Fréttablaðið - 14.04.2008, Side 14

Fréttablaðið - 14.04.2008, Side 14
14 14. apríl 2008 MÁNUDAGUR LEÐURINNRÉTTING – 170 HESTÖFL – DREGUR 3.300 KG – STÖÐUGLEIKASTÝRING – SPÓLVÖRN ÞAKBOGAR SUPER SELECT® 4X4 DRIFBÚNAÐUR – SEX ÞREPA SJÁLFSKIPTING – SJÖ SÆTA DÖKKAR RÚÐUR – 100% LÆSING AÐ AFTAN – 18 TOMMU ÁLFELGUR – XENON LJÓS – 860W ROCKFORD HLJÓMKERFI MEÐ 4 GB MINNI FYRIR TÓNLIST – 7" LCD DVD SKJÁR MEÐ BAKKMYNDAVÉL OG FLEIRA Pajero Instyle Dísil – 6.990.000 krónurPajero kostar frá 5.890.000 kr. BETRA VERÐ OG BÚNAÐUR FYRIR LAND OG ÞJÓÐ GRÆNLAND Háttsettir embættis- menn og fyrrverandi ráðherrar í grænlensku landstjórninni fengu að kaupa einbýlishús í Nuuk af grænlenska landssjóðnum á undir helmingi markaðsvirðis. Þetta var ólöglegt, að því er segir í niður- stöðu lögfræðilegrar úttektar sem gerð var á málinu. Það var lögmannastofan Nuna Advokaterne sem var falið að gera úttektina og niðurstaða hennar var birt á föstudag. Upptök máls- ins voru annars greinaflokkur sem birtist í dagblaðinu Græn- landspóstinum í fyrra, þar sem þessar sakir voru bornar á þá broddborgara sem í hlut eiga. Í niðurstöðu úttektarinnar segir að ekki hafi verið löglegt að breyta leiguhúsnæði landstjórnarinnar í eignarhúsnæði með hinni svo- nefndu „leigjenda-til-eigenda“- reglugerð og að „afhending opin- berra eigna í hendur einkaaðila skal gerast að markaðsvirði“. Kaj Kleist, sem gegnir þeirri stöðu hjá grænlensku landstjórn- inni sem samsvarar ráðuneytis- stjóra forsætisráðuneytisins, hafði áður fullyrt að ekkert ólög- legt hefði átt sér stað í tengslum við sölu íbúðarhúsanna. Nú krefst stjórnarandstöðu- flokkurinn Demokraterne afsagn- ar landstjórnarinnar vegna máls- ins. Fyrir þau sex hús sem um ræðir voru aðeins greiddar 4,6 milljónir danskra króna, andvirði 73,5 millj- óna íslenskra, en markaðsvirði þeirra er talið samtals 10,3 millj- ónir danskra, um 165 milljónir íslenskra, að því er greint er frá á Politiken.dk. - aa FRÁ NUUK Sex háttsettir menn fengu að kaupa íbúðarhús í eigu landstjórnarinnar á helming markaðsvirðis. NORDICPHOTOS/AP Grænlenska landstjórnin sökuð um spillingu vegna sölu á íbúðarhúsum: Sala íbúðarhúsa úrskurðuð ólögleg í úttekt BIG BEN 150 ÁRA Hinn 10. apríl voru rétt 150 ár síðan Big Ben, klukkan í Klukkuturninum við þinghúsið í Westminster í Lundúnum, var steypt í málmsmiðju í Whitechapel. Hún er 13,7 tonn að þyngd. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMGÖNGUR Tæplega 2.300 manns höfðu undirritað áskorun á vefsíð- unni strondumekki.is til ríkis- stjórnarinnar um að hætta við fyr- irhugaðar framkvæmdir í Bakkafjöru en hefja þess í stað undirbúning að byggingu á öflugri og hraðskreiðri Vestmannaeyja- ferju auk stórskipahafnar við Eiðið. Magnús Kristinsson, útgerðar- maður og forsvarsmaður mótmæl- enda, segir bæði skip og hafnarað- stöðu í Bakkafjöru verða með þeim hætti að fjöldi ferða muni falla niður vegna veðurs. „Svo tekur það um tvo tíma að keyra frá Bakkafjöru og það eru bara ekki allir á bíl, dýrt er í rútur og færð oft slæm að vetri til.“ „Ég átta mig ekki á því hvert menn sækja þessar upplýsingar sem eru svona á skjön við þær sem Siglingastofnun hefur veitt,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. „Hafnarskilyrði í Bakkafjöru verða svipaðar og í Þorlákshöfn og skipið verður ekki síðra, svo frátafir ættu ekki að verða meiri. En þeir hafa þó ekki haldbærar upplýsingar um skipakost því ekki verður opnað á útboðið fyrr en á fimmtudag,“ segir Elliði. Elliði segist eins ekki átta sig á því hvernig þeir komist að því að sigling í Bakkafjöru taki fjörutíu mínútur eins og þeir segi í mót- mælaskjalinu því siglingin muni taka þrjátíu mínútur. „Þeir segja að akstur frá Bakka- fjöru til Reykjavíkur taki tvo tíma en til að svo sé verða menn að aka á 67 kílómetra hraða,“ segir bæj- arstjórinn. - jse Fyrirhuguðum framkvæmdum við Bakkafjöru mótmælt: Skorað á ríkisstjórnina að hætta við hafnargerð MÓTMÆLENDUR FUNDA Magnús Kristinsson fundar hér með öðrum sem standa að vefsíðunni strondumekki.is en þar hafa tæplega 2.300 manns skrifað undir áskorun til ríkisstjórnarinnar að hætta við fyrirhugaðar framkvæmdir við Bakkafjöru. MYND/ÓSKAR FRIÐRIKSSON UMHVERFISMÁL Íbúar við Sæbóls- braut og Helgubraut í Kópavogi vilja að bæjaryfirvöld geri ráðstafanir til að verja þá fyrir ónæði vegna umferðarniðs frá Hafnarfjarðarveginum og Kársnesbraut. „Menn þurfa ekki að dvelja þar lengi til að sannfærast um að aðgerða sé þörf,“ segir í bréfi með undirskriftum frá íbúunum sem óttast að hús þeirra rýrni í verði vegna hávaðans og ryk- og sótmengunar. Bæjarráð Kópavogs íhugar nú að veita íbúunum við Sæbóls- braut og Helgubraut styrk til kaupa á þreföldu hljóðeinangr- andi gleri en hyggst áður láta gera hljóðmælingar. - gar Hljóðmælingar í Kópavogi: Vilja þrefalt gler vegna umferðarniðs

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.