Tíminn - 05.12.1981, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.12.1981, Blaðsíða 6
Laugardagur 5. desember 1981 6 Utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreióslustjori: Sig- urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson,Elias Snæland Jóns- son. Rítstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnósson. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefónsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf- arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteins- dóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 5.00. Askriftargjaldá mánuði: kr. 85.00-Prentun: Blaðaprent h.f. Reykjavík eignist Keldnaíand i ágætu viðtali, sem Timinn birti nýlega við Egil Skúla Ingibergsson borgarstjóra, lagði fréttamaðurinn m.a. fyrir hann eftirgreinda spurningu: ,,Ég man eftir þvi, að fyrir nokkrum mánuðum lagðir þú fram greinargerð fyrir borgarráð, þar sem þú lýstir nákvæmlega árangurslausum samningaviðræðum um hugsanlega yfirtöku borgarinnar á landi rikisins við Keldur, sem endar á þvi að þú leggur til, að eignarnámsheim- ild skipulagslaga verði breytt til að ná yfirráðum landsins til framtiðarbyggðar fyrir Reykjavik. Má túlka þessa niðurstöðu i þá veru, að hefðir þú einn fengið að ráða, þá hefðirðu heldur viljað að framtiðarbyggð borgarinar risi á strandlengj- unni norðan Grafarvogs i stað Rauðavatns- svæðisins, sem nú hefur þó orðið ofaná?” Svar borgarstjóra var á þessa leið: ,,Þetta hangir að sjálfsögðu saman. Samt er ég ekki viss um, að þetta hafi verið i minum huga, þegar þessi tillaga kom fram. Einfaldlega vegna þess, að þá hafði mér verið falið, ásamt öðrum embættismönnum, ákveðið verkefni til lausnar, ef tök væru á. Embættislega tókst okkur ekki að leysa þetta vandamál. Ég gerði jafnframt grein fyrir þvi að ég teldi ekki grunn til þess að ræða þetta mál frekar á þessu stigi valdastigans, sem við embættismennirnir erum á. Það yrði að ræðast af mönnum, sem hefðu meiri völd heldur en við höfðum, og miðað við þau gögn, sem ég hefði i höndunum, þá legði ég til að farin yrði sú leið að taka landið eignarnámi. Auðvitað tengist þetta siðan þeirri ákvörðun um uppbyggingu við Rauðavatn, sem siðar er tekin. Ég held, að það hafi ekki farið á milli mála, að flestir hafi litið svo á, að Keldnaland væri eðlilegt sem næsta byggingarsvæði fyrir Reykjavik, áður en við færum lengra til austurs, af ýmsum ástæðum. Þegar að sá valkostur er ekki lengur fyrir hendi, þá verður að athuga þá næstu og það var það, sem gert var.” Hvað, sem öllum meiningarmun um skipu- lagsmál Reykjavikur liður, ættu allir að geta orð- ið sammála um, að Keldnaland er svo mikilvægt fyrir höfuðborgina af mörgum ástæðum, að eðli- legt er að hún fái þar eignaryfirráð. Þess vegna hlýtur það að vera sameiginlegt áhugamál Reyk- vikinga, að Reykjavikurborg eignist Keldnaland. Ótrúlegt er, að það fáist ekki fram án laga- setningar, en annars yrði að gripa til hennar. Öfugþróun Á fundi Ferðamálaráðs íslands 22. okt. sl. var samþykkt að vara við þvi að velja skemmtistöð- um eða verzlunum erlend heiti. Þessi öfugþróun væri i algerri mótsögn við þá stefnu ráðsins að stuðla að verndun og virðingu fyrir islenzkri menningu, sögu og tungu. Ferða- málaráð minnir á, að þeir erlendu gestir, er hingað koma, leggja m.a. leið sina hingað til að kynnast sögu okkar og menningu. Hin erlendu nöfnværu ekki góð kynning á landi og þjóð. Þ.