Tíminn - 05.12.1981, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.12.1981, Blaðsíða 4
Sveinn Aðalsteinsson hjá Samafli h.f.: Athuga- semd greinar um Ikarus-vagna ■ Vegna viðtals við Harald Þórðarson hjá tæknideild SVR i laugardagsblaði Timans 28. nóv. sl., vill Samafl, einkaum- boðsaðili Ikarus á íslandi taka fram eftirfarandi: Eins og fram kemur i téðri grein hafa Ikarus vagnarnir ekki enn verið afhentir og þvi i hæsta máta óeðlilegt af starísmanni SVR að sýna þá án samráðs við umboðið. Með þessum skrifum er greinilega reynt að skapa nei- kvæð viðhorf íyriríram á vögnunum og óliklegustu atriði týnd til. Greinarhöfund- urinn, blaðmaður Timans, sem i haust fór i skoðunarferð til Sviþjóðar i boði Volvoverk- smiðjunnar, virðist hafa mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig útbúnaði stærtis- vagna sé best háttað. Við sem að innflutningi þessara vagna stöndum, höf- um frá öndverðu barist fyrir þvi að þeir væru fordómalaust skoðaðir og reyndir. Nú þegar þeir eru komnir til landsins, gefst fólki tækifæri til að gera sér grein fyrir hvernig vagn- arnir, sem svo mjög var rætt um á liðnu ári lita út og þvi furðulegt að reyna meö ein- hliða neikvæðum lýsingum að auka á þá tortryggni, sem reynt var að vekja af sumum þeirra aðila, er um máliö fjöll- uðu, þvi miður oítast án þess að hafa hugnynd um gerð eða útbúnað viitanlegra vagna. Við teljum að jafnframt þvi sem almenningur i Reykjavik hljóti að dæma vagnana eftir að hafa reynt þá, muni farþeg- arnireinnig meta hin einstakl- ega hagstæðu verðkjör, sem er á vögnunum, en þessir vagnar kosta um 40% minna en þeir Volvovagnar, sem keyptir hafa verið á þessu ári. Farþegar SVR, sem sifellt gera auknar kröfur um bætta almenningsvagnaþjónustu, en fá gjarnan þau svör að úrbót- um sé mjög þröngur stakkur skorinn vegna tugmiljóna hallareksturs SVR, hljóta að krefjast sem mestrar hag- kvæmni i fjárfestingum og rekstri SVR. Vert er að geta þess að bæði stjórnarformaður SVR: Guð- rún Agústsdóttir og forstjóri SVR.Eirikur Asgeirsson, hafa lýst þvi yfir aö Haraldur tali ekki i nafni SVR i umræddu Timaviðtali. Það er að lokum einlæg von okkar að allt samstarf við starfsmenn SVR og SVK veröi sem best og mun umboðið leggja sig fram um að þjón- ustu viö hina nýju vagná sem teknir veröa i notkun á næst- unni, verði sem allra best. Yfirlýsing frá forstjóra SVR ■ Korstjóri SVR óskar birting- ar á eftirfarandi. „Vegna greinar um Ikarus- stærtisvagnana i blaði yðar, laugardaginn 28. nóvember sl. óskast framtekið að umrædd grein er að frumkvæði og á á- byrgð þess blaðamanns Tim- ans sem hana ritar.” Eirikur Asgeirsson Athuga- semd fréttastjóra ■ í máli Sveins Aðaisteins- sonar liér að ofan eru engar efnislegar athugasemdir gerðar viö það sem fram kem- ur i umfjöllun Timans um Ik- arus-vagn ana, lieldur virðist einungis fara fyrir brjóstið á Sveini sú staðreynd, að vagn- arnir skyldu skoðaðir og frá þeim sagt. Það þarf varla að taka fram, að ákvarðanir um það cfnisem birtist i Tlmanum eru auðvitað teknar á ritstjórn blaösins, en hvorki af forráða- mönnum SVR né I höfuðstöðv- um