Fréttablaðið - 10.04.2008, Page 29

Fréttablaðið - 10.04.2008, Page 29
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Sundkonan Erla Dögg Haraldsdóttir, sem náði ólympíulágmarkinu í tveimur greinum á Meist- aramóti Íslands í sundi, þarf á stórum fataskáp að halda. Hún er veik fyrir fötum og þá sérstak- lega gallabuxum. Þrátt fyrir að sundkonan Erla Dögg Haraldsdóttir verji miklum tíma ofan í laug gefur hún sér tíma til að kíkja í búðir og hefur gaman af því að kaupa sér föt. „Ég er mest fyrir gallabuxur og boli og á Levi‘s- og Diesel-gallabuxur í stöflum. Um daginn var ég að rölta niðri í miðbæ Reykjavíkur og kíkti inn í verslunina Munthe plus Simonsen á Vatnsstíg. Þar fann ég rosalega flottar drapplitaðar gallabuxur sem ég féll strax fyrir enda eru þær ólíkar þeim sem ég á fyrir,“ segir Erla Dögg. Buxurnar, sem eru með snúnum saumum og tvöföldum rassvösum, eru þröngar að neðan og notar hún þær annað hvort við stígvél eða opna skó. Erla, sem sigraði sexfalt á Meistaramóti Íslands í sundi um helgina og setti fjögur Íslandsmet, náði lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana í Peking í 200 metra fjórsundi og 100 metra bringusundi. Fyrir fjórum árum var hún einungis 0,14 hundruðustu úr sekúndu frá því að ná lágmarkinu og var takmarkið að ná því næst. „Ég fór á Ólympíuleikana í Aþenu fyrir fjórum árum og þá varð ég enn ákveðnari í því að komast núna,“ segir Erla Dögg. Leikarnir í ár leggjast vel í hana og hún neitar því ekki að hún muni nota lausan tíma til að kíkja á markaði í Peking. vera@frettabladid.is Öðruvísi gallabuxur Erla Dögg á gallabuxur í stöflum en þessar, sem eru drappplitaðar, með snúnum saumum og tvöföldum rassvösum, eru ólíkar þeim sem hún á fyrir. DRESSAÐIR UPP Feðgarnir Björn Ingi Hilmarsson og Arnmundur Ernst Backman fóru nýlega í búðir og völdu föt hvor á annan. TÍSKA 4 NÁTTÚRAN.IS Listakonan Guðrún Tryggvadóttir heldur úti vefsíðu þar sem hún fjallar um náttúruvernd í sem víðustum skilningi. HEILSA 6 M YN D /E LL ER T G R ÉT A R SS O N Fæst í apótekum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.