Fréttablaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 64
48 10. apríl 2008 FIMMTUDAGUR
Kynningarstörf keppenda í Eurov-
ision í ár eru nú að ná hámarki, en
ýmsar leiðir eru færar til að reyna
að ná athygli álfunnar fyrir stóru
kvöldin þrjú. Margir bregða á það
ráð að fara í tónleikaferð um álf-
una, og að minnsta kosti þrjú lönd
bæta enn um betur og láta taka lag
sitt upp á mörgum mismunandi
tungumálum.
Rússneska útgáfan af króatíska
laginu Romanca var frumflutt í
útvarpsþætti í Króatíu á þriðju-
dag, og Jelena Tomasevic hefur
tekið upp gríska útgáfu af Oro,
laginu sem hún syngur fyrir hönd
Serba í lokakeppni Eurovision. Á
grísku heitir lagið Ela agapi, sem
útleggst Come Love á ensku. Tom-
asevic lætur ekki þar við sitja,
heldur er á leið aftur í stúdíó til að
taka lagið upp á spænsku, ensku,
portúgölsku og rússnesku. Make-
dónar slá á svipaða strengi, en lag
þeirra hefur verið tekið upp á
ensku, og heitir þá Let Me Love
You. Þá er jafnframt hægt að nálg-
ast tyrkneska, albanska, serb-
neska og rússneska útgáfu af lag-
inu, auk tveggja mismunandi
karókíútgáfa af því, á heimasíð-
unni mmm.com.
Georgía ætlar hins vegar að fara
nýjar slóðir í kynningarmálum,
því þar á að gefa út ilmvatn söng-
konu ársins til heiður. Diana Gurt-
skaya-ilmvatnið fer á markað í
kringum Eurovision-keppnina, en
það mun „endurspegla kjarna per-
sónuleika söngkonunnar“, sem ku
vera orkumikill og sjálfbjarga, og
einkennast af ilmi af hýasintum,
sverðliljum, patchouli og rafi.
Tungumálaæfingar
og ilmvötn
Benni Hemm Hemm og sinfóníu-
hljómsveit unga fólksins, Ungfón-
ía, spila saman á tvennum tónleik-
um í Iðnó 19. júní næstkomandi.
Tónleikarnir komu til vegna sam-
starfs hljómsveitanna í tengslum
við Þjóðlagahátíð á Siglufirði í júlí.
Benedikt H. Hermannsson, for-
sprakki Benna Hemm Hemm, var
fenginn til að semja verk fyrir
hljómsveitirnar og var áhuginn
fyrir samstarfinu svo mikill hjá
báðum að ákveðið var að efna til
þessara tónleika. Fyrri tónleikarn-
ir verða fyrir sitjandi gesti en hinir
síðari fyrir þá sem vilja frekar
standa. Gestir fá væntanlega mikið
fyrir sinn snúð enda verða um
fjörutíu manns á sviðinu á tónleik-
unum.
Spilar með Ungfóníu
BENNI HEMM HEMM Benni og félagar
spila með Ungfóníu 19. júní.
Mikael Torfason rithöf-
undur er kominn á Harley
Davidson. Hann gengst
fúslega við því að það sé
til marks um gráan fiðring
þótt hann sé aðeins 33 ára
gamall.
„Ég er ekki geðveikur. Ég var bara
að fá mér mótorhjól,“ segir Mika-
el Torfason rithöfundur og þriggja
barna faðir í Grafarvogi.
Mikael, eða Mikki, var að fá í
hendurnar Harley Davidson Sport-
ster. Nýtt hjól sem hann segir að
sé verkamannatýpan af Harley:
„Breiðholtsútgáfan. Sem fer mér
mjög vel. Enda held ég að maður
þurfi að vera orðinn eldri en fimm-
tugur og helst með ístru til að vera
á þessum stóru. Mér hefur sýnst
það á bankamönnum sem eru á
þeim,“ segir Mikki sem gengst
fúslega við því að þetta sé til
marks um gráan fiðring. Og hefur
ákveðnar kenningar þar um. Segir
Bandaríkjamenn fá gráa fiðring-
inn upp úr fertugu. „Þeir eignast
börn um þrítugt. Ég byrjaði að
eignast börn tvítugur þannig að
lógískt er að ég sé kominn með
gráa fiðringinn nú 33 ára.“
Mikael segir tilfinninguna, að
fara um á Harley leðurklæddur,
góða. Hann sé nú aftur eins og
unglingurinn sem hann var. Og
konan tekur vel þessum óvænta
gráa fiðringi. „Konur hafa gaman
af honum, held ég. Almennt. Hvað
gerist? Allt í einu verður einhver
úldinn karl sem hefur alltaf verið
að vinna aftur að stráknum sem
þær voru skotnar í. Þannig að það
geta vart talist slæm býtti. Já, hún
er sátt við hjólið, annaðhvort væri
það nú.“
Mikki segir þetta gamlan draum.
