Tíminn - 02.02.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 02.02.1982, Blaðsíða 24
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurnfs Simi (91 ) 7 - 75-51, (91 ) 7 - 80-30. Skemmuvegi 20 Kiípavogi Mikið úrval Opið virka daga 919 • Laugar- daga 10-16 HEDD HF. HEDD HF Gagnkvæmt tryggingaféJag labnei HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Sfmi 36510 tf1 t ! I f / *' • ■ í Henrik Lund hefur dvalið langdvölum á tslandi og flutt mörg erindi um land og þjóö I útvarp á Grænlandi. Tfmamynd Ella UPPHAF AÐ NANUM OG VARANLEGUM TENGSUIM — segir Henrik Lund, bæjarstjóri í Julianeháb, um hátíðarhöld í tilefni af því ad nú eru ÍOOO ár liðin frá komu Eiríks rauða til Grænlands ■ „Leifur Eiriksson er mikils- háttar persóna i sögu Grænlands og i hugum Grænlcndinga, þvi segja má aö meö tilkomu hans hafi landiö byrjað aö tengjast sögu og þekkingarheimi þjóö- anna,” sagöi llenrik Lund, bæjar- stjóri I Juliauehab, sem nú er staddur hér á landi vegna fyrir- lestraraöar og bókasýningar I Norræna húsinu i tilefni af þvi aö nú er talið aö 1000 ár séu liöin frá fyrstu komu Eiriks rauöa til Grænlands. „En þótt viö minnumst sögu og fortiöar ber hins að minnast að það er þó fyrst og fremst íramtið- in, sem við horlum til og við von- um að þau hátiðarhöid sem fara framáárinumuniveröa upphafið að nánum og varanlegum tengsl- um þjóða islandsog Grænlands,” bætti Henrik Lund við. Lund sagði að samskipti islands og Græn- lands hefðu þvi verr verið of litil um langt árabil,þvi öll samskipti landanna hefðu orðið að fara fram i gegnum Danmörku. Hér hefði hins vegar orðið hagstæð breyting á meðbættum samgöng- um og hinni nýfengnu heima- stjórn Grænlendinga og væru nú framtiðartengsl á milli landanna til umræðu i báðum löndunum, þótt ekki væri þar komið á neitt fast snið enn. Hann rakti þau samskipti sem til þessa hafa skapast milli ís- lands og Græniands og hafa ekki sist verið fólgin i þvi að græn- lenskir bændur hala komið til Is- landsog aflað sér ýmiss fróðleiks um landbúnaðarmál, vegna (á ýmsan hátt) svipaðra staðhátta. Til viðbótar þessu hafa nokkrir Grænlendingar stundað nám við islenska skóla og hópar ferða- manna hafa farið stækkandi ár frá ári i gagnkvæmum heimsókn- um. Henrik Lund fagnaöi fyrir- lestraröðinni sem nú er farin af stað i Norræna húsinu i tengslum við grænlenska bókasýningu og kvaðst vænta mikils af þvi fram- taki. Bar hann lof á þá menn sem þar hafa lagt hönd á plóginn og þá ekki sist Hjálmar Ólafsson, for- mann Norræna félagsins. Fyrir- lestraröðin hófst þann 30. janúar sl. og mun standa til 13. mai n.k. Mun dr. Kristján Eldjárn flytja næstafyrirlestur.sem verðurn.k. fimmtudag og segir hann þar frá sumardvöl á Grænlandi árið 1937 og uppgreftri miðaldaminja i Vestribyggö. Hátiðarhöld á Græn- landi 30. júli - 10. ágúst Forseti tslands, Vigdis Finn- bogadóttir, hefur þegið boð Græn- lendinga um að sækja minningar- hátiðina i Grænlandi 30.7.-10.8. i sumarenhúnhefst iNarsarssuak og lýkur i Julianeháb, þar sem aöalhátiðarhöldin fara fram. Kvað Lund landa sina biöa þess viðburðar með stolti og eftirvænt- ingu. Hjálmar Ólafsson, sem var við- staddurá blaðamannafundinum i Norræna húsinu i gær, þegar við hittum Henrik Lund, lýsti yfir óvæntri gleði sinni þegar i ljós kom að Grænlendingar höfðu sjálfir frumkvæði að þvi að minn- ast hinnar frægu farar Eiriks rauða, en hérlendis höfðu menn nýlega verið farnir að bollaleggja hvernig hennar yrði best minnst, þegar heyrðist um stórhuga áform Grænlendinga. Henrik Lund hefur verið mikill áhugamaður um aukið