Tíminn - 05.12.1981, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.12.1981, Blaðsíða 10
ÍO RIKISSPITALARNIR lausar stödur Gæsluvistarhælið í Gunnarsholti Staða FORSTÖÐUMANNS Gæsluvistar- hælisins i Gunnarsholti er laus til umsókn- ar. Staðan veitist frá 1. janúar 1982 eða eftir samkomulagi. Laun samkvæmt launa- kerfi rikisins. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 20. desember n.k. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri, simi 29000 Reykjavik, 4. des. 1981 Skrifstofa rikisspitalanna Rauðarárstig 31 Styrkir til háskólanáms i Hollandi Hollensk stjórnvöld bjóöa fram tvo styrki handa Islendingum til háskólanáms i Hollandi skólaárið 1982-83. Styrkirnir eru einkum ætlaðir stúdentum,sem komnir eru nokkuð áleiðis i háskólanámi eða kandidötum til fram- haldsnáms. Nám við listaháskóla eða tónlistarháskóla er styrkhæft til jafns við almennt háskólanám. Styrkfjár- hæöin er 1.050 flórinur á mánuði i 9 mánuði — Umsækj- endur skulu vera yngri en 36 ára og hafa gott vald á holl- ensku,ensku eða þýsku. Umsóknir um styrkina ásamt nauðsynlegum fylgigögn- um, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 101 Reykjavik fyrir 20. janúar n.k. — Umsókn um styrk til myndlistarnáms fylgi ljósmyndir af verkum um- sækjanda,en segulbandsupptaka ef sótt er um styrk til tónlistarnáms. — Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráðu- neytinu. Menntamálaráðuneytiö 24. nóveihber 1981 St. Jósefsspítali Landakoti Hjúkrunarfræðingar Stöður hjúkrunarfræðinga á Lyflækninga- deild , gjörgæsludeild i skurðdeild og svæfingardeild eru lausar til umsóknar nú þegar eða eftir samkomulagi. Upp- lýsingar veitir hjúkrunarforstjóri i sima 19600 kl. 11-12 og 13-15 Hjúkrunarforstjóri Hestur Seinni hluta ágústmánaðar tapaðist úr girðingu við Vindás ofan Borgarness, bleikmoldóttur hestur með stjörnu. Hugsanlega tekinn i misgripum. Þeir sem kynnu að hafa orðið hestsins varir vin- samlegast látið vita i sima 93-7246. Iðnskólinn í Reykjavík Kennsla fyrir nýnema hefst i grunndeild málmiðna á vorönn 1982 (11. janúar n.k.) ef nægjanleg þátttaka verður. Inntökuskil- yrði er grunnskólapróf eða hliðstætt próf. Þeir sem eru 18 ára eða eldri geta þó sótt um skólavist án þess að uppfylla þetta skilyrði. Innritun fer fram i skrifstofu skólans og lýkur 15. des. n.k. Iðnskólinn í Reykjavík Auglýsið í Tímanum Laugardagur 5. desember 1981. mmm á bókamarkadi . all ; AF MEMA DAUBANN... SERHVER ÞJÓÐ HEFUR ÞÁ STJÓRN SEM HÚN VERÐSKULDAR... uwxm LrGARÍNN VERÐUR AÐ SÁSEM GETUR FRAMKVÆMIR SASEM EKKERT GETUR.KENNIR.,»B1» ÞAGAD YFffi ÞEÍREA Kristallar Almenna bókafélagið hefur sent frá sér bókina Kristalla tilvitnanir og fleyg orð i saman- tekt séra Gunnars Arnasonar frá Skútustööum. Er hér um að ræöa aðra útgáfu þessa verks aukna um rúman þriöjung, en fyrri út- gáfan kom út 1956. í kynningu for- lagsins á bókarkápu segir m.a: „Kristallar — tilvitnanir og fleyg orð er safn snjallyrða og frægra ummæla frá ýmsum tim- um og viðsvegar aö úr heiminum. Bókina munu sumir vilja lesa i einni lotu og mun skemmtilegur lestur. Aörir munu vilja nota hana sem uppflettirit og er efninu þannig skipað að hún er hentug til þeirra nota...” Kristöllum fylgir rækileg skrá yfir höfunda hinna fleygu orða bókarinnar ásamt upplýsingum um þá. Bókin er 272 bls. aö stærð og unnin i Prentverki Akraness. Þá læt ég slag standa Bókaútgáfan örn og