Tíminn - 05.12.1981, Blaðsíða 16
16
fréttir
Laugardagur 5. desember 1981.
Þingmenn
tef la í
Hollandi
■ Hollenska þingið hefur nú boö-
iö Alþingi að senda til Hollands
skáksveit, sem kæmi til með aö
tefla viö skáksveit hollenska
þingsins f janúar nk.
Að sögn Friðjóns Sigurðssonar,
skrifstofustjóra Alþingis, þá voru
dagarnir 10. til 12. janúar til-
greindir íboðinu og stungið upp á
fimm manna skáksveit. Friðjón
sagði aö Hollendingar hefðu iboði
sinu látiö i ljós áhuga á að endur-
gjalda komu islensku skáksveit-
arinnar meðheimsókn til tslands
næsta sumar, þar sem þingmenn
landanna leiddu saman hesta si'na
á nýjan leik við skákborðið.
Friðjón sagði að þessu boði
hefði verið svarað játandi af hálfu
Alþingis, en enn væri ekki komið
lokasvar og ekki hefði verið á-
kveðið hvaða islenskir þingmenn
skipuðu skáksveitina.
— AB
Svar BSRB við tilboði fjármálaráðherra:
„DNSTAKIR ÞÆTTIR f KROFU-
GERD BSRB VDHN RÆDDIR
■ „Samninganefnd BSRB leggur
áherslu á gerð kjarasamnings til
lengri eða skemmri tima og verði
viðræðum hraðað. Samningavið-
ræður þurfa að f jalla um einstaka
þætti i kröfugerð bandalagsins og
einnig viðhorf rikisstjórnarinnar
til hinna ýmsu atriða.sem BSRB
hefur sett fram samhliða breyt-
ingum á kjarasamningi”, þannig
hefst ályktun sem samþykkt var
á fundi stjórnar BSRB i gær.en á-
lyktunin ersvar bandalagsins við
tilboði fjármálaráðherra.
Tilboð fjármálaráðherra var
svipað því sem samið hefur verið
um við ASWen helstu efnisatriði
þesseru samningur sem gildir til
15. mai, hvort sem væri um fram-
lengingu núgildandi samnings að
ræða eða nýjan aðalkjarasamn-
ing.1. jan. hækki kaup um 3,25%
og visitala frá 1. mars verði verð-
bætur á sama hátt og hjá ASÍ.
1 ályktun BSRB segir ennfrem-
ur að viðræðunefnd skuli falið að
ræða viö fjármálaráðherra um
hvernig haga skuli samnings-
gerð, sú könnun liggi fyrir um
miðja næstu viku og ef ekki náist
samkomulag um þetta verði ósk-
að milligöngu rikissáttasemjara.
Haraldur Steinþórsson varafor-
maður BSRB sagði i samtali við
Timann að BSRB vildi fá svar við
einstökum liðum i kröfugerö
þeirri sem þeir hefðu þegar sett
fram. Þeir vildu kanna samninga
til lengri eða skemmri tíma og
væru ýmsir möguleikar opnir i
því sambandi. —FRI
Skipverjinn af
Eddunni slapp úr
haldi á
fimmtudaginn
■ Skipverjinn á Eddunni, sem
setið hefur i gæsluvarðhaldi siðan
26. nóvember vegna meints inn-
flutnings á fikniefnum, slapp Ur
haldi á fimmtudaginn.
Að sögn fikniefnalögreglunnar i
Reykjavik viðurkenndi skipverj-
inn að hafa i félagi við skipsfélaga
sinn smyglað til landsins 400 gr.,
af kannabisefnum sem fundust
við leit i skipinu þegar það kom til
landsins frá Hollandi hinn 26.
nóvember s.l. Einnig munu þeir
félagarhafa smyglaðum lOgr.af
amfetamini sem einnig fundust
við leit i skipinu. —Sjó
Þriggja bíla
árekstur á Akranesi
Gömul ágreiningsatriði lögd til hliðar
í bili í álviðræðunum:
Álsamningarnir
endurskoðaðir?
■ „1 viðræðunum tókst ekki að
leysa Ur skoðanaágreiningi aðil-
anna varðandi túlkun á ákvæðum
samninganna i sambandi við
verðlagningu á hráefnum, sem
Alusuisse lætur i té”, segir í sam-
eiginlegri fréttatilkynningu frá
islensku álviðræðunefndinni og
Alusuisse, sem aðilar sendu frá
sér þegar tveggja daga viðræðum
þeirra lauk i gærkveldi.
Þar segir jafnframt: „Aðilarn-
irhafa orðið ásáttir um að leggja
þennan skoðanaágreining tii hlið-
ar i bili og kanna leiðir til áfram-
haldandi samstarfs. 1 þvi sam-
bandi hafa fulltrúar rikisstjórn-
arinnar áréttað ályktun rikis-
stjórnarinnar frá 16. jUli 1981,
varðandi endurekoðun aðalsamn-
ingsins og fylgisamninganna.
Óskuðu fulltrúareftir svörum og
hefur Alusuisse fallist á þau til-
mæli. Verði svör Alusuisse já-
kvæð, munu aðilarnir koma sam-
an tíl fundar innan þriggja vikna
frá þeim tima.
