Fréttablaðið - 14.04.2008, Page 15
MÁNUDAGUR 14. apríl 2008 15
Ef þú hefur hraðan á geturðu tryggt þér glæsilega útgáfu af Mitsubishi Pajero á einstökum kjörum. Fullkomið fjórhjóladrif með 100%
læsingu að aftan og stöðugleikastýring eru sniðin að íslenskum vegum. Komdu og prófaðu! Þú finnur um leið hvernig 3.300 kg dráttar-
geta og þægindi fyrir allt að sjö manns, 860w Rockford hljómkerfi og 18" álfelgur ásamt bakkmyndavél fullkomna aksturinn.
ÖRFÁIR BETUR BÚNIR PAJERO TIL AFGREIÐSLU STRAX
Á Á
HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is
Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi
NORÐURLÖND, AP Danir og Svíar hafa sameinað
póstfyrirtæki sín til að bregðast við aukinni
samkeppni, að sögn norræna fjölmiðla, og
Norðmenn og Finnar velta sameiningu fyrir sér.
Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslands-
pósts, segir að íslenski pósturinn fylgist með
breytingunum en hafi ekki tekið þátt í neinum
sameiningarviðræðum. „Það hefur ekki komið
til tals að sameina Íslandspóst neinu öðru
fyrirtæki,“ segir hann.
Hugmyndin um sameiningu póstfyrirtækj-
anna er gömul. Ingimundur segir að hún hafi
upprunalega komið fram á fundi allra
forstjóra póstfyrirtækjanna fyrir mörgum
árum áður en fyrirtækin voru hlutafélaga-
vædd og þá hafi verið talað um að sameina öll
póstfyrirtækin á Norðurlöndum, ekki bara
sænska og danska póstinn eða þann norska og
finnska. Þetta hafi verið áður en Póst- og
símamálastofnun hafi verið skipt upp.
Tilkynnt var um sameiningu sænska og
danska póstsins á þriðjudag. Ingimundur
segir að tilkynningin hafi komið sér á óvart,
hann hafi ekki vitað að sameiningarferlið
væri svona langt komið. „Kosturinn við þetta
er að þarna er komið öflugra fyrirtæki sem er
í bullandi samkeppni,“ segir hann.
Ingimundur segir að aldrei hafi komið til
tals að sameina Íslandspóst neinu öðru
fyrirtæki frá því upprunalega hugmyndin
kom fram fyrir mörgum árum. - ghs
EKKI SAMEINING HÉR Danir og Svíar hafa sameinað
póstfyrirtæki sín. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri
Íslandspósts, segir að ekki hafi komið til tals að sam-
eina Íslandspóst neinu öðru fyrirtæki.
Forstjóri Íslandspósts um sameiningu danska og sænska póstsins:
Sameining póstfyrirtækja gömul hugmynd
NOREGUR Kristin Halvorsen, fjár-
málaráðherra Noregs, hefur svar-
að fyrirspurn stórþingmannsins
Gjermund Hagesæter um hvaða
gallar og kostir gætu verið við það
að binda íslensku krónuna við þá
norsku.
Í svarinu segir Kristin að kost-
urinn við trúverðugt fast gengi sé
að verulega dragi úr óörygginu
þegar peningum sé skipt úr einu
gengi í annað. Mikilvægur galli sé
að landið sem ákveði að binda
gengi sitt við gengi annarrar
myntar missi möguleikann á því
að reka sjálfstæða peningastefnu.
„Gríðarmikilvægt er að gengið
sem miðað er við sé góður fulltrúi
fyrir utanríkisviðskipti viðkom-
andi lands,“ segir Kristin og bend-
ir á að það gildi um Danmörku,
sem hafi bundið gengi dönsku
krónunnar við evruna.