samstarf tslendinga og Grænlendinga og samið fjölda útvarpsþátta, sem fluttir hafa verið i útvarp á Græn- landi um tsland, en hann hefur dvalið langdvölum á íslandi. Henrik Lund heldur heimleiðis til Grænlands i dag. — AM dropar Margir um HM-hituna Reykvík- ingar fá sína Kamba ■ Unniö er aö staöfest- ingu nýs aðalskipulags fyrir Iteykjavik þessa dagana. Samkvæmt þvi veröur aðalgatnatenging- in milli Vesturlands- og Suöurlandsvegar I gegn- um Smálöndin upp aö Rauðavatni, en Bæjar- hálsinn i gegnum Ar- bæjarhverfiö, sem nú gegnir þessu hlutverki, veröur aflagöur sem slik- ur og verður framvegis hverfisvegur, og má þvi muna fifil sinn fegri. Þó ekki fari mikiö fyrir brekkunni milli Suöur- landsvegar og Vestur- landsvegar I Smálöndun- um, þá er hún þó af þeirri stæröargráðu aö vegur- inn um hana verður sá brattasti á leiöinni frá Reykjavik og austur aö Vik. Reykvikingar munu þvi eignast sina Kamba og gott betur i Smálönd- uniim þegar frami sækir, nema verkfræöingar taki upp á þvi aö sprengja veginn niður á hluta og hækka hann upp aö ööru leyti. Þaö mun hins vegar vera óhemju dýrt fyrir- tæki. Beðid eftir KEA ■ Þessi er stolinn úr Degi: „Fyrir nokkru siðan frétti S&S af einiægum framsóknarmanni úti I bæ sem var oröinn nokk- uö hárprúöur. Astæöan var sú aö nokkru fyrir jól flutti kunningjakona hans suöur, en þessi kona haföi i áravis klippt manninn. Hann neitaöi aö fara á rakarastofur bæjarins og siöast er fréttist ætlaöi hann aö blða þar til KEA opnaöi rakarastofu.” ■ Heimsmeistarakeppn- in i knattspyrnu hefur löngum þótt feitur biti fyrir bókaútgefendur viöa um heirn, og eru mör- lenskir útgefendur engin undantekning i þeim efn- um. Nú heyrum viö aö mikið kapphlaup sé hafiö milli Arnar og örlygs og Bókhlööunnar, en báöar útgáfurnar hyggjast gefa út HM-bækur I haust. Þeir fyrrnefndu munu hafa fengiö Sigmund Ó. Steinarsson, iþrótta- fréttamann DV, til starf- ans, en Sigurður Sverris- son hefur tekið aö sér verkiö fyrir Bókhlöðuna. Nú er bara aö sjá hvaöa mm Þriöjudagur 2. febrúar 1982. fréttir Skeiðará vex hægt en sígandi ■ „Vatnið i ánni er nú eins og á meðal sumardegi, eða kannski rúmlega það. Ain óx litið i gær en i dag virðist mér hún hafa vaxið aöeins meira, þótt ekki sé hægt að segja aö hún hafi tekiö neinn kipp,” sagði Ragnar Stefáns- son, i Skaftafelli i ör- æfum þegar Timinn innti hann eftir frétt- um af yfirstandandi Skeiðarárhlaupi i gær. „Þetta hlaup hefur hagað sér mjög likt og þau siðustu, og ef svo heldur áfram, þá má reikna með þvi i há- marki um eða eftir helgi.” Ragnar sagðist eiga von á mönnum bæði frá vegagerð rikisins og frá orkustofnun austur aö Skaftafelli. Munu mennirnir frá orkustofnun mæla rennsli árinnar og fylgjast með hlaupinu að öðru leyti og vega- gerðarmennirnir munu fylgjast með þeim mannvirkjum sem hugsanlega verða i hættu ef hlaupið veröur stórt. — Sjó. ( Blaðburöarbörn óskast Timann vantar fólk til blaðburöar] i eftirtalin hverfi: Óðinsgata Þórsgata Uindargata Hverfisgata Laugarvegur Simi 86-30« ráö menn hafa til aö kom- ast skrefinu fram fyrir keppinautinn, — kannski veröur eina iausnin aö koma bókinni á markaö áöur en keppnin byrjar, nú eöa þá sameinast und- ir kjörorðinu fræga: „ein bók — tvöföld áhrif”. Krummi ... sér i þvi sem heitir „Hug- myndafræðilegur grund- völlur kvennaframboös" aö „Konur ganga með börnin, fæöa þau og ala upp”. Kosningabaráttan veröur ábyggilega mjög skemmtileg og ef þær i kvennafrainboðinu halda áfram aö vera svona frumlegar og brydda upp á nýjum hlutum...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.