örlygur hf. hefur gefið út bókina Þá læt ég slag standa Loftur Einarsson segir frá ævintýralegu lifshlaupi sinu heima og erlendis. Bókin er skráð af Magnúsi Bjarnfreðssyni. Sennilega eiga fáir Islendingar eins ævintýralegt lifshlaup og Loftur Einarsson, eöa „Loftur riki”, eins og hann er oft kallaður. En Loftur Einarsson hefur bor- ið margt viö um dagana. Hann hefur t.d. rekiö hótel á Akureyri og grætt þar á tá og fingri, en siðan tapað öllu austur i Vagla- skógi, hann kom sér einnig upp hóteli á Spáni, en þar missti hann allt i miklu syndaflóöi og varð að flýja undan Francólögreglunni, hann var lengi búsettur i Grimsby og hjálparhella isienskra sjó- manna þar i borg við allskonar útréttingar, hann var öryggis- vörður og tollvörður á Kefla- vikurflugvelli og siöar stóö hann i stórsmygli framan við byssu- kjafta dáta Gaddhafis i Libýu. Hann stofnaði naglaverksmiðju I Borgarnesi meö Halldóri E. og fleiri góðum mönnum og er nú aö koma upp fyrirtæki á Suöurnesj- um. Bókin Þá læt ég siag standa er sett og umbrotin hjá Leturvali sf., prentuð hjá Hólum hf., en bundin hjá Arnarfelli hf. Sigurþór Jakobsson hannaöi kápuna, en ljósmynd á kápu tók Friðþjófur Helgason. Flýgur fiskisaga Jack London ÚIFHUNOURINN fsalold Jack London var mikill ævintýra- maður, og sögur hans bera þess glöggt vitni. Þær hafa verið þýdd- ar á flest tungumál veraldar og eru enn jafn ferskar og á fyrstu áratugum aldarinnar. Þær eru I flokki þeirra fágætu bóka sem höfða jafnt til ungra sem aldinna. RAUCO ASTARSÖtaiBNAR Hrafn Gunnlaugsson hefur sent frá sér nýja bók — smásagnasafn sem hann nefnir Flýgur fiskisaga.Er þetta fimmta bókin sem út kemur frá hendi höfundar- ins. Smásögurnar i bókinni eru tólf aö tölu misjafnlega langar. I kynningu bókarinnar segir m.a.: „Flýgur fiskisaga sver sig um margt I ætt við fyrri verk höf- undarins, bæði fyrri skáldskap hans og kvikmyndir. Efnivið- urinn er oftast hversdagslegur veruleiki, sem höfundur blæs lifi i með sinu sérkennilega hug- myndaflugi og skopskyni stund- um sannkölluðum gálgahúmor. Frásagnargleði og þörf höfundar að skemmta lesendum einkennir þessar sögur, án þess það á nokkurn hátt dragi úr alvöru efnisins eöa boöskap þeirra...” Flýgur fiskisaga er pappirs- kilja 210 bls. að stærð. Bókin er unnin I ísafoldarprentsmiöju og útgefandi er Almenna bóka- 18 bækur eftir Jack London Bókaforlag Isafoldar sendir frá sér fyrir jólin átján bækur eft- ir Jack London. Þær hafa allar komiö út áður hjá forlaginu, en eru alltaf jafn vinsælar og eru i flokki mest lesnu bóka heimsins. Skuggsjá hefur gefið út tvær nýjar bækur eftir Theresu Charles. Þær heita Drauma- maöurinn hennarog Huiin fortið. Andrés Kristjánsson islenzkaöi báðar bækurnar. Meö þessum tveimur bókum eru þær bækur, sem út hafa komið hjá Skuggsjá eftir Theresu Charles, orönar 25. , ELSE-MARIE lUOHR CQ CL8KA Þ3G 3 nýjar „ Rauðar ástarsögur". Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfiröi hefur gefiö út þrjár bækur i bókaflokknum „Rauðu ástarsögurnar”. Alls hafa þá komið út I þessum flokki 18 bæk- ur. Nýju bækurnar heita Vald viijans eftir Sigge Stark, i þýð- ingu Skúla Jenssonar, Hættulegur ieikur eftir Signe Björnberg, þýð- ingu Siguröar Steinssonar, og Ég elska þigeftir Else-Marie Nohr, i þýðingu Skúla Jenssonar. 2 nýjar bækur Theresu Charles eftir SiGNE BJORNBERG leikur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.