, sem hvorki krefst lögfræði- menntunar né reynslu af lögfræðistörfum? Eða nokkurra mánaða reynslu Þorsteins hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, við 12 ára reynslu Guðmundar hjá sýslumanninum í Kefla- vík? Nú er tilgangurinn ekki að gera lítið úr starfsreynslu Þorsteins Davíðssonar, yngsta umsækjand- ans um héraðsdómarastöðuna (36 ára), en staðreyndin er sú að hann var rétt farinn að stíga sín fyrstu skref sem smábarn, þegar Guð- mundur Kristjánsson var að öðl- ast sína fyrstu reynslu sem lög- fræðingur. Verðlaust nám í Evrópurétti Framhaldsnám í lögfræði er ein- skis metið af ráðherra, m.a. nám í Evrópurétti, sem þó fyrir skemmstu var talið Ólafi Berki Þorvaldssyni til framdráttar umfram aðra umsækjendur um stöðu dómara í Hæstarétti. Grein- arhöfundur vill andmæla því mati dómsmálaráðherra að framhalds- nám í lögfræði, hvers eðlis sem það er, nýtist ekki við dómstörf. Allt framhaldsnám í lögfræði kemur að góðum notum og á skv. verklagsreglum við mat á umsókn- um um embætti héraðsdómara skv. 3. mgr. 1. gr. dómstólalaga að gefa umsóknum umsækjenda um stöðu dómara aukið vægi. Eða víkja allar reglur, jafnt sem álit lögskipaðrar nefndar, fyrir mati ráðherra? Því svarar ráðherra í bréfi sínu til umboðsmanns. Þar virðist sem hann telji starfs- reynslu, framhaldsnám og fram- lagningu fræðirita einu gilda. Hann ráði hvern hann skipi, dóm- nefnd sé eingöngu til álitsgjafar að gættum stjórnsýslureglum, einkum jafnræðis- og réttmætis- reglu. Jafnræðisregla Á einum stað í svarbréfi sínu til umboðsmanns telur ráðherra alla karlumsækjendurna um héraðs- dómarastöðuna mjög vel hæfa en ekki greinarhöfund, þ.e. eina kvenumsækjandann. Óréttmætt er auðvitað að ráða konu þegar menntun hennar og starfsreynsla er minni er karlsins. Hins vegar er kynjajafnrétti á stefnuskrá rík- isstjórnarinnar og er þar að auki lögfest í stjórnarskrá. Því skyldi ætla að velja ætti konu umfram karl í starf hjá ríkinu, þegar menntun og starfsreynsla hennar er áþekk eða meiri en karlsins. Við samanburð á greinarhöf- undi og karlumsækjendunum kemur eftirfarandi í ljós: Þor- steinn og greinarhöfundur voru bæði metin hæf af dómnefnd til að gegna dómarastöðunni. Greinar- höfundur hefir lengri og fjöl- breyttari 12 ára starfsreynslu sem lögfræðingur, en Þorsteinn, með 8 ára starfsreynslu, og tveir aðrir karlumsækjendur, sem metnir voru mjög vel hæfir, báðið með 7 ára starfsreynslu. Hún hefir fram- haldsmenntun á sviði lögfræði, sem Þorstein og tvo aðra karlum- sækjendur, sem metnir voru mjög vel hæfir, skortir. Hún á að baki starfsnám erlendis, sem alla karl- umsækjendurna skortir og hún lagði fram fræðirit með starfsum- sókn, sem Þorsteinn gerði ekki. Hinn sjálfsagði réttur til andmæla Lágu mati dómnefndar á hæfni hennar til að gegna stöðu dómara hefði greinarhöfundur viljað and- mæla. Í svarbréfi sínu til umboðs- manns segir ráðherra hinn sjálf- sagða andmælarétt sinn fyrir borð borinn, þar sem umboðsmaður kunni að hafa tekið afstöðu í mál- inu fyrirfram. Upp úr stendur að ráðherra telur andmælaréttinn sjálfsagðan og mikilvægan þegar hann á í hlut. Þegar greinarhöfundur óskaði eftir því við dómsmálaráðherra að fá að nýta andmælarétt sinn, við skipun í dómarastöðuna, fékk hún það ekki. Henni barst mat nefnd- arinnar, sem legið hafði í dóms- málaráðuneytinu í 2 vikur, 2 dögum eftir að skammur frestur, sem ráðherra ætlaði henni til and- mæla, rann út. Hinn sjálfsagði réttur til andmæla er því ekki svo sjálfsagður eftir allt saman þegar almenningur á í hlut. Höfundur er lögfræðingur. Lengri útgáfa greinarinnar birtist á Vísi. Hinn sjálfsagði réttur til andmæla RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.