Volvo. Lúalegum dylgjum um mútuþægni blaðamanns Tim- ans, sem talsmaður Samafls telur sér sæmandi að lepja upp eftir Þjóðviljanum, er visað til föðurhúsanna. Fréttastjóri OGILD ATKVÆÐI 76 Vegna fréttar i Dagblaðinu Timanum þann 02.12. ’81 og 03.12’81 um fjölda ógildra atkvæða i prófkjöri Sjálfstæöis- flokksins i Reykjavik um siðustu helgi, óska ég aö eftirfarandi komi fram á siðum blaðsins: Þátttakendur i prófkjörinu voru 5.917, ógild atkvæði voru 76 og auðir seðlar 8. Með kærri kveðju, f.h. Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfél. i Rvik. Sveinn H. Skúlason. • ,,t alþjóðlegu starfi okkar, vinnum við aö þremur mismun- andi markmiðum. Hið fyrsta er að hafa samband við mismunandi lönd, rfkisstjórnir, félagasamtök, o.fh um heim allan, og sýna þeim sönnunargögn um það hvað er að gerast i E1 Salvador,” sagði Patricio Fuentes, fulltrúi Mann- réttindanefndar E1 Salvador, i viðtali við Timann, en hann ásamt félaga sinum Björn Tun- back er nú staddur hér á landi til þessað kynna starfsemi nefndar- innar og það hörmungarástand sem nú rikir i E1 Salvador. Fuentes hefur verið landflótta frá E1 Salvador um nokkurt skeið og hefur hann aðsetur sitt i Sviþjóð, þarsem nefndin er meö skrifstofu sem sér um kynningarstarfsemi og leitar aðstoðar á Noröurlönd- unum og i Bretlandi og írlandi. Fuentes sagði að sönnunar- gögnin fælusti þvi að sýna fram á ■ Þeir Fuentes og Tundback hafa hitt fjölda íslenskra ráðamanna á meðan þeir hafa dvalið hér og kynnt baráttumálstað sinn. A fimmtu- dagsmorgun áttu þeir fund með ólafi Jóhannessyni, utanrikisráðherra. Ógnaröldin í El Salvador: SKVRSLUR UM 32 ÞÚSUND MORÐ Á TVEIMUR ÁRUM Viðtal við fulltrúa Mannréttindanefndar ■ Fuentes lýsti I viðtalinu hvaða áhrif eiturúöinn hefur, sem þjóðvarð- liöarnir úöa á fórnarlömb sín. Hér eru likamsleifar 14 ára skólastúlku, sem varðsvo skelfingu lostin þegar hermennirnir ruddust inn i skólann hennar, aö hún hrópaði hástöfum, og gripu þeir þá til fljótvirkasta pyntingartækis sins, til þess að þagga niður I henni, eiturúðans. El Salvador hvers konar pyntingar og fjölda- morð færu fram á vegum stjórn- arinnar og hversins i E1 Salvador. „1 öðru lagi”, sagði Fuentes, ,,er markmið okkar að koma sjónar- miðum okkar og upplýsingum á framfæri i fjölmiðlum. Við erum sjálf meö fréttastofu i Sviþjóð, sem miðlar upplýsingum til annarra fréttastofa og fjölmiðla. Þriðja markmið okkar, er að leita eftir og útvega fjárhagsaðstoö, handa þvi fólki sem eru fórnar- lömb ástandsins i E1 Salvador.” ,,32 þúsund manns myrtir i E1 Salvador á 2 árum” —Hvernig mynduð þið lýsa ástandinu i E1 Salvador? ,,I E1 Salvador rikir ógnaröld, þar sem fólk, af öllum þjóðfélags- stigum, er kvalið og myrt á hroðalegasta hátt af hermönnum stjórnarinnar, sem nefnast þjóð- varðliðar. Við verðum að upplýsa aðrar þjóðir um það sem gerist i landinu, hverjir mega þola pynt- ingar og kvalafullan dauða og fyrir hvaða sakir”. Við verðum að deila þunglega á utanrikisstefnu Bandarikjanna, en Bandarikin sjá ógnarstjórn- inni I E1 Salvador fyrir miklu magni af vopnum og fjölda hern- aðarráðgjafa. Siðasta