Tíminn - 05.12.1981, Blaðsíða 22
Laugardagur 5. desember 1981.
22
Kvikmyndir og leikhús
kvikmyndahornið
■ Anthony Quinn fer meö aöalhlutverkiö I Zorb.a.
■ Á þessum árstima, mánuði
fyrir jól, hefur það verið nokk-
uð viðtekin venja hjá kvik-
myndahúsunum að draga
gamlar myndir upp úr pússi
sinu og endursýna þær. Gæði
flestra þessara mynda hafa
oftast verið fremur vafasöm,
svo ekki sé meira sagt, en i ár
bregður svo við að finna má
tvær perlur innan um og væri
óskandi að fleiri kvikmynda-
hús tækju sér þetta til fyrir-
myndar og reyndu að endur-
sýna, fyrst þau eru að þvi á
annað borð, góðar myndir þvi
þær eru til í miklum mæli á
hillum þeirra.
Þær tvær myndir sem átt er
við hér eru myndirnar Mid-
night Cowboy (Tónabió) og
Zorba the Greek (Nýja bió) en
báðar þeirra eru frábærar og
önnur næstum þvi klassiskt
kvikmyndaverk.
Óskarsverðlaunamyndin
Midnight Cowboy er gerð af
John Schlesinger og fjallar un
ungan sveitapilt sem kemur til
stórborgarinnar og ætlar sér
þar að vinna inn pening sem
„graðfoli” en finnur svo út að
markaðurinn fyrir þessa
„vöru” ekki eins mikill og
hann hugði i fyrstu. Hann
kemst brátt i kynni við gaml-
an „göturæsiskandidat” og
saman sökkva þeir dýpra og
dýpra i heim fátæktar og
eymdar.
Þessi mynd hefur fyllilega
staðist timans tönn og það sem
öðru fremur gerir það að
verkum er hreint frábær túlk-
unleikarana i aðalhlutverkum
þeirra Voigt og Hoffman sem
annarsvegar „graðfolans” og
hins vegar rónans. Fyrir utan
þetta tekst Schlesinger á frá-
bæran hátt að draga fram
eymd stórborgarinnar með að-
stoð ágæts handrits og kvik-
myndatöku.
Zorba
Ég lýsti GrikkjanumZorbaáð
an sem næstum þvi klassisku
verki en það er að minu mati
ekki óraunhæf lýsing. Það sem
öðru fremur gerir myndina að
þvi er óviðjafnanleg túlkun
Anthony Quinn i aðalhlutverki
myndarinnar. Leikur Quinn er
með þeim hætti að enn i dag
hefur honum ekki auðnast að
losa sig við þann stimpil sem
hann fékk eftir myndina.
Fleira kemur þá hér til skjal-
anna og ekki hvað sist tónlist
Theodorakis en sjaldan hefur
tónlist fallið jafnvel að efni
myndar.
Segja má um þessa mynd að
hún sé þjóðarskapgerð
Grikkja i hnotskurn enda
standa griskir aðilar nær ein-
göngu að gerð hennar. Leik-
stjórinn er Michael Cacoyann-
is, myndin er gerð eftir skáld-
sögu Nikos Kazantzakis og
með eitt af aðalkvenhlutverk-
unum fer griska leikkonan Ir-
ene Papas.
Annað
Fyrir utan þessar myndir
svo og Útlagann er fátt bita-
stætt i kvikmyndahúsunum
um þessar mundir. Regnbog-
inn er að visu með rússneska
kvikmyndaviku um ^essar
mundir en mjög hljótt hefur
verið um hana.
Aðrar myndir eru tvær
fremur lélegar táningamyndir
og ein hryllingsmynd um af-
höggna hendi sem gengur um
laus og kyrkir fólk og svo
þrjár endursýningar i Regn-
boganum sem ekki þarf að
hafa mörg orð um.
— FRI
Friðrik PJ
Indriöa-
son skrifar. wr Mi
0 Svarti samurainn
0 Haukur herskái
★ ★ ★ Utlaginn
★ ★ ★ ★All That Jazz
★ ★ Hinir hugdjörfu
★ Cannonball run
Litlar hnátur
Stjörnugjöf Tímans
**** frábær - * * * mjög góð • * * góð • * sæmlleg • O léleg