Tíminn - 05.12.1981, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.12.1981, Blaðsíða 5
Laugardagur 5. desember 1981. erlent yfirlit ■ Af forystumönnum hinna minni flokka, sem taka þátt i kosningabaráttunni f Danmörku, beinist einna mest athygli aö tveimur mönnum, eöa Erhard Jacobsen, formanni miödem- ókrata og Gert Petersen for- manni Sósialiska þjóöarflokksins, sem Aksei Larsen stofnaöi, þegar hann fór úr Kommúnistaflokkn- um. Að vissu leyti á flokkur miö- demókrata ekki ólika sögu og flokkur Glistrups. Báöir eru þeir eins konar einkafyrirtæki, miö- demókratar einkafyrirtæki Jac- obsens og Framfaraflokkurinn einkafyrii-tæki Glistrups. Báðir komu þeir til sögu undir- búningslitiö i' þingkosningunum 4. desember 1973 og hafa unnið sér ótriílega mikið fylgi. Báðum var þá spáð þvi, að þeir yrðu aðeins stundarfyrirbrigði en þeir lifa þó sæmilegu lffi enn og þykja lik- legir til að halda velli i kosning- unum á þriðjudaginn. Eihard Jacobsen var borgar- stjóri í Gladsaxe, kosinn af sósial- demókrötum, en hafði lent i deil- um viö flokksforustuna Ut af fast- eignasköttum. Hann ákvað þvi að segja sig úr flokknum og stofna nýjan flokk, þegar kosningarnar höfðu verið auglýstar 1973. Lengri undirbúningstima hafði hann ekki. Erhard Jacobsen gafflokki sin- um nafnið Centrum-Demokrat- erne, venjulega skammstafað CD. Stefnuskrá hins nýja flokks var ■ Erhard Jacobsen Tekst Jacobsen að halda velli? Skoðanakannanir hagstæðar Gert Petersen bæði stutt og einföld. Hún var i höfuðatriðum þessi: 1. Fasteignaskattar á ibúðum verði afnumdir. 2. Söluskattur verði hækkaður og tekjuskattur lækkaður tilsvar- andi. 3. Skattar á bilum veris lækkað- ir. 4. Skattar verði lækkaðir á tekj- um vegna yfirvinnu. 5. Atvinnurekendum verði greitt fyrir innheimtu á sköttum. Þessi stutta stefnuskrá virtist ná eyrum miðstéttarfólks, sem átti sinar eigin ibúðir og bila. Þá féll hún minni atvinnurekendum og smákaupmönnum vel i geð. Samt var ekki búizt við þvi, að flokkur Jacobsens fengi mikiö fylgi, þar sem flokkur Glistrups kom til sögu á sama ti'ma og bauö enn meiri skattalækkanir. Úrslitin sýndu að visu annað. Flokkur Glistrups hlaut aö visu miklu meira fylgi eða 485.286 at- kvæði og 27 þingmenn kjörna. Þegar þessi samkeppni er tekin með i reikninginn, gat Jacobsen unaö vel sinum hlut. Flokkur hans hlaut 236.784 atkvæði og 14 þingmenn kjörna. Þegar á þing kom, lágu leiðir þeirra Glistrups og Jacobsens ekki saman. Enginn flokkur vildi hafa samvinnu við Glistrup. öðru máli gegndi um Jacobsen. Gömlu flokkarnir tóku Jacobsen og flokk hans alvarlega og hafa haft ýmiss konar samvinnu við hann. A siðasta kjörtimabili veittu miðdemókratar minnihlutastjórn sósialdemókrata óbeinan stuön- ing, ásamt radikölum og kristi- legum. Þessir þrir flokkar sner- ust hins vegar gegn stjórninni, þegar hún vildi beita tryggingafé- lög og li'feyrissjóði lögþvingun- um. Þaö varö orsök kosninganna. Enn er stefnuskrá miðdemó- krata hvergi nærri ljós, en helzt eru þeir taldir fhaldssamur mið- flokkur. Ihaldsflokkurinn og Vinstri flokkurinn vænta stuön- ings miðdemókrata, ef þeir mynda minnihlutastjórn eftir kosningarnar. Miðdemókratar hafa ekki neitað þessu, en telja þó hina sameiginlegu kosninga- stefnuskrá þessara