Þ. menningarmál „Honum fylgir hundur gladur” John Holmes: FJARHUNDURINN Þýöandi: Dr. Stefán Aðalsteinsson. Útgefandi: Búnaðarfélag lslands. 181 bis. Reykjavik 1981. ■ Það hefur verið sagt opinber- lega, að tslendingar muni vera eina þjóðin i heiminum, sem hefur stundað sauðf járrækt i’ þús- und ár, án þess að hafa nokkurn tima haft rænu á þvi að rækta fjárhundakyn. Sjálfsagt er þetta alveg rétt, en hitt er þó jafnvist, að margur góður fjárhundurinn hefur verið i þessu landi frá upphafi vega og fram á daga þeirra manna sem nU lifa, þótt mjög hafi hallað undan fæti i þvi efni eins og mörgum öðrum á siðustu árum. Ærin þörf er aö bæta þar um, þvi að enn þurfa islenskir fjárbændur mjög á góðum hundum að halda, — og það er alls engin ástæða til þess að fjármenn og bændur i sveitum íslands sli'ti kröftum sinum við verk, sem fjárbændur annarra þjóða hafa fyrir löngu lært að láta hunda si'na annast. Nú er komin út á íslandi kennslubók um tamningu og með- ferð hunda. Þetta er lærdómsrik bók, enda talar höfundur hennar af langri reynslu. Sjálfur hefur hann tamið og þjálfað hunda siðan „snemmaá árinu 1930”,svo að hann á hvorki meira né minna en hálfrar aldar reynslu að baki. Ekki eru nein tök á þvi' hér að gera greinfyrir nema örlitlu broti af þeim fróðleik sem er innan spjalda þessarar bókar, en nefna má nokkur atriði. Höf. telur sjálf- sagðan hlut að venja alla hunda við band fráunga aldri. Eða, eins og það er orðað: „Hægt er að kenna hvolpi að ganga i taumi á hvaða aldri sem er, ef honum þykir vænt um eiganda sinn og eltirhann án þess að hafa taum .” Hann mælir einnig með þvi að hundinum séu kennd ákveðin orð, eins og t.d.: „Hægri.” „Vinstri.” „Vinstri, farðu fyrir.” „Hægri, farðu fyrir.” „Leggstu.” O.s. frv. Svo strangur er höfundurinn um þetta siðast talda atriði, að hann segir m.a.: „Aður en ég byrja að láta hund vinna við búfé, þarf hundurinn að kunna að fíeygja sér niður þegar honum er sagt það, bæði þegar hann heyrir fyrirskipunina: „Leggstu” og eins þegar hann heyrir i flaut- unni.” Skemmtilegur þykir mér kafl- inn um eðlishvatir hundsins, en þær hefur höfundur þessarar bókar auösýnilega rannsakaö gaumgæfilega. Viö skulum rétt gripa niður á tveim stöðum, þar sem annars vegar er rætt um hreinlætishvötina, og hins vegar um kynhvötina, en barátta islenskra fjármanna við þessar hvatir hunda sinna hefur oft verið i meira lagi brösótt svo ekki sé fastara að orði kveðiö. Um kyn- hvötina segir svo m.a.: „Menn geta ekki átt von á þvi, aö kynóöur hundur hafi hugann við búfé, sem hann á að sjá um.”... „Hundur, sem er geltur eftir að hann hefur náö fullum þroska, breytist aðeins að þvi hvaö varðar kynhvötina. Eðli hans verður það sama að öllu leyti og hæfileikar hans til fjár- gæslu verða hinir sömu og áður.”