sendingin til E1 Salvador frá Bandarikjun- um samanstóð af skriðdrekum, herþyrlum, skotvestum o.s.frv. Reagan hefur ákveðið að fjár- hagsaðstoð Bandarikjanna við E1 Salvador, fyrir næsta ár verður 270 milljónir dollarar, sem liggur næstum eingöngu i hernaðarlegri aðstoð. Það er mikill fjöldi bandariskra hernaðarráðgjafa, sem starfa i E1 Salvador og að- stoða stjórnina i baráttunni við fólkið i landinu. Við höfum skýrslur um 32 þús- und morð á horgurum E1 Salva- dor, frá þvi 15. okt. 1979 til september i ár. Þessir borgarar eru af öllum þjóðfélagsstigum. Þeir eru ekki öfgamenn, hryðju- verkamenn, kommúnistar, held- ur almennir borgarar, læknar, lögfræðingar, kennarar, verka- menn o.s.frv. sem myrtir hafa verib á hinn hryllilegasta hátt. Auk þessa hefur fjöldi smábarna, skólabarna og stúdenta verið myrtur. Viö höfum sent myndir af þess- um fórnarlömbum til fjölda aöila i Bandarikjunum, en ljósmyndar- inn okkar situr einmitt i fangelsi i E1 Salvador nú i dag, og hans bið- ur sjálfsagt ekkert nema pynting- ar og kvalafullur dauði. Alls stað- ar þar sem við höfum sent mynd- ir, sem sýna svart á hvitu, hvað er að gerast i E1 Salvador, höfum við fengiö sama svarið, en það hefurveriðá þessa leið: „Banda- rikin senda engin vopn til herfor- ingjastjórnarinnar. Bandarikin senda vopn til E1 Salvador, til þess að fólkið i landinu geti varið sig gegn kommúnismanum.” Pyntingaraðferðirnar sem not- aðar eru af hermönnum herfor- ingjastjórnarinnar, eru svo hryllilegar, að i augum flestra sem ekki til þekkja hljóma lýsingarnar eins og hryllilegur óraunveruleiki. En það sorglega er að i E1 Salvador er þetta raun- verulleikinn, kaldur og nakinn. Svo að ég nefni þér eitt dæmi, þá hafa þeir beitt eiturúða á fólk, og eftir örfáar minútur er ekkert eftir nema brunnar beinaleifar. Þessu hafa þeir jafnt beitt á börn sem fullorðna og kemur það sér ágætlega fyrir þá þvi fórnarlömb- in þekkjast ekki eftir þessa hrylli- legu meðferð. Til þess að tryggja það endanlega að fórnarlömbin þekkistekki, höggva þeir gjarnan fingurna, eða heilu hendurnar af svo ekki sé hægt aö þekkja likin af fingraförunum.” „Var i kirkjunni hjá Romero, erkibiskup þegar hann var myrtur” —Fuentes heldur áfram að lýsa hryllingnum i E1 Salvador, og segir frá þvi að öllum konum, hvort sem þær eru fullvaxta eða börn, sé nauðgað, af þjóðvarðlið- unum áður en þær eru drepnar og bætir þvi við að lik þeirra séu iðu- lega svivirt, eftir á einnig. Fuentes, ætlaði áður en hann varð að flýja frá E1 Salvador, og læra til prests, og var hann i námsundirbúningi hjá Romero, erkibiskup. Þegar Romero var myrtur, þar sem hann var að syngja messu i kirkju, þá var Fuentes staddur i kirkjunni. „Romero fékk þó að deyja, með þvi að fá aðeins eina kúlu i hjarta- stað, en það þykja þjóðvörðunum allt of miskunnsamur dauðdagi, fyrir fórnarlömbin sem þeir myrða daglega”, segir Fuentes, og bætir þvi við að eftir dauða Romero, sé hann tákn sameining- ar og frelsis i augum fólksins, þannig að hann lifi svo sannar- lega enn á meðal fólksins i E1 Salvador. —AB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.