flokka óraun- hæfa. Samkvæmt skoðanakönnunum ættu miödemókratar að halda velli i' kosningunum. Þeir hafa nú sexþingmenn og eiga samkvæmt flestum skoðanakönnunum að fa 7 ■ Gert Peterscn þingmenn, en samkvæmt þeirri hagstæðustu 11 þingmenn. Fjórar stofnanir annast nú skoðanakannanir i Danmörku, eða Gallup (Berlingske Tidende), Observa (Jyllandsposten), AIM (Börsen) og Vilstrup (Politiken). Þaö er Gallup, sem spáir miö- demókrötum 11 þingmönnum. EF skoöanakannanir reynast réttar, á Sósialiski þjóöarflokkur- inn að auka fylgi sitt. Hann hefur nú dlefu þingmenn og spáir Gall- up honum sömu tölu. Hins vegar spáir Observa honum 16 þing- mönnum, en AIM og Vilstrup 15 þingmönnum. Ef þessar spár reynast réttar, má flokkurinn vel við una. Hann þarf nú ekki aðeins að keppa við sósialdemókrata til hægri, heldur einnig til vinstri við vinstrisósial- ista, sem hafa nú sex þingmenn, og við þrjá aðra róttæka vinstri flokka, semekkihafa haft mann á þingi að undanförnu. Einn þeirra er Kommúnistaflokkurinn. Sósialiski þjóöarflokkurinn hef- ur stórum róttækari stefnuskrá en sósialdemókratar, og er auk þess á móti hervörnum. Hann sækist nú mjög eftir samstarfi við sósialdemókrata, en Anker Jörg- ensen lýsir hann ósamstarfshæf- an og hafnar öllu samstarfi viö hann. Foringi Sósialiska þjóöar- fiokksins er nú Gert Petersen. Flokkurinn var talsvert sundrað- ur um skeiö eftir að Aksel Lar- sen lét af forustu hans, en nú virð- istPetersen hafa náö sæmilegum tökum á stjórn hans. Gert Peter- sen er sérkennilegur persónu- leiki, sem virðist i fyrstu ekki mikill fyrirmann aö sjá, en vinn- ur á við aukin kynni. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar bridge Jón og Valur sigrudu á stórmóti á Akranesi Úrslit Reykjavíkurmótsins spiluð um helgina Úrslit Reykjavikurmdtsins verða spiluð i Hreyfilshúsinu við Grensásveg i dag og á morgun i þremur lotum . Hefst sú fyrsta kl. 13.00 i dag sú næsta á sama tima á morgun og sú þriðja eftir kvöldmat á morgun. 28 pör eiga rétt á þátttöku. Verða spiluö 4 spil milli para þannig að alls verða 108 sjxl spiluð á þessum tima. Núverandi Reykjavikurmeist- arar eru þeir Asmundur Páls- son og Karl Sigurhjartarson. Jón og Valur islandsmeistararnir i tvi- menning, Jón Baldursson og Valur Sigurðsson urðu sér úti um átta þúsund krónur meö þviaðsigra stórmótiðá Akra- nesi sem fram fór um siöustu helgi. Þeir félagar sigruðu örugglega: hlutu 187 stig. 1 öðru sæti komu þeir Kristinn Bergþórsson margreyndur landsliðsmaður og félagi hans Þráinn Finnbogason með 142 stig og 4.500 krónur. Það mun sennilega vera komið hátt i 2 áratugi siðan Kristinn tók siðast þátt i tvimennings- keppni þannig að hann hefur greirilega engu gleymt. í þriðja sæti voru svo núverandi Reykjavikurmeistarar, þeir Asmundur Pálsson og Karl Sigurhjartarson með 136 stig og 2.500 krónur. Að öðru leyti varð röð efstu mannanna sem hér segir: 4. Hrólfur Hjartarson — JakobMöller 130 5. óliver Kristófersson — ÞórirLeifsson 102 6. Sigurður Vilhjálmsson — Runólfur Pálsson 88 7. Bjarni Guðmundsson — Karl Alfreðsson 83 8. Páll Valdimarsson — Óli Már Guðm undsson 56 Arlegt stórmót á Akranesi er orðið að föstum viðburði i islensku bridgeli'fi og eiga Hótel Akranes og Bridgefélag Akraness þakkir skildar