Fréttablaðið - 14.04.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 14.04.2008, Blaðsíða 44
20 14. apríl 2008 MÁNUDAGUR Svo virðist sem það sé í tísku hjá unga fólkinu um þessar mundir að stunda vefsíður sem styrkja félagsleg tengsl. Flestir stunda þessar síður grimmt einmitt þegar þeir eiga að vera að gera eitthvað viðurkenndara við tímann sinn, til dæmis að vinna eða læra. Þeir sem eyða deginum á Fac- ebook í vinnunni eru í raun að gera það sama og maður sér pörupilta gera í teiknimyndasögum; skálk- arnir fela skrípóblað inni í skóla- bók. Þetta er svo sem vel skiljanlegt þar sem flestum, ef ekki öllum, leið- ist mikið í vinnunni og skólanum. Ekki endilega vegna þess að vinnan eða skólinn séu í sjálfu sér leiðin- leg, heldur vegna þess að aðlaðandi valkostir missa aðdráttaraflið þegar þeir eru skylda. Þannig verður meira að segja draumastarfið að kvöð fyrr en síðar. Því tökum við augljóslega öllum leiðum fagnandi til þess að gefa heilanum smá frí frá skyldustörfum. En hver sá sem heimsótt hefur veiðilönd veraldar- vefjarins einhvern tímann á undan- förnum fimm árum eða svo hlýtur þó að spyrja sig hvers vegna fólk velur sér að sólunda tíma sínum og annarra á félagstengslasíðum. Þær eru alveg ótrúlega leiðinlegar miðað við margt annað sem hægt er að gera á netinu. Vissulega bjóða þær upp á möguleikann á því að grafast fyrir um hvar hrekkjusvínið úr barnaskóla er nú niður komið, en sá galli er á gjöf njarðar að hrekkju- svínið gæti verið betur sett í lífinu en maður sjálfur. Sú vitneskja vekur hjá manni ósjálfráð hneyksl- unar- og reiðiviðbrögð sem geta enst dögum saman. Hvers vegna að sóa tímanum á síðu sem getur kram- ið úr manni þann litla neista lífs- gleði sem líf hins vinnandi manns hefur leyft manni að halda í, þegar maður gæti fremur skemmt sér við ópersónulegt léttmeti? Til að mynda leyfir ástundun einfaldra tölvu- leikja á borð við Jewel Quest manni að stefna að takmarki og veita manni sæluhroll þegar takmarkinu er náð. Reyndar er líka hægt að stefna að takmarki í vinnu eða námi, en það er annað mál. STUÐ MILLI STRÍÐA Tímanum sóað varlega VIGDÍS ÞORMÓÐSDÓTTIR VINNUR AÐ TAKMARKI. ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Er það ég eða er mjög kalt? Hjálp Bank Bank Bank 10 - 11 - 17 - 18 - 24 - 30. apríl kl 20.00 alla daga ALLAR SÍÐUSTU SÝNINGAR Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is H im in n o g h af / S ÍA Vantar þig aukapening? Pósthúsið leitar að duglegu og morgunhressu fólki til að bera út blöð milli 6 og 7 á morgnana. Um er að ræða holla og hressandi útiveru, annars vegar á virkum dögum og hins vegar um helgar. Njóttu þess að taka daginn snemma, hreyfðu þig og fáðu borgað fyrir það. Allar nánari upplýsingar veitir dreifingardeild Pósthússins í síma 585 8330. Einnig er hægt að sækja um á www.posthusid.is – ódýrari valkostur Pósthúsið ehf | Suðurhrauni 1 | 210 Garðabæ | Sími: 585 8300 | posthusid.is Pósthúsið er ungt og öflugt dreifingarfyrirtæki á sviði blaða- og vörudreifingar. Hjá Pósthúsinu starfa um sjöhundruð manns að uppbyggingu á fjölbreyttum og skemmtilegum vettvangi. Ókei, við skulum vera hreinskilnir. Er eitthvert vit í að horfa á aðrar íþróttir en fótbolta? Til langs tíma? Nei, en sumar íþróttir hafa vissulega sjarmerandi þætti. Eins og íshokkí. Þar er jú rangstæða. Já. En hvar pökkurinn er lengst af er ómögulegt að vita. Skíðastökk er flott. Það krefst hugrekkis að fljúga 200 metra á tveimur spýtum! Algjörlega. Það mega þeir eiga! Það er næstum því boltaíþrótt. Og bobb sleð- arnir sleppa nú alveg. Jújú. Maður skilur þegar þeir eru einir í sleðunum. En þegar þeir eru margir liggja þeir ofaná hverjum öðrum. Bobbbobb. Gætir þú séð það fyrir þér að vera fluga og lifa fullkom- lega tilbreytingar- lausu lífi? Mamma þín spurði mig að því sama þegar ég hringdi og vakti þig um hádegið. Hefurðu séð einhverja hvali Mjási? Bara þennan gamla gráa við ströndina. Þetta er nú bara bátur. Já, mér fannst þetta eitthvað skrýtið. Geisp! Ókei, þú ert meira útkeyrð en ég. Og gleymdu því ekki!GEISP!!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.