Tíminn - 02.02.1982, Page 22

Tíminn - 02.02.1982, Page 22
Þriöjudagur 2. febrúar 1982. Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornið ^ ■ Hörmungar borgarastyrjaldar birtast meö áhrifamiklum hætti I „Eldhuganum” eftir Pirjo Honkasalo og Pekka Lehto. Á kvikmyndahátíð: I stríði með penna að vopni Eidhuginn (Tulipaa). Sýningarstaöur: Regnboginn Leikstjórn og handrit: Pirjo Honkasalo og Pekka Lehto. Aðalhiutverk: Asko Sarkola (Maiju Lassila), Rea Mauranen. Myndataka: Kari Sohlberg, Pertti Mutanen, Raimo Paananen. Framleiöandi: Jaakko Talaskivi fyrir P-Kino, Finnlandi, 1980. ■ „Eldhuginn” fjallar um viðkvæmt og erfitt timabil i finnskri sögu, borgara- styrjöldina á milli rauðliöa og hvitliða, sem endaði með sigri hinna hvitu, með aðstoð Þjóð- verja, árið 1918. Mikill fjöldi Finna lét lifiö i þessum átök- um, af hungri og vosbúð i kjöl- far styrjaldarinnar. Þar sem mjög skammt er um liðið eru þessi átök enn mikiö tilfinn- ingamál meðal Finna. En jafnframt lýsir kvik- myndin ferli sérstæðs finnsks skálds og áróðursmanns rauð- liða I borgarastyrjöldinni. Sá hét upphaflega Algot TietcT- váinen, en hann breytti siðar ættarnafni sinu i Untola og sem rithöfundur notaði hann ýmis dulnefni, þar á meðal Irmari Rantamala, J.I. Vatanen og kvenmannsnafnið Maiju Lassila, en undir þvi nafni mun hann þekktastur sem rithöfundur. Hann skrif- aði skáldsögur á þúsundir blaðsiðna á meðan hann lifði (1868-1918), og skildi eftir sig mikið af óprentuðum handrit- um. Siðustu vikur lifs sins rit- stýrði hann vinstrisinnuðu blaði, sem hét Työmies, og hann var tekinn af lifi eftir sigur hvitliða i borgara- styrjöldinni. „Eldhuginn” hefur verið talin meiriháttar atburður i finnskri kvikmyndagerð. Hún er jafnframt dýrasta finnska kvikmyndin til þessa. Hún er oft ansi hæg, jafnvel þung- lamaleg, en þegar liður á myndina og nær dregur lýsingunni á borgarastyrjöld- inni, verður hún áhrifameiri. Hörmungar striðsins, eymd og vesöld, en jafnframt baráttu- þrek og hatur slikra tima, ná að hræra hjörtu áhorfenda. Mikil áhersla er lögð á að kynna Lassila, hugsanir hans og æviferil, og þaö reyndar stundum á kostnað mynd- rænnar útfærslu. Þá virðast sumar heimspekilegar vanga- veltur hans heldur flatar og hversdagslegar. Hann var af fátæku bændafólki kominn, en tókst samt sem áður að afla sér nokkurrar menntunar. Skömmu eftir aldamótin er hann kominn til Pétursborgar og tekur þar þátt i sprengjutil- ræði stjórnleysingja, sem reyndar verður þó aðeins sak- lausu fólki að aldurtila en ekki þeim valdsmönnum, sem þvi var beint gegn. Eftir þessa reynslu snýr hann aftur til Finnlands, gerist kennari i sveitaþorpi og kynnist lifs- kjörum alþýðunnar. Hann skrifar skáldsögu um byltingarsinna undir dulnefni, og siðan gamansögur undir öðru dulnefni. Vegna tygja sinna við konu, sem hefur vafasama fortið, missir hann kennarastöðuna, og hefur það- an i frá i sig og á með skrifum sinum. Þegar til átaka á milli rauð- liða og hvitliða kemur styður hann rauðliða með penna sin- um, en tekur ekki þátt i bar- dögunum. Þegarhann sér hins vegar hvernig fer, þá hvetur hann verkafólk til að hætta bardögum i stað þess að út-' hella blóði að þarflausu, en þvi er ekki vel tekið. Hann heldur þó áfram að styðja málstaðinn með penna sinum, jafnvel þótt allir aðrir leiðtogar rauðliða- uppreisnarinnar hafi flúið af landi brott og skilið verkalýð- inn eftir foringjalausan að mæta eymd ósigurs og upp- gjörinu við sigurvegarana. „Eldhuginn” er vissulega forvitnileg kvikmynd um sorglegt timabil i finnskri sögu, og gildi hennar liggur fyrst og fremst i raunsæjum lýsingum á hörmungum borgarastyrjaldarinnar. — ESJ. ■¥■ Eldhuginn ★ ★ Private Benjamin * 1941 ★ ★ Hamagangur i Hollywood ★ Jón Oddur og Jón Bjarni Stjörnugjöf Tímans * * * * frábasr ■ * * * mjög góð • * * göA ■ * sæmiteg • O léleg

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.