fyrir að gera það mögulegt. Bridgefélag Reykja- vikur Að loknum 12 umferöum i aðalsveitakeppni félagsins er baráttan um efsta sætíð enn mjög tvisýn. Röð efstu sveita er þessi: 1. Jakob R. Möller 167 2. Sævar Þorbjörnsson 164 3. Egill Guöjohnsen 159 4. SigurðurB. Þorsteinsson 147 5. örn Arnþórsson 144 6. Karl Sigurhjartarson 140 7. Þórarinn Sigþórsson 135 8. Aöalsteinn Jörgensen 116 Aöeins þrem umferðum er ólokið og verða 13. og 14. um- ferð spilaðar nk. miðvikudag. t 14. umferö eigast við ma. sveitir Jakobs og Egils og sveitir Þórarins og Arnar. Bridgedeild Sjálfs- bjargar Hraösveitakeppni deildar- innarlauk s.l. mánudagskvöld með glæsilegum sigri sveitar Jóhanns P. Sveinssonar. Með honum spiluðu í sveitinni Theodór A. Jónsson, Atli Isaksson, Þórður G. Möller, Sigurður Björnsson og Lýður Hjálmarsson. Röðefstu sveita varð annars þessi: 1. Jóhann P. Sveinsson 1948 2. Rut Pálsdóttir 1851 3. Gisli Guðmundsson 1799 4. Sigurrós Sigurjónsdóttir 1762 Meðalskor var 1728. Að öllu forfallalausu hefst aöalsveita- keppni deildarinnar mánu- daginn 11. janúar 1982 kl. 19.30 stundvislega. Bridgefélag kvenna Atta kvölda Barómeter tvi- menningi hjá Bridgefélagi kvenna lauk siðastliðinn mánudag. Keppnina sigruðu Halla Bergþórsdóttir og Kristjana Steingrimsdóttir með nokkrum yfirburöum. Þær fengu 631 stig, eða rúm- um 200 stigum meira en næsta par. Röð efstu para var annars þessi: 2. Inga Bernburg — Gunnþórunn Erlingsd. 430 3. Steinunn Snorrad. — ÞorgerðurÞórarinsd. 402 4. Ingibjörg Halldórsd. — SigriðurPálsd. 378 5. Lilja Guðnad. — ÞuriðurMöller 296 6. Júliana Isebarn — Margrét Margeirsd. 289 7. Ólafia Jónsd. — Ingunn Hoffmann 276 8. Alda Hansen — Nanna Agústsd. 243 Bridgefélag Hafnar- fjarðar Siðastliðinn mánudag lauk Rúbertukeppni félagsins. Spilaðar voru tiu umferðir eftir Monrad-kerfi. Sigurveg- arar urðu gamalreyndir rúbertukappar, þeir Sævar Magnússon og Hörður Þorarinsson. Staða og stig efstu manna: 1. Sævar Magnússon — Hörður Þórarinsson 46 2. Böövar Magnússon — Stigur Herlufssen 31 3. Arni Már Björnsson — Heimir Tryggvason 30 4. Ólafur Valgeirsson — Lárus Hermannsson 17 5. Jón Sigurðsson — Sævaldur Jónsson 15 6. Kristófer Magnússon — BjörnEysteinsson 12 Næstkomandi mánudag verður spilað við Bridgefélag kvenna. Spilamennska fer fram i' Domus Medica og hefst stundvislega klukkan hálf átta. Bridgefélag Breiðholts Rafn Kristjánsson og Þor- steinn Kristjánsson sigruðu barómeterkeppni félagsins sem hefur staðið yfir hjá félaginu undanfarin þriöju- dagskvöld með nokkrum yfir- burðum. Hlutu þeir 201 stig en I næstu sætum komu: 2. Ami Guðmundsson — Margrét Þóröardóttir 127 3. óskar Þráinsson — Kristinn Helgason 105 4. Björgvin Viglundsson — Páll Þór Bergsson 71 5. Axel Lárusson — Leifur Karlsson 46 6. Þórarinn Arnason — Gisli Vfglundsson 43 Næstkomandi þriðjudag veröur spilaður eins kvölda tvimenningur en þriðjudaginn 15. des. verður spiluð rúbertu- keppni og eru þá peningaverð- laun í boði. Veröur það jafn- framt siöasta spilakvöldiö fyrir jól. Spilað er i húsi Kjöts og fisks, Seljabraut 54 kl. 19.30 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Keppnisstjóri er sem fyrr Hermann Lárus- son. Magnús Ólafsson ír' skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.