Tíminn - 02.02.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.02.1982, Blaðsíða 2
2 Þri&judagur 2. febrúar 1982. í spegli Tímans M Umsjón: B.St. og K.L. ■ Kris Kristoffersen hef- ur aldrei lært að leika, en scgir aö sér veitist létt aö látast vera annar en liann er og það komi sér til góða við leiklistina. Söngvarinn Kris Kristoffersen er betri leikari en söngvari, segja gagn- rýnendur ■ Kris K ristoffersen er nú oröinn 45 ára og liefur gert sitt af liverju i lifinu, en þó er liann aöallega þekktur fyrir söng. Hann liefur gefið út margar plötur og þær selst vel og margir af söngvunum sem liann söng á plötur voru eftir liann, bæði lag og texti. Kris stundaði nám viö Oxford háskóla og lagði þar stund á enskar bók- menntir. Hann reyndi lika aö skrifa sjálfur ljóö og sögur og koma þeim á frainfæri.cn fékk yfirleitt handritin send aftur. Þetta var á árunuin 1958- 59. Þegar ekkcrt gekk lijá lionuin að koma sér áfram sem ritliöfundur eða söngvari gekk liann i aineriska herinn og vann i fiinm ár sein þyrluflug- maður i Vestur-Þyska- landi. Þá fékk iiann tilboð um að starfa sem kennari við Wesl Point herskól- ann i B andarikj uiuim . I! in svipað leyti hafði liann kynnst Jolinny C'ash. og þvi vaknaði aft- ur áhugi Kris á að reyna fvrirsér meðsöng. Hann flutti til Nasnville. en þar er mest um plötuútgáfu á ..kántrilögum”, en hon- um gekk ekki mjög vel aö koma lögum sinum á framfæri, svo liann vann fvrir sér meðfram i steypuvinnu og annarri erfiðisvinnu. I.oks sló liann í gegn 19711 þegar Janis Joplin söng lagið hans „Me and Bobby McGee” og þaö fór upp á toppinná vinsælda- listanum. Nú fyrst fóru hljómplötufyrirtækin aö gefa lionuin gaum og koinu nú Ut margar plötur meö lögum iians og sum sungin af honum sjálf um. Þá fóru honum að berast tilboð um að leika i kvik- mvndum. Frægastar hafa orðið myndirnar „Alice Doesn’t Live Here Any- more” og myndin, sem liann lék i með Barbra Steisand, „A Star Is Born”. Það gckk á ýmsu meðan unnið \ar að þcirri mynd. Barbra vildi vera algjör stjarna i myndinni og luín var lika sár og reið, þegar Kris mætti liálffullur til vinnu, en það kom oft fyrir um þcssar mundir. Enda var það um svipaö leyti sem Ilita Collidge, eiginkona Kris gafst upp á lionum og yfirgal' liann og tók son þeirra með sér. Hann hef- ur samt reynt að ná sér á strik aftur og hefur leikið i nokkrum myndum og fær nú þann dóm hjá gagnrýnendum, að hann sé betri ieikari en söngvari. í þessari fjölskyldu er 13 happatala ■ Vinir og vandamenn Gary og Kim Turner ættu ekki að vera i vandræðum með að muna afmælis- daga barnanna I fjöl- skyldunni. Þau eiga nefnilega öll sama af- inælisdag! 1S. október fyrir 5 áruin voru Gary og Kim alsæl, þegar þeim fæddist dóttirin Sarali. Ekki var ánægja þeirra minni, þegar þeim fæddist sonurinn Jamie, fjórum dögum fyrr en áætlað var. Fæðingardagurinn var 13. október. Svo koin aö þvi aö Kim gekk ineö tvibura. Hún hafði litla trú á að þeir fæddust lika á þessum happadegi cn sú varð þó raunin á. — Þá varð ég inest hissa, segir Kun. — Tviburarnir komu eins og óvænt ánægja. Þeir komu ekki eftir neinni áætlun og þaðan af siður liöföum viö stefnt að þvi að þeir fædd- ust 13. október. En vist var þetta skemmtileg til- vðjun segir Kim. Enn einn kostur fylgir þcssu. i stað þess aö lialda fjórar afmælis- veislur á við og dreif um árið, dugir að halda cina! Það er sem sagt mikil hagræðing aö þessu. « ij • s I Kim og Gary meö börnum sfnum, sem öll eru fædd 13. október! Sleppið heitum böðum ef þið i/iljiö hafa hraustbak ■ Bob Burrows, viðar- höggsinaður frá Man- chester i Englandi, liefur lagt 2.000 sterlingspund tmn 35.000 kr. isl.) i her- ferð gegn þvi að fólk fari í lieitt bað. Sjálfur stærir liann sig af að liafa ekki fariö i bað siöustu 27 árin. — Besta leiðin til að komast bjá bakverkjum er sú að leggjast aldrci i baökar, segir hann, og kveður skýringuna vera þá að vöðvarnir mýkist of mikið i lieitu baði og það leiöi til bakverkja. NU er Bob lagstur i fcrðalög til að framfylgja þessu m ikla áhugamáli sinu ogkoina fólki i skiln- inguin réttmæti kenninga hans. Sérstaklega hefur hann lagt sig eftir þvi aö ræða viðyfirmenn lieilsu- gæslu, flugliersins og bændasamtakanna, en liann lieldur því fram, að bændum, sem reki kúabú, sé sérstaklega hættviö aö fá veikt bak. Ekki hlýtur liann þó alls staðar góðar undirtektir og segist hann sums staðar verða fyrir aökasti og aðhlátri. En máli sinu til stuðnings bendir bann á afa siiui, sem liann segir aðeins liafa farið i bað cinu sinni á ári og aldrei kennt sér meins i bakinu. Og ef það er ekki nóg sönnun, ætti fólk bara að bregða sér til Köreu. Þar haöar fólk sig aðeins einu sinni á ári og þá karlar og konur saman. Baöstaður- inn er lítill foss i fjalls- liliö! Þetta fólk, segir Bob, veit ekki livaö verk- ur í baki er. ■ Lögregluþjónar reyna aö fá Domenico til aö afhenda sér byssuna. KONAN HIAIIP IN AD HEIMAN — hvaðá þá til ^ : að taka? ■ Domenico mi&ar sem fastast á gagnaugað. ■ Domenico Visconti hótaði að skjóta sig i höfuðið úti á götu i Bres- cia á italiu. Konan haföi hlaupið að lieiman og þrátt fyrir itarlega leit, hafði honum ekki tekist að hafa upp á henni. Hann þóttist þvi ekki sjá neina aðra leið en að binda enda á lif sitt. Lögreglumenn þustu á vettvang og reyndu að telja Domenico, sem ekki er nema 26 ára gamall hughvarf og minntu hann á börnin hans sem biðu hansheima i Napóli. Sem eins konar málamiðlun lækkaði Domenico þá miðið frá gagnauganu til brjóstsins — og þá reiö skotið af! Hann lifði af. w W Hér liggur Domenico i blóöi sinu meö byssukúlu i brjóstholinu. ■■■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.