„Árið 2006 voru meira en sjötíu
prósent af útflutningi Dana inn á
evrusvæðið,“ segir hún og bendir
á að trúverðugleikinn í Danmörku
hafi líka stuðning í langri hefð
landsins með fastgengi. Danski
seðlabankinn hafi auk þess samn-
ing við evrópska seðlabankann um
stuðning við dönsku krónuna ef
þörf krefji.
„Ísland er mikilvægt samstarfs-
land fyrir Noreg. Hins vegar eru
lítil utanríkisviðskipti milli landa
okkar. Um leið er uppbygging
efnahagskerfisins líka ólík.
Íslensk stjórnvöld eru best til þess
fallin að meta íslenska peninga-
pólitík. Ísland tók upp verðbólgu-
markmið í peningastefnu 2001
sem fól í sér að gengi íslensku
krónunnar fer eftir framboði og
eftirspurn á markaði.“ - ghs
TAKMÖRKUÐ VIÐSKIPTI Kristin Halvor-
sen, fjármálaráðherra Noregs, segir að
lítil utanríkisviðskipti séu milli Íslands
og Noregs og því henti ekki að binda
íslensku krónuna við þá norsku.
Fjármálaráðherra Noregs svarar fyrirspurn um íslensku krónuna og þá norsku:
Engin sjálfstæð peningastefna
NOREGUR Átök milli tveggja
sígaunaætta, Karoli-fjölskyldunn-
ar og Jansen-fjölskyldunnar, hafa
orðið til þess að réttarhöld eru nú
í Noregi yfir konu úr Karoli-
fjölskyldunni sem talin er hafa
ásamt syni sínum stungið með
hnífi meðlimi Jansen-fjölskyld-
unnar. Í dómsal voru margir
fulltrúar Jansen-ættarinnar og
segir konan að sér hafi verið
hótað lífláti.
Karlmaður úr Jansen-fjölskyld-
unni hefur verið úrskurðaður í
gæsluvarðhald fyrir að hafa
skotið á menn sama kvöld og
hnífstungan á að hafa átt sér stað.
Meðlimir Jansen-fjölskyldunnar
hafa tjáð blaðinu VG að Karoli-
ættin kalli sig konunga sígaun-
anna og segjast munu grípa til
sinna ráða ef lögreglan bregðist.
- ghs
Hnífstungumál í Noregi:
Sígaunafjöl-
skyldur takast á
SKIPULAGSMÁL Sérstakt kjarna-
svæði miðborgar verður afmark-
að og tekur það mið af landnotk-
un í aðalskipulagi Reykjavíkur.
Afmörkunin er byggð á þróunar-
áætlun miðborgar.
Tilgangur afmörkunarinnar er
að undirstrika og styrkja
byggingarsögulegt samhengi
miðborgarinnar og einkenni
svæðisins. Þá er með henni lögð
aukin áhersla á þær kröfur sem
borgaryfirvöld gera til lóðarhafa
á svæðinu.
Þá gerir borgin auknar kröfur
á sjálfa sig sem yfirráðaaðila
gatna og rýmis á milli húsa á
svæðinu. - kóp
Skipulagsráð afmarkar svæði:
Kjarnasvæði
miðborgar
LONDON Breskir stjórnmálamenn,
leikarar og rithöfundar vöktu um
helgina athygli á stöðu barna í
Darfur í tilefni af því að fimm ár
eru nú síðan hörmungarnar þar
hófust.
Farið er fram á aukinn stuðning
við börn sem alast upp í Darfur
og eru mótmæli og aðrar aðgerðir
fyrirhugaðar.
J.K. Rowling, höfundur Harry
Potter-bókanna, hefur ásamt fleiri
barnabókahöfundum ritað opið
bréf og í því segir meðal annars:
„Það er kominn tími til að við
breytum sögunni. Í þessum
mánuði ná mörg börn, sem aldrei
hafa kynnst friði, fimm ára aldri.
Heimurinn þarf að vakna til
meðvitundar.“ - ve
Stríð í Darfur í fimm ár:
Athygli vakin
á hlutskipti
barna í Darfur