Tíminn - 05.12.1981, Blaðsíða 1
Laufabrauðsstemmning - bls. 12-13
Bla 1 ð 1 ■MBH Tvo blöð í dag
Laugardagur 5. desember 1981 272. tbl. — 65. árg.
Ognar-
öld
- bls. 4
■ Bandalag kvenna hefur afhent Endurhæfingardeild Borgarspítal-
ans stærstu gjöf,sem spitalanum hefur borist, en það er taugagreinir,
sem iausiega áætlað er um tveggja milljóna króna virði.
Unnur Ágústsdóttir afhenti tækið fyrir hönd Bandaiags kvenna og
greindi hún þá meðal annars frá hinu mikla söfnunarstarfi,sem lá að
baki gjofinni, en mnan kvenfélaganna á landinu eru nú um 14 þús.
meðlimir.
Adda Bára Sigfúsdóttir, formaður stjórnar spitalans, tók á móti
gjöfinni fyrir hönd spitalans og þakkaði hún fyrir þann stórhug sem
liggur að baki starfi kvenfélaganna. —FRI/Timamynd GE.
Skipulagsstofnun telur hugmyndir um uppbyggingu
nýja miðbæjarins óheppilegar:
GANGA ÞÆR AF GAMIA
MIÐBÆNUM DAUÐUM?
■ „Hugmyndir þessarar könn-
unar benda til þess, að ef mikil
aukning verður á verslunar-
rymi annars staðar, geti það
haft alvarlegar afleiðingar fyrir
gamla miðbæinn. Sérstaklega á
þetta við, ef hugmyndir um upp-
byggingu nýja miðbæjarins i
Kringlumýri verða fram-
kvæmdar”, segir i niðurstöðum
skýrslu sem Skipulagsstofa höf-
uðborgarsvæðisins hefur tekið
saman um könnun á valvöru-
verslun á höfuðborgarsvæðinu.
Telja höfundar skýrslunnar
hugmyndir um verulega upp-
byggingu nýs verslunarrýmis i
nýjum miðbæ óheppilegar mið-
að við þær aðstæður sem eru i
dag á svæðinu, „og þá þróun
sem gert er ráð fyrir næstu 20
árin.” Benda þeir á að spár um
ibúafjölda hafi til skamms tima
verið „allt of háar” og ef tekið
sé tillit til endurskoðaðra fram-
reikninga Borgarskipulags
Reykjavikur og fyrirhugaðrar
uppbyggingar á verslunarrými
annars staðar, „þá verður að
mæla með þvi að tillögur um
nýjan miðbæ verði endurskoð-
aðar”, segir i skýrslunni. Jafn-
framt er bent á að þrátt fyrir að
nýr miðbær geti haft alvarlegar
afleiðingar á flest ef ekki öll
önnur verslunarsvæði á höfuð-
borgarsvæðinu, þá komi staða
hans aldrei til með að verða
neitt sérstök.
Skýrsluhöfundar höfðu að-
gang að öllum veltutölum val-
vöruverslana á þessu svæði fyr-
ir milligöngu Kaupmannasam-
takanna. Með valvöru er átt við
vörusem neyta eða nota má oít-
ar en einu sinni. Þannig er öll
matvara.hreinsiefni, snyrtivör-
ur og lyf ekki valvara. —Kás
vann
bls. 7
til jóla
Niðurstöður vídeó-nefndarinnar:
STÓRFELLD BROT A
HÖFUNDARRÉTIARLÖGUM
— auk þess „brot á útvarps- og fjarskiptalögum í stórum stíl”
■ Nefnd sú, sem menntamála-
ráðherra skipaði i september til
þess að fjalla um svonefnt
myndbandamál, sendi ráðherra
skýrslu um málið i gær.
Niðurstaða nefndarinnar er
sú, að „undanfarið hafi átt sér
stað brot á útvarps- og fjar-
skiptalögum i stórum stil. Við
það bætast stórfelld brot á höf-
undarrétti bæði við upptöku efn-
is á myndbönd og ráðstöfun
myndbanda, en þó sérstaklega
með útsendingu efnis af mynd-
böndum um sjónvarpskerfi.”
Nefndin álitur brýna ástæðu
til þess að greiða götu höfunda
við að ná rétti sinum og að
hraða verði endurskoðun laga á
þessu sviði svo sem frekast er
unnt. Meðal annars með endur-
skoðun útvarpslaga og fjar-
skiptalaga með tilliti til breyttr-
ar tækni og viðhorfa. Þannig að
slakað verði á einkarétti rikis-
ins til hljóðvarps- og sjónvarps-
sendinga.
—Sjó.
'
Kvikmynda-
hornið
99