Eða allt síðan hann datt af baki
Suzuki-hjóli sem hann átti. Það
var árið 1992. „Þá voru Guns’n
Roses enn vinsælir. Þá keyrði ein-
hver 17 ára stúlka á bíl í veg fyrir
mig. Með ökukennarann sér við
hlið. Hjólið fór inn í bílinn og ég
flaug á spítala. Með viðkomu á
malbikinu á Sæbrautinni. Það var
mjög vont.“
Mikka svelgist á kaffinu
aðspurður hvort þetta sé hans svar
við gróðurhúsaáhrifum. Í anda
Gores.
„Nei! Er Egill ekki búinn að
afsanna allt þetta með gróður-
húsaáhrifin. Þetta er mitt svar við
háu bensínverði.“ Mikki segist
geta notað hjólið í útréttingar
þegar hann er einn á ferð. Fjöl-
skyldubíllinn er alltof stór í snatt.
„Ég fyllti Sportsterinn um daginn.
Og fer tíu sinnum lengra á honum
en Dodge-inum,“ segir Mikki.
Hann segist ekki búinn að sækja
um inngöngu í Fáfni vélhjóla-
klúbb. „Ég er náttúrulega snigill
númer 498. En hef verið óvirkur í
16 ár. Ég þarf ekkert að ganga í
einhverja mótorhjólaklíku. Enda
finnst mér það fara með frelsið og
anarkismann. Minnkar stemning-
una.“ jakob@frettabladid.is
Mikki kominn með gráa fiðringinn
MIKKI Á HARLEY-INUM SÍNUM. Þetta er verkamannatýpan af Harley sem Mikki segir fara sér afskaplega vel. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Strandvarðagell-
an Pamela
Anderson
dansaði nakin
fyrir Playboy-
mógúlinn
Hugh Hefner
þegar hann
fagnaði 82 ára
afmæli sínu
á dögunum.
Pamela,
sem er
orðin
fertug,
hefur tólf
sinnum setið
nakin fyrir á forsíðu Playboy.
Hún heiðraði Hefner, sem á
stóran þátt í frægð hennar,
með dansi á hótelherbergi í
Las Vegas.
Dans Pamelu kom Hefner á
óvart. Þegar hann labbaði inn í
lúxussvítu sína kom Pamela út
úr einu herberginu, aðeins í
háhæluðum skóm. „Hef var
þrumu lostinn og ég hef aldrei
séð nokkurn mann brosa eins
breitt,“ sagði hóteleigandinn
George Maloof
um viðbrögð
Hughs
Hefner.
Pamela stripp-
aði fyrir Hefner
HEFUR ENGU
GLEYMT Pamela
Anderson dans-
aði nakin fyrir
Hugh Hefner.
ÓVÆNT ÁNÆGJA
Hugh Hefner
brosti út að eyrum
eftir dans Pamelu.
43 DAGAR TIL STEFNU
ILMAÐU EINS OG
DÍANA Georgía
mun láta búa til
sérstakt Díönu
Gurtskaya-ilm-
vatn, kynningu á
keppanda þeirra
til framdrátt-
ar. Hér sést
söngkonan með
forseta landsins.
N
O
R
D
IC
PH
O
TO
S/
A
FP
Nýr farði frá Dior sem virkar vel í
baráttunni við öldrun húðar.
• leiðréttir öll einkenni öldrunar
• sýnilega jafnar og fegrar yfi rborð húðar
• útgeislun húðar margfaldast
• stinnir og þéttir húð
Dior kynning 10.-12. april
í Hygeu Kringlu og Smáralind.
Sérfræðingur frá Dior verður á staðnum og
býður upp á ráðgjöf og góð förðurnarráð.
Gjafir og glæsileg tilboð. H Y G E A