1 viðtali við Timann i gærkveldi
sagði Hjörleifur Guttormsson,
iðnaðráðherra: „Ég vænti þess
að þessi fundur sé upphaf að
stefnubreytingu i viðræðunum. Sú
staðreynd að Alusuissemenn fall-
ast á að svara innan viss tima,
hvort þeir séu reiðubúnir að fall-
ast á endurskoðun samninganna,
vekur vissulega vonir um það að
Alusuisse gangi að samninga-
borði. Þeir hljota að gera sér
ljóst, að það er beðið eftir þvi að
þeir hreyfi sig með ákveðnum
hætti og gangi til samninga.”
Hjörleifur sagði jafnframt, að
ekkertkæmi fram i fréttatilkynn-
ingunni, þess efnis að ágreinings-
atriði varðandi fortiðina yrðu
lögð á hilluna endanlega, heldur
yrðu þau tekin fyrir þegar þar að
kæmi. Hjörleifur sagðist telja
eðlilegt að islenska viðræðu-
nefndin notaði timann fram i
janúar til þess að bera saman
bækursínar og samræma skoðan-
ir, þannig að hún yrði sem best i
stakk búin að koma til viðræðna
við Alusuisse á nýjan leik.
— AB
ERUM FLUTTIR
með alla starfsemi okkar að
Smiðjuvegi 3, Kópavogi
Sími: 45000
(Beinn sími til verkstjóra: 45314)
PRENTSMIÐJAN
£JJ<
U HF.
á bókamarkaði
ÍSLENSK
LIST
16 ÍSLENSKIR MYNDLISTARMENN
Bókaútgáfan Hildur
Bók um 16 íslenska
myndlistarmenn
■ Þriggja bila árekstur varð i
Hringtorginu á Akranesi laust
eftir hádegið i gær.
Að sögn lögreglunnar á Akra-
nesi var mikil hálka í torginu og
■ Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, borg-
arfulltníi, lagði til á fundi borgar-
stjórnar, að vinveitingaleyfi til
veitingahússins Broadway við
Alfabakka 8 i Breiðholti, yrði
bundið þvi skilyrði að staðurinn
skipti um nafn, og tæki upp annað
islenskt. Taldi hún nafnið illa
samræmast islenskri tungu.
Davið Oddsson drói'efa á fund-
inum . að borgarstjórn hefði
nokkra heimild til að leggja slika
kvöð á veitingahús, þegar borg-
aryfirvöld gæfu umsögn sina um
veitingu vinveitingaleyfa. Albert
Guðmundsson tók i sama streng
og taldi tillögu Sjafnar útkjálka-
hátt af verstu tegund. Sagði hann
ekki hægt að hafa islensk óþjál
nöfn á góðum skemmtistöðum
með tilliti til erlendra ferða-
manna.
Jafnframt taldi hann að is-
lenskan væri byggö á veikari
grunni.en hann hefði hingað til
haldið, ef hún þyldi ekki eitt og
eitt útlent orð.
Aö lokum sagöi Albert aö hann
hefði ferðast viða um i henni ver-
öldæn aldrei áður séð betur hann-
aðan eða glæsilegri veitingastað.
Nafniö Broadway gæfi þvi vel og
réttilega til kynna hvað innan
dyra væri.
Aðsvobúnu var tillaga Sjafnar
borinupptil atkvæða og hlaut hún
aðeins eitt atkvæði, hennar
hennar vegna mun einn billinn
hafa runnið til með þeim afleið-
ingum að hann hentist á hina tvo.
Enginmeiðslurðuá fólki en bil-
arnir skemmdust talsvert. — Sjó
sjálfrar, og náði þvi ekki fram að
ganga.
— Kás
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir
■ A næstunni mun koma út hjá
Bókaútgáfunni Hildi (Gunnar
Þorleifsson) listaverkabók istóru
broti.
t bókinni eru æviágrip og rak-
inn listaferill 16 núlifandi
islenskra myndlistarmanna og
hafa 12 rithöfundar samið text-
ana, en forseti íslands, Vigdis
Finnbogadóttir, ritar formála.
Fjöldi mynda i litum og svart-
hvitu af verkum listamannanna
prýða bókina.og auk þess myndir
af þeim sjálfum.
Mjög hefur verið vandað til út-
gáfunnar á öllum sviðum. Mest
um vert þykir útgefanda, að bók-
in skuli að öllu leyti vera unnin
hér heima. Setningu hefur Texti
hf. annast, litgreiningu og prent-
un Grafik hf„ bókband Félags-
bókbandið og ljósmyndun Leifur
Þorsteinsson.
Hann hlaut að deyja
Hörpuútgáfan á Akranesi
sendir nú frá sér nýja bók eftir
Francis Clifford og er það 14. bók-
in, sem út kemur á islensku eftir
hann.
„Breskur kaupsýslumaður,
Simon Loader, er að dauða kom-
inn úr lungnakrabba. Hann yfir-
gefur fjölskyldu, vini og atvinnu
og sest að á friðsælli eyju við
strönd Spánar. Þar veröa á vegi
hans: launmorðingi, vændiskona,
nautabani, nunna, prestur og
misheppnaður lögregluforingi.
Leiöir þessa sundurleita hóps
þræðast saman með dularfullum
hætti, uns kemur að örlagastund-
inni...”
Bókin er 188 bls. Skúli Jensson
þýddi bókina. Hún er prentuö og
bundin i Prentverki Akraness hf.
Sjöfn vildi banna
nafnið Broadway