Fréttablaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 10. apríl 2008 13
SAMGÖNGUR Hópur Vestmannaey-
inga undir forystu Magnúsar
Kristinssonar útgerðarmanns
hefur skipulagt undirskriftasöfn-
un á slóðinni strondumekki.is.
Með þessu vill hópurinn mótmæla
byggingu ferjulægis í Bakkafjöru
og hvetja yfirvöld til að leysa
þann vanda sem samgöngur milli
lands og Eyja eru í með því að
byggja hraðskreiða ferju sem
gengi á milli Þorlákshafnar og
Vestmannaeyja. Þetta kemur
fram á fréttavefnum glugginn.is.
Í tilkynningu frá forsvars-
mönnum hópsins kemur fram að
hópurinn hafni algjörlega
hugmyndum sem uppi eru um að
byggja ferjulægi í Bakkafjöru
vegna þess að sú útfærsla muni
ekki stytta ferðatíma milli
Reykjavíkur og Vestmannaeyja
sem nokkru nemi. - shá
Vilja ferju til Þorlákshafnar:
Mótmæla ferju-
lægi í Bakkafjöru
HERJÓLFUR Hópur Vestmannaeyinga vill
ekki sjá ferjulægi í Bakkafjöru.
SJÁVARÚTVEGUR Einar K. Guð-
finnsson sjávarútvegsráðherra
hefur samþykkt tillögur stjórnar
AVS rannsóknasjóðs varðandi
úthlutun aflaheimilda til
áframeldis á þorski fyrir
yfirstandandi fiskveiðiár.
Þetta er í sjöunda sinn sem
úthlutað er. Níu fyrirtæki sóttu
um kvóta að þessu sinni og sóttu
þau um tæp 700 tonn, en til
ráðstöfunar eru 500 tonn, sem
átta fyrirtæki fengu að þessu
sinni til þess að vinna með í
sínum verkefnum. Fyrirtækin
eru: Þorskeldi á Stöðvarfirði, 50
tonn, Síldarvinnslan á Norðfirði,
20 tonn, Einherji á Patreksfirði,
10 tonn, Glaður í Bolungarvík, 15
tonn, Hraðfrystihúsið Gunnvör á
Hnífsdal, 125 tonn, Þóroddur á
Tálknafirði, 75 tonn, Brim
fiskeldi á Akureyri, 80 tonn og
Álfsfell á Ísafirði, 125 tonn.
- shá
Áframeldi á þorski:
Átta fyrirtæki
fengu kvóta
SÚÐAVÍK Vestfirðingar eiga von á um þrjú
þúsund þýskum ferðamönnum í sjóstanga-
veiði í sumar. Ómar Már Jónsson, sveitar-
stjóri í Súðavík, segir að aðsóknin í sjó-
stangaveiðina fari ört vaxandi. Um 400
þúsund manns stundi sjóstangaveiði í
Þýskalandi og markaðurinn vaxi, ekki bara í
Þýskalandi heldur líka í nágrannalöndunum
eins og Hollandi.
Þjóðverjarnir koma á vegum tveggja
fyrirtækja, Sumarbyggðar og Hvíldarkletts.
Heildarveltan í kringum komu þeirra hingað
til lands nemur um 450 milljónum króna í ár
og fá Súðvíkingar hluta af henni. Þjóðverj-
arnir greiða 1.300 evrur fyrir að koma í
sjóstangaveiðina, ferðir, húsnæði og bát á
miðin. Talið er að þeir eyði 20-25 þúsund
krónum á mann þá viku sem þeir dvelja hér.
Það gefur um 60 milljóna króna veltu sem fer
nánast öll til Súðvíkinga. „Það er góð búbót í
litlu plássi,“ segir Ómar.
„Sjóstangaveiðimaður kemur til Íslands
svipað og Íslendingur sem fer til Spánar til að
liggja í sólbaði. Þjóðverjarnir koma og veiða
alla daga frá morgni og langt fram á kvöld.
Allt snýst um að ná í þann stóra. Ef þeir ná
stórum fiski þá tekur við myndataka sem þeir
geta sýnt þegar heim er komið,“ segir Ómar.
Hann bendir á að Þjóðverjarnir komi
hingað vegna þess að hér séu „gríðarlega
gjöful fiskimið í lítilli fjarlægð frá heima-
höfnum. Við bjóðum upp á góða aðstöðu,
sérsmíðaða flotta báta sem þeir eru sjálfir
skipherrar á.“ - ghs
Vestfirðir njóta vaxandi vinsælda meðal erlendra ferðamanna:
Þrjú þúsund Þjóðverjar í sjóstangveiði
VEIÐA ALLA DAGA Þjóðverjarnir „veiða alla daga frá
morgni og langt fram á kvöld“, segir Ómar Már Jóns-
son, sveitarstjóri í Súðavík.
BANDARÍKIN Aldraður maður í
rafmagnshjólastól rændi banka í
Palo Alto í Kaliforníu í Bandaríkj-
unum á dögunum, vopnaður
skammbyssu, og slapp undan
lögreglu. Hafði hann peninga á
brott með sér.
Maðurinn, sem er hvíthærður
og á sjötugsaldri, sást síðast þar
sem hann brunaði út úr bankan-
um á rafmagnshjólastól. Öryggis-
myndavélar náðu ekki góðum
myndum af manninum þar sem
hann var með hettu.
Ræningjans er enn leitað. - sgj
Aldraður glæpamaður:
Rændi banka
og komst und-
an í hjólastól