......,Eins og stendur er aðeins einn af hverjum tiu hund- um á hundabúi minu ógeltur og ég hef trú á þvi, að innan tiðar verði ekki meiri andúð gegn þvi að gelda hunda heldur en stóð- hesta.” Þá er það nú hreinlætishvötin. Sá kafli hefst á þessum eftir- tektarverðu orðum, sem menn ættu að festa sér vel i m inni: „011 dýr, sem fæðast i bæli, reyna ó- sjálfrátt að halda bælinu hreinu.”Siðan segir: „Efhvolpur er i hundahúsi, sem er of litið eða hreinsað óreglulega eða sjaldan, á hann engra kosta völ nema vera skitugur og venst þvi að lifa við ó- hreinlegar aðstæður.”... ,,En hvolpur, sem er i hreinu, rúm- góðu hundahúsi eða hvolpur, sem getur farið út Ur hundahúsinu þegar hann þarf, venst á að fara sem lengst frá bælinu. þegar hann þarf að létta á ser.”------ Hér er sem sé gert ráð fyrir þvi, að hundarnir eigi sitt sérstaka hús, eins og önnur dýr á bænum, og að hús i þeirra sé haldið hreinu, engu siður en t.d. fjósi eða hest- húsi. — Menn ættu lika að lesa vandlega þaö sem stendur skrifað á bls. 29-30. Þar er tekið dæmi af ungum hvolpi, sem bóndi kaupir. Hvolpurinn fær að hlaupa um á býlinu eins og hann vill, allan daginn, alla daga. „Hann er lát- inn afskiptalaus, hann fylgireigin hvötum og þær verða sterkari eftir þvf sem hvolpurinn eldist.” ... „Engin tilraun hefurverið gerð til þess að kenna honum neitt.” — Það er auðvitað ekki von að vel fari, þegarsvo allt i einu á að fara að venja slikan hvolp við fé. Nú er þess að geta, að höfundur bokarinnar um fjárhundinn, — sem er Breti, — tekur i bók sinni einkum mið af hundakyni.sem er mjög algengt á Bretlandseyjum, svokölluðum Border Collie hund- um. Þessir hundar hafa verið þrautþjálfaðir og kynbættir mjög lengi. Það má þvi búast við, að tiltölulega auðvelt sé að gera hvolp af sli'ku kyni afbragðsf jár- hund. Aftur á móti er liklegt að róðurinn yrði þyngri, tamningar- timinn lengri og erfiðari, ef ætti að taka okkar óræktuðu, „islensku” hunda sömu tökum. Hitt er vi'st, að fslenskir fjármenn og bændur (og reyndar allir hundaeigendur), geta margt og mikið lærtafþessaribók. Það er að vfsu hart að þurfa að segja það, en staðreynd er það engu að siður, að „hundamenning” okkar lslendinga hefur löngum verið okkur til háborinnar skammar. Hugsa sér aö það skuli ekki þurfa annað en að ein tik sé lóða, þá eru óðara komnir utan um hana von- biðlar, kannski einir fimm eða tiu i hóp. Og svo tekur öllhersingin sig upp einhvern daginn og tekur aö flakka um sveitina, eins og hjörö hálf-villtra dýra. Þegar svo þessi tik gýtur hvolpum sinum i fyllingu ti'mans, veit enginn hver faöirinner, (eða feðurnir, þvi að oft munu hvolparUreinu og sama gotinu eiga sér fleiri en einn föður). Hvernig halda menn aö hægt sé að rækta nokkra dýra- tegund meö þessu háttalagi? Nei, svona aöfarir þekkjast hvergi á byggu bóli, þar sem ræktun og kynbætur eru i sæmilegu lagi. Auðvitað á að hafa á þessu sama háttog með hestana: Ala upp sér- staka kybótahunda, en sjá um að hinir auki ekki kyn sitt. Þá fyrst er von til þess að stofniim fari smám saman batnandi. Kynbóta- bú og tamingastöö islenskra fjárhunda er ekki fjarlægur draumur, heldur aðkallandi nauðsynjamál. Og vel aö merkja: Tamningastöð, þar sem aðstaða er til þess a ð þjálfa hunda við bú- fé á hverjum degi, einhverja stund Ur deginum, allt árið, t.d. i sérstökum girðingarhólfum, i lik- ingu við það sem bent er á i bók- inni, sem er hér til umræðu. Það sem ég set helst Ut á bókina Fjárhundinn er það, að mérþykir höfundurinn oft helst til langorð- ur. Það hefði verið hægt að þjappa efninu betur saman. Af- leiðingþessa er m.a. sú, að menn þurfa að lesa bókina vandlega, og það oftaren einu sinni, til þess að festa sér efni hennar i minni. Það olli mér einnig stórri undr- un og vonbrigðum, þegar ég las þessa bók, hve vinnslu hennar er ábótavant. Það er leiðinlegt að þurfa að segja þetta, en væri blátt áfram ekki heiðarlegt að þegja yf ir þvi'. Málfar er næsta hnökrótt og prentvillur öheyrilega marg- ar, einkum i fyrri hluta bókar- innar, svo nærriliggur að ætla, að þar hafi orið eitthvert sérstakt slys varðandi prófarkalesturinn. Draugurinn „tilað byrja með” og útlenda orðasambandið „idag” (i merkingunni ,,nú á dögum” — „núna”) ganga um bókina ljósum logum, og fleira mætti nefna, þótt þaö verði ekki gert hér. í fyrri hluta bókarinnar eru prentvillur oft fleiri en ein á hverri siðu (t.d.á bls.30). Fyrst i stað er orðið „annarra” ýmist ritað með einu r-i eða tveimur, sömuleiðis er i' fyrri hlutanum ýmist rituð z eða ekki (sbr. bls. 25,efst),en siðan er alveg hætt að nota setuna. Orðið „hundur” er jafnvel ekki nærri alltaf beygt. (,,... að kenna ungum hund...” ...með ungum hund”. stendur á bls. 26). Ef til vill er þó leiðin- legast, að iformála útgefanda og aftan á kápusiðu segir, að bókin heiti á frummálinu „The Farmer’s Dog”, (eintala), en innaná titilsiðu stendur: „Titill á- frummáli:: The Farmer’s Dogs” (fleirtala). — Núskiptir kannski ekki neinu meginmáli, hvort bók- in heitir á enskunni „Hundurinn bóndans” eða „Hundarnir bónd- ans”, en skemmtilegra hefði þó verið, að hin islenska gerð þess- arar þörfu bókar hefði ekki verið tvisaga um þetta atriði. Ég er satt að segja alveg undrandi á þvi að það ágæta fólk, sem stendur að útgáfu þessarar bókar,skyldi ekki þegari'upphafi gera ráðstafanir til þess að girða fyrir slik vinnubrögð. Ég veit að visu af langri reynslu, að bækur verða seint „dauðhreinsaðar” af öllum prentvillum, en annar eins frágangur og hér er á ferðinni, á samt ekki að þurfa að eiga sér stað. En hvað um það. Erindi bókar- innar um fjárhundinn er ekki að skemmta þeim sem hafa yndi af islenskri tungu, heldur á hlutverk hennarað vera að kenna mönnum að umgangast hunda sina. Það geturhún li'ka sannarlega gert, ef menn lesa hana vel og hafa siðan rænu á aö læra af henni. HUn ætti að vera til á hverju sveitaheimili i landinu, og alls staðar þar sem hundar eru meðal húsdýra eða heimilisvina. Allmargar myndir og teikningar eru i bókinni til glöggvunar á efni hennar. Yfir- leitteruþærágætar, en þó mættu sumar ljósmyndimar vera dálítið skýrari. Eins og áður hefur verið getið, er bókin Fjárhundurinn þýdd af dr. Stefáni Aöalsteinssyni. Hann skrifar einnig afbragösgóðan for- mála, þar sem hann segir m.a. söguraf hundum, semhann hefur þekkt, enda hafa löngum verið góðir hundar á Vaðbrekku. Gunnar Einarsson, sá er dvald- ist við bústörf i Ástraliu og á Nýja-Sjálandi og er snjall hunda- þjálfari, ritar eftirmála. Greinar þeirra Stefáns og Gunnars eru hin besta viðbót við bókina og auka gildi hennar fyrir islenska lesendur. —VS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.