Fréttablaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 58
42 10. apríl 2008 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Í rúm tuttugu ár þurfti Las Ve- gas að þola að hópur nemenda úr úrvalsskólum Bandaríkjanna lék sér að því að vinna stórar og mikl- ar fjárhæðir í 21 með sérstakri talningaraðferð. Umsvifin voru gríðarleg og þegar best lét spiluðu yfir áttatíu nemendur í spilavítum Nevada og víðar. Kvikmyndin 21, sem frumsýnd verður um helgina, fjallar um einn glæsilegasta kaflann í sögu þessa umsvifamikla fjárhættuspilafyrirtækis en um leið hrun þess. Spilavítin í Las Vegas hafa nú sett alla nemendurna á sérstakan bannlista auk þess sem gjafara-aðferðum var breytt til að koma í veg fyrir þessa aðferð. Enda spilavítunum meinilla við að tapa. Námskeið upphafið að ævintýrinu Upphafið að þessu magnaða ævintýri má rekja til námskeiðs í MIT sem bar það skemmtilega nafn „Hvernig á að leggja undir ef þú þarft?“ Hópur nemenda sem hafði spilað póker sín á milli drakk í sig fræðin á námskeiðinu og ákvað að skella sér til Atlantic City og freista gæfunnar undir forystu hins efnilega J.P. Massar. Peningarn- ir hurfu hins vegar eins og dögg fyrir sólu og flestir nemendurnir ákváðu að fjárhættu- spil væru ekki fyrir þá. Nema J.P Massar. Hann fór sjálfur að standa fyrir námskeið- um í spilafræðum við MIT, rannsakaði þau í þaula og veturinn 1979 var settur saman sérstakur úrvalshópur til að láta reyna á fræðin. Massar fór til New Jersey með 5 þúsund dali og ekki var að sökum að spyrja, hópurinn tvöfaldaði upphæðina á einni helgi. Nemendurnir héldu áfram að freista gæfunnar og leigðu meðal annars íbúð í Atlantic City til að geta verið nær peninga- lyktinni. Gróðinn varð aftur á móti ekkert stórkostlegur, Massar til mikilla vonbrigða. Netið verður til Og það var ekki fyrr en tæpu ári seinna að boltinn fór að rúlla. Massar komst þá í kynni við Bill Kaplan sem undanfarin þrjú ár hafði stjórnað hópi atvinnuspilara í Las Vegas með góðum árangri. Massar óskaði eftir því að Kaplan fylgdist með sínum hópi og reyndi að finna út hvað væri eiginlega að. Kaplan var ekki lengi að koma auga á það enda eyddi Massar-hópurinn meiri tíma í að rökræða mismunandi stærðfræðiformúlur en í spilið sjálft. Massar og Kaplan ákváðu að taka höndum saman og gerðu drög að inntökuprófum og æfingaáætlunum. Í framhaldinu var stofnaður banki sem fjárfestar frá Kaplan lögðu fjármagn í. Hópurinn sameinaði aðferðir sínar og réðst síðan til atlögu gegn Las Vegas. Svo vel virkaði þetta kerfi Massars og Kaplans að á innan við tíu vikum hafði stofnfjármagn bankans tvöfaldast. Fjárfest- arnir fengu auðvitað mest í sinn hlut en spilararnir gátu greitt fyrir skólagjöldin og átt nokkra smáaura eftir til að eyða í sjálfan sig. Margur verður af aurum api Massar og Kaplan stjórnuðu hópnum með harðri hendi og auglýstu eftir hentugum spilurum með bréfsnifsum. Umsækjendur urðu síðan að ganga í gegnum eldraunina; æfingabúðir sem Massar og Kaplan stjórn- uðu. Árið 1984 fór hins vegar að bera á þreytu bæði hjá spilurum og ekki síst Kaplan. Andlit hans var orðið það alræmt í Las Vegas að öryggisverðir fylgdu honum hvert fótmál ef hann lét sjá sig. Árið 1992 stokkuð Massar og Kaplan upp á nýtt og fengu til liðs við sig fjárhættuspilar- ann John Chang sem hafði verið í liðinu síðan 1982. Hin heilaga þrenning endurskipulagði allt fyrirtækið og fékk til sín spilara frá öllum helstu háskólum Bandaríkjanna. Og upp úr því hófst gullöld liðsins í Las Vegas og úti um allan heim; Kaplan og félagar höfðu skjólstæðinga í Indlandi, Kanada og víðar. Talið er að yfir áttatíu spilarar hafi verið á þeirra snærum þegar best lét og þegar einhver missteig sig var honum skipt strax út. Fyrirtækið tók hins vegar mjög á taugarn- ar og aðeins ári seinna var það leyst upp. Fjárfestar og spilarar fengu greiddan út sinn arð og Kaplan og Massar hurfu af sjónarsviði spilavítanna. Hins vegar ákvað hópur ungra nemenda að nýta sér þá þekkingu sem þeir höfðu aflað sér innan fyrirtækisins og beittu henni óspart með glæsilegum hætti. Árið 1994 höfðu þeir grætt tugi milljóna á þessari tveggja áratuga hefð en innanbúðarátök og græðgi felldi þá undir lokin. Hins vegar lifir minningin um skólakrakkana enn góðu lífi í Las Vegas. - fgg Las Vegas fellt á eigin bragði STÍFAR ÆFINGAR Stjórnendur hópsins gerðu miklar kröfur um að nemendurnir væru vel undirbúnir og þurftu þeir meðal annars að ganga í gegnum „eldraunina“, próf sem aðeins þeir færustu gátu staðist. Heimildarmyndahöfundurinn Albert Maysles verður sérstakur gestur heimildarmyndahátíðarinnar Skjald- borgar sem haldin verður á Patreks- firði dagana 9.-12. maí. Maysles er af mörgum talinn vera einn fremsti heimildarkvikmyndagerðarmaður samtímans og hann og bróðir hans, David Maysles, sagðir vera merkisber- ar „cinéma vérité“-stefnunnar. En þá er heimildarmyndargerðarmaðurinn hálfgerð fluga á vegg og hefur engin afskipti af viðfangsefni sínu. Þrjár þekktustu heimildarmyndir Maysles- bræðra verða sýndar á hátíðinni en meðal þeirra er Gimme Shelter sem gerð var árið 1970 og sýnir líf og störf The Rolling Stones. Fjöldi íslenskra heimildarmynda verður frumsýndur á Skjaldborg og þar ber óneitanlega hæst The Great Northern Documentary eftir Heimi Sverrisson en Heimir fylgdist með rokkhljómsveitinni Mínus taka upp plötu í Los Angeles. Þá mun útvarps- konan Ragnhildur Magnúsdóttir frumsýna kvikmynd sína From Oakland to Iceland en hún hefur um árabil fest bróður sinn, Illuga, á mynd við leik og störf sem plötusnúður í Bandaríkjun- um. Nánari upplýsingar um hátíðina má nálgast á vefsvæði hennar, www.skjaldborgfilmfestival.com. Skjaldborg um heimildarmyndir HEIMILDARMYND UM MÍNUS Heimildargerðarmaðurinn Heimir Sverris- son fylgdist með Mínus þegar þeir gerðu plötuna Great Northern Whale Kill. > CRUISE Í BOBBA Ekki á af Tom Cruise að ganga. Nú hefur kvikmyndinni hans Valkyrie verið frestað til byrjun árs 2009. Upphaflega stóð til að hún yrði frumsýnd nú í sumar en framleiðend- urnir eru hræddir um að hinn þýski hreimur Cruise eigi eftir að verða vatn á myllu andstæð- inga hans. Vafalítið hafa aðeins tvö fyrirbæri haft álíka mikil áhrif á rokksög- una og The Rolling Stones; Bítlarn- ir og Elvis Presley. Og þegar þess- ir öldnu rokkhundar taka höndum saman með einum áhrifamesta kvikmyndaleikstjóra sögunnar, Martin Scorsese, hlýtur útkoman að verða nokkuð söguleg. Stónsar- ar á Íslandi hafa margir beðið eftir því með öndina í hálsinum að fá að berja augum tónlistarmynd Scorseses og um helgina rætist draumur þeirra. Tónleikar Stones sem kvikmyndahúsagestir fá að sjá voru teknir upp í New York og meðal þeirra sem koma fram eru Jack Black og Christina Aguilera. Leikstjórinn Scorsese hefur aldrei verið feim- inn við að nota rokk- slagara í kvikmynd- um sínum og því var það við hæfi að hann tæki þetta vandasama hlut- verk að sér. Fáum líður það úr minni þegar Gimme Shelter hljómaði undir kókaíninn- flutningi Ray Liotta í Goodfellas og þá áttu Stones að minnsta kosti þrjú lög í hinni mjög svo vanmetnu Casino þar sem De Niro fór á kostum. Shine a Light skyggir óneitan- lega á aðrar frumsýningar helgar- innar en meðal annarra mynda sem rata í kvikmyndahús borg- arinnar um helgina eru spennutryllirinn The Ruins og dellumynd- in The Superhero Movie með hinum aldna Leslie Nel- sen í aðalhlut- verki. Stones í stuði STONES Fara á kostum í tónlistarmynd- inni Shine a Light eftir Martin Scorsese. ROKKHUNDUR Martin Scorsese hefur ósjaldan notað tónlist eftir The Rolling Stones